Nína tók þátt í að vinna nýrri stefnu brautargengi Magnús Guðmundsson skrifar 8. desember 2015 11:30 Ólafur Ingi Jónsson, rit- og sýningarstjóri, fyrir framan eitt af verkum Nínu í Listasafni Íslands. Visir/Vilhelm Á sýningunni Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp, sem stendur yfir í Listasafni Íslands, er merkum listferli Nínu Tryggvadóttur gerð góð skil. Sýndur er fjöldi verka sem eru í eigu safnsins sem og lánsverk víða að auk þess sem Listasafnið hefur nú sent frá sér bók sem gefur yfirlit um líf og list Nínu. Ólafur Ingi Jónsson er annar sýningarstjóra, ásamt Birtu Guðjónsdóttur, og saman eru þau einnig ritstjórar bókarinnar um Nínu Tryggvadóttur. Ólafur Ingi segir að þó svo bókin komi út í tengslum við sýninguna sé þar engu að síður á ferðinni sjálfstætt og eigulegt verk um feril þessarar merku listakonu. „En bókin óneitanlega endurspeglar sýninguna og inntak hennar, sem er jú ferill Nínu.“ Ferill Nínu er merkilegur fyrir margra hluta sakir en meðal þess sem greinilega má sjá á sýningunni í yfirliti yfir verk hennar er þróunin frá hinum klassísku viðfangsefnum yfir í abstraktið. Ólafur Ingi segir að það sé komið talsvert inn á þetta í bókinni. „Það kemur til að mynda í ljós, ef maður afmarkar þann tíma sem Nína dvelur á Íslandi fram til loka árs 1952, eftir að hafa verið synjað um dvalarleyfi í Bandaríkjunum 1949 eftir stutta heimsókn til Íslands, hafi hún þegar verið byrjuð að vinna verk sín út frá samtíða hræringum á meðal listamanna í New York á upphafstíma listastefnu sem síðar er kennd við „abstract expressionisma“. Í „útlegðinni“ í Reykjavík frá manni sínum, heimili og félögum þróar hún þau áhrif með fjölbreyttum hætti og útfærslum, heldur einkasýningu rétt áður en hún flytur til Parísar í desember og verkin verða síðan undirstaðan að þeim verkum sem hún vinnur að þar næstu árin. Eitt afbrigði þeirra eru verk kennd við lýríska abstraktlist og er vatnslitamyndin „Abstrakt“ frá því um 1952 gott dæmi um slík verk. Annað dæmi er þróun málverka sem kenna má við borgarlandslagið og hvernig hún umbreytir því í abstraktform. Nína var ávallt í samtali við íslenska listamenn á þessu tímabili og áhrif þeirra má einnig sjá í verkum hennar. Ólafur segir að slá megi því föstu að Nína hafi á þessu tímabili verið á meðal listamanna sem ekki eru aðeins að vinna í listastefnu heldur að búa til stefnu. Það er í raun aðeins einn annar samtímalistamaður sem fer í gegnum þetta ferli að vera mótandi afl í nýrri stefnu og það vill þannig til að hann er líka kenndur við lýríska abstraktið seinna meir, en hann tók þátt í þróun Cobra-listarinnar og það er Svavar Guðnason. Þetta eru listamenn sem má sjá að eru að vinna nýrri stefnu brautargengi.“Abstrakt, vatnslitur 33 x 25,5 cm 1952. Ljóðrænt abstrakt eftir Nínu Tryggvadóttur. Unnin á Íslandi 1952.Ólafur Ingi segist ekki efast um að Nína Tryggvadóttir hafi haft mikil áhrif á íslenska listamenn og það í raun mjög snemma. „Í raun strax frá upphafi og það er hlutur sem er kannski ekki eins mikið viðurkenndur og hann ætti að vera. Hún hafði gríðarleg áhrif og 1955 sagði til að mynda Valtýr Pétursson í gagnrýni að hún væri þekktasti núlifandi íslenski listamaðurinn. Þetta tímabil sem ég nefndi áður er líka það sem hún er þekktust fyrir á alþjóðavettvangi. Þetta er það sem erlendir listamenn horfa til og sjá hana sem beinan þátttakanda í upphafi þessarar stefnu. Hún hafði vissulega sitt afbrigði, var hvorki bandarísk né frönsk, en vinnur þetta á sinn hátt. Hún sagði alltaf sjálf að hún væri undir áhrifum frá íslenskri náttúru og að hún væri undir áhrifum íslenskrar menningar. Hún hafði mótandi áhrif og hennar samtími mótaði hana.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á sýningunni Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp, sem stendur yfir í Listasafni Íslands, er merkum listferli Nínu Tryggvadóttur gerð góð skil. Sýndur er fjöldi verka sem eru í eigu safnsins sem og lánsverk víða að auk þess sem Listasafnið hefur nú sent frá sér bók sem gefur yfirlit um líf og list Nínu. Ólafur Ingi Jónsson er annar sýningarstjóra, ásamt Birtu Guðjónsdóttur, og saman eru þau einnig ritstjórar bókarinnar um Nínu Tryggvadóttur. Ólafur Ingi segir að þó svo bókin komi út í tengslum við sýninguna sé þar engu að síður á ferðinni sjálfstætt og eigulegt verk um feril þessarar merku listakonu. „En bókin óneitanlega endurspeglar sýninguna og inntak hennar, sem er jú ferill Nínu.“ Ferill Nínu er merkilegur fyrir margra hluta sakir en meðal þess sem greinilega má sjá á sýningunni í yfirliti yfir verk hennar er þróunin frá hinum klassísku viðfangsefnum yfir í abstraktið. Ólafur Ingi segir að það sé komið talsvert inn á þetta í bókinni. „Það kemur til að mynda í ljós, ef maður afmarkar þann tíma sem Nína dvelur á Íslandi fram til loka árs 1952, eftir að hafa verið synjað um dvalarleyfi í Bandaríkjunum 1949 eftir stutta heimsókn til Íslands, hafi hún þegar verið byrjuð að vinna verk sín út frá samtíða hræringum á meðal listamanna í New York á upphafstíma listastefnu sem síðar er kennd við „abstract expressionisma“. Í „útlegðinni“ í Reykjavík frá manni sínum, heimili og félögum þróar hún þau áhrif með fjölbreyttum hætti og útfærslum, heldur einkasýningu rétt áður en hún flytur til Parísar í desember og verkin verða síðan undirstaðan að þeim verkum sem hún vinnur að þar næstu árin. Eitt afbrigði þeirra eru verk kennd við lýríska abstraktlist og er vatnslitamyndin „Abstrakt“ frá því um 1952 gott dæmi um slík verk. Annað dæmi er þróun málverka sem kenna má við borgarlandslagið og hvernig hún umbreytir því í abstraktform. Nína var ávallt í samtali við íslenska listamenn á þessu tímabili og áhrif þeirra má einnig sjá í verkum hennar. Ólafur segir að slá megi því föstu að Nína hafi á þessu tímabili verið á meðal listamanna sem ekki eru aðeins að vinna í listastefnu heldur að búa til stefnu. Það er í raun aðeins einn annar samtímalistamaður sem fer í gegnum þetta ferli að vera mótandi afl í nýrri stefnu og það vill þannig til að hann er líka kenndur við lýríska abstraktið seinna meir, en hann tók þátt í þróun Cobra-listarinnar og það er Svavar Guðnason. Þetta eru listamenn sem má sjá að eru að vinna nýrri stefnu brautargengi.“Abstrakt, vatnslitur 33 x 25,5 cm 1952. Ljóðrænt abstrakt eftir Nínu Tryggvadóttur. Unnin á Íslandi 1952.Ólafur Ingi segist ekki efast um að Nína Tryggvadóttir hafi haft mikil áhrif á íslenska listamenn og það í raun mjög snemma. „Í raun strax frá upphafi og það er hlutur sem er kannski ekki eins mikið viðurkenndur og hann ætti að vera. Hún hafði gríðarleg áhrif og 1955 sagði til að mynda Valtýr Pétursson í gagnrýni að hún væri þekktasti núlifandi íslenski listamaðurinn. Þetta tímabil sem ég nefndi áður er líka það sem hún er þekktust fyrir á alþjóðavettvangi. Þetta er það sem erlendir listamenn horfa til og sjá hana sem beinan þátttakanda í upphafi þessarar stefnu. Hún hafði vissulega sitt afbrigði, var hvorki bandarísk né frönsk, en vinnur þetta á sinn hátt. Hún sagði alltaf sjálf að hún væri undir áhrifum frá íslenskri náttúru og að hún væri undir áhrifum íslenskrar menningar. Hún hafði mótandi áhrif og hennar samtími mótaði hana.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira