Stöð 2 á COP21: „Það verður hart samið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. desember 2015 20:30 Í rúmlega tvo áratugi hafa þjóðirnar tekist á um hvernig skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hnattrænni hlýnun. Á meðan hafa áhrif loftslagsbreytinga stigmagnast. Öfgar í veðráttu magnast, jöklar hopa og íshellur bráðna, sjávarstaða hækkar. Á þessum 20 árum losaði maðurinn meira af gróðurhúsalofttegundum en hann hafði gert yfir hundrað ára tímabil. Raunveruleg ógn loftslagsbreytinga hefur hreyft við þjóðarleiðtogum heimsins. Í París eru vísindin ekki til umræðu, heldur hvað þarf að gera til að vernda samfélag mannanna. Hundrað og áttatíu þjóðir hafa skoðun á því og hafa lagt fram sínar tillögur og markmið í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill þröskuldur var yfirstiginn í síðustu viku þegar hin formlega samninganefnd, sem starfað hefur í fjögur ár, birti drög nýs loftslagssamnings sem byggð eru á þessum tillögum. Þegar slík drög voru kynnt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009 voru þau um 300 blaðsíður. Parísardrögin eru tæpar 50 blaðsíður, sem þó eru yfirfullar af hornklofum, sem í einföldu máli þýða átakamál. Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands.Vísir/UNFCCCHugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, er minnugur átakanna í Kaupmannahöfn, en er sem fyrr vongóður um niðurstöðuna í París. „Maður skynjar andann að menn telja sig ekki geta komist upp með að það að ná ekki samkomulagi hérna,“ segir Hugi. „Það eru miklir hagsmunir í húfi og í raun er þetta pólitísk grettistak sem þarf að lyfta, menn þurfa að slá af kröfum á síðustu stundu. Það verður hart samið.“ Hugi segir áherslur Íslands vera að ná sterku samkomulagi með umgjörð um markmiðin svo þau verði enn öflugri með tímanum. Það er lykilatriði, enda eru samanlögð áhrif landsframlaganna fjarri því að tryggja komandi kynslóðum öruggt skjól.Eiffel turninn í París.Vísir/Kjartan Hreinn„Það sem skiptir svo miklu máli er að þetta er hnattrænt vandamál og það þarf hnattræna nálgun. Þess vegna skiptir það grundvallar máli að það sé alþjóðlegur samningur og skilningur á því að öll ríki þurfa að setja sér markmið og við þurfum sameiginlegt kerfi til að geta rýnt þessi markmið og ýtt á aukin metnað,“ segir Hugi. „En hinn raunverulegi árangur fer fram hjá einstökum ríkjum. Þar koma að atvinnulífið, félagasamtök, almenningur, borgir og annað. En með þetta í veganesti þá fá þessir aðilar skýr skilaboð.“ Ráðstefnusvæðið í París er risavaxið og verður næstu daga heimili fjörutíu þúsund ráðherra, samningamanna, umhverfisverndarsinna og blaðamanna. En það má í raun segja að loftslagsæði hafa gripið um sig um alla borgina. Það eru ekki bara samningamenn eins og Hugi sem eru fullir af orku fyrir viku samningagerða. Sjálf Parísarborg iðar af endurnýjanlegri orku og það má segja að heimsbyggðin hvetji samningamenn áfram í gegnum Eiffel-turninn. Hver færsla á Facebook og hvert tíst á Twitter ratar á hlið turnsins og um leið magnast geislarnir á toppi turnsins. Svo þjóðirnar sjái nú ljósið. Loftslagsmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Í rúmlega tvo áratugi hafa þjóðirnar tekist á um hvernig skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hnattrænni hlýnun. Á meðan hafa áhrif loftslagsbreytinga stigmagnast. Öfgar í veðráttu magnast, jöklar hopa og íshellur bráðna, sjávarstaða hækkar. Á þessum 20 árum losaði maðurinn meira af gróðurhúsalofttegundum en hann hafði gert yfir hundrað ára tímabil. Raunveruleg ógn loftslagsbreytinga hefur hreyft við þjóðarleiðtogum heimsins. Í París eru vísindin ekki til umræðu, heldur hvað þarf að gera til að vernda samfélag mannanna. Hundrað og áttatíu þjóðir hafa skoðun á því og hafa lagt fram sínar tillögur og markmið í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill þröskuldur var yfirstiginn í síðustu viku þegar hin formlega samninganefnd, sem starfað hefur í fjögur ár, birti drög nýs loftslagssamnings sem byggð eru á þessum tillögum. Þegar slík drög voru kynnt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009 voru þau um 300 blaðsíður. Parísardrögin eru tæpar 50 blaðsíður, sem þó eru yfirfullar af hornklofum, sem í einföldu máli þýða átakamál. Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands.Vísir/UNFCCCHugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, er minnugur átakanna í Kaupmannahöfn, en er sem fyrr vongóður um niðurstöðuna í París. „Maður skynjar andann að menn telja sig ekki geta komist upp með að það að ná ekki samkomulagi hérna,“ segir Hugi. „Það eru miklir hagsmunir í húfi og í raun er þetta pólitísk grettistak sem þarf að lyfta, menn þurfa að slá af kröfum á síðustu stundu. Það verður hart samið.“ Hugi segir áherslur Íslands vera að ná sterku samkomulagi með umgjörð um markmiðin svo þau verði enn öflugri með tímanum. Það er lykilatriði, enda eru samanlögð áhrif landsframlaganna fjarri því að tryggja komandi kynslóðum öruggt skjól.Eiffel turninn í París.Vísir/Kjartan Hreinn„Það sem skiptir svo miklu máli er að þetta er hnattrænt vandamál og það þarf hnattræna nálgun. Þess vegna skiptir það grundvallar máli að það sé alþjóðlegur samningur og skilningur á því að öll ríki þurfa að setja sér markmið og við þurfum sameiginlegt kerfi til að geta rýnt þessi markmið og ýtt á aukin metnað,“ segir Hugi. „En hinn raunverulegi árangur fer fram hjá einstökum ríkjum. Þar koma að atvinnulífið, félagasamtök, almenningur, borgir og annað. En með þetta í veganesti þá fá þessir aðilar skýr skilaboð.“ Ráðstefnusvæðið í París er risavaxið og verður næstu daga heimili fjörutíu þúsund ráðherra, samningamanna, umhverfisverndarsinna og blaðamanna. En það má í raun segja að loftslagsæði hafa gripið um sig um alla borgina. Það eru ekki bara samningamenn eins og Hugi sem eru fullir af orku fyrir viku samningagerða. Sjálf Parísarborg iðar af endurnýjanlegri orku og það má segja að heimsbyggðin hvetji samningamenn áfram í gegnum Eiffel-turninn. Hver færsla á Facebook og hvert tíst á Twitter ratar á hlið turnsins og um leið magnast geislarnir á toppi turnsins. Svo þjóðirnar sjái nú ljósið.
Loftslagsmál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent