Er meira fyrir sól og hita en vetrarstemningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2015 10:30 "Ég mála umferð yfir umferð og læt myndirnar þorna á milli, tek þær svo kannski fram næsta dag og bæti í og hleð ofan á, þangað til allt er komið,“ segir Gunnella. Vísir/GVA „Ég er á vinnustofunni öllum stundum, eins mikið og ég get leyft mér. Ég bý hér stutt frá og það er heppilegt, ekki síst þegar færðin er eins og hún er,“ segir myndlistarkonan Gunnella þar sem hún situr við að mála á Garðatorgi í Garðabæ. Þó hún sé stödd í miðju þéttbýli er það oftast sveitin sem birtist á striganum hjá henni. Græni liturinn er líka ríkjandi þar þótt snjórinn sé áberandi utan dyra. „Ég er meira fyrir sól og hita en vetrarveðrið,“ segir hún brosandi. Skyldu myndirnar allar verða til í hennar hugskoti? „Þær byrja oft á því að ég sé mynd af einhverju byggðarlagi, götu eða húsaþyrpingu. Það verður mér innblástur og svo bætist minn hugarheimur inn í umhverfið. Þar set ég lífið, fólkið og dýrin og jafnvel einhvern atburð. Þannig vinn ég.“ Hún kveðst vera lengi með hverja mynd enda sé hún með margar í takinu í einu. „Ég mála umferð yfir umferð og læt myndirnar þorna á milli, tek þær svo kannski fram næsta dag og bæti í og hleð ofan á, þangað til allt er komið.“Sýning Gunnellu stendur til 13. desember frá klukkan 13 til 17 alla dagana. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég er á vinnustofunni öllum stundum, eins mikið og ég get leyft mér. Ég bý hér stutt frá og það er heppilegt, ekki síst þegar færðin er eins og hún er,“ segir myndlistarkonan Gunnella þar sem hún situr við að mála á Garðatorgi í Garðabæ. Þó hún sé stödd í miðju þéttbýli er það oftast sveitin sem birtist á striganum hjá henni. Græni liturinn er líka ríkjandi þar þótt snjórinn sé áberandi utan dyra. „Ég er meira fyrir sól og hita en vetrarveðrið,“ segir hún brosandi. Skyldu myndirnar allar verða til í hennar hugskoti? „Þær byrja oft á því að ég sé mynd af einhverju byggðarlagi, götu eða húsaþyrpingu. Það verður mér innblástur og svo bætist minn hugarheimur inn í umhverfið. Þar set ég lífið, fólkið og dýrin og jafnvel einhvern atburð. Þannig vinn ég.“ Hún kveðst vera lengi með hverja mynd enda sé hún með margar í takinu í einu. „Ég mála umferð yfir umferð og læt myndirnar þorna á milli, tek þær svo kannski fram næsta dag og bæti í og hleð ofan á, þangað til allt er komið.“Sýning Gunnellu stendur til 13. desember frá klukkan 13 til 17 alla dagana.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira