Manchester United tapaði í Þýskalandi og fer í Evrópudeildina | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 21:30 Chris Smalling gat ekki leynt vonbrigðum sínum, Vísir/AFP Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-2 tap á móti Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. United mun því keppa í Evrópudeildinni eftir áramót því liðið endaði í þriðja sætinu í sínum riðli. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en var komið undir í hálfleik. United náði að jafna metin á sjálfsmarki en Þjóðverjarnir tryggðu sér sigur, sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum. Wolfsburg fer áfram ásamt hollenska liðinu PSV Eindhoven sem vann CSKA Moskvu á sama tíma 2-1. Wolfsburg fékk dauðafæri strax eftir fjórar mínútur þegar André Schürrle slapp í teiginn en skot hans fór yfir. Manchester United slapp með skrekkinn þar og Anthony Martial kom enska liðinu síðan í 1-0 sex mínútum síðar eftir að hafa fengið stungusendingu frá Juan Mata. Manchester United var þó aðeins yfir í þrjár mínútur því miðvörðurinn Naldo jafnaði á 13. mínútu með laglegu viðstöðulausu skoti eftir aukaspyrnu. Wolfsburg-menn sundurspiluðu síðan vörn Manchester United á 29. mínútu en frábær sókn endaði með því að Julian Draxler gaf á Vieirinha sem sendi boltann í tómt markið. Julian Draxler fékk frábært færi til að komast þremur mörkum yfir á 39. mínútu en David de Gea varði vel frá honum. Jesse Lingard hélt að hann hefði jafnað metin á 45. mínútu þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómaratríóið tók sinn tíma en ákvað síðan að rangstæður Juan Mata hefði truflað sjónsvið markvarðarins. Manchester United jafnaði á 82. mínútu á sjálfsmarki Josuha Guilavogui en það tók Þjóðverjana aðeins tvær mínútur að komast aftur yfir. Naldo skoraði sigurmarkið og var þetta hans annað mark í leiknum.Anthony Martial kemur United yfir Naldo jafnar fyrir Wolfsburg Vieirinha kom Wolfsburg í 2-1 Markið sem var dæmt af Manchester United Manchester United jafnar með sjálfsmarki Naldo skorar sigurmark Wolfsburg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Leicester City - Manchester United | Stríðir Nistelrooy sínu gamla félagi? Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Sjá meira
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-2 tap á móti Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. United mun því keppa í Evrópudeildinni eftir áramót því liðið endaði í þriðja sætinu í sínum riðli. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en var komið undir í hálfleik. United náði að jafna metin á sjálfsmarki en Þjóðverjarnir tryggðu sér sigur, sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum. Wolfsburg fer áfram ásamt hollenska liðinu PSV Eindhoven sem vann CSKA Moskvu á sama tíma 2-1. Wolfsburg fékk dauðafæri strax eftir fjórar mínútur þegar André Schürrle slapp í teiginn en skot hans fór yfir. Manchester United slapp með skrekkinn þar og Anthony Martial kom enska liðinu síðan í 1-0 sex mínútum síðar eftir að hafa fengið stungusendingu frá Juan Mata. Manchester United var þó aðeins yfir í þrjár mínútur því miðvörðurinn Naldo jafnaði á 13. mínútu með laglegu viðstöðulausu skoti eftir aukaspyrnu. Wolfsburg-menn sundurspiluðu síðan vörn Manchester United á 29. mínútu en frábær sókn endaði með því að Julian Draxler gaf á Vieirinha sem sendi boltann í tómt markið. Julian Draxler fékk frábært færi til að komast þremur mörkum yfir á 39. mínútu en David de Gea varði vel frá honum. Jesse Lingard hélt að hann hefði jafnað metin á 45. mínútu þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómaratríóið tók sinn tíma en ákvað síðan að rangstæður Juan Mata hefði truflað sjónsvið markvarðarins. Manchester United jafnaði á 82. mínútu á sjálfsmarki Josuha Guilavogui en það tók Þjóðverjana aðeins tvær mínútur að komast aftur yfir. Naldo skoraði sigurmarkið og var þetta hans annað mark í leiknum.Anthony Martial kemur United yfir Naldo jafnar fyrir Wolfsburg Vieirinha kom Wolfsburg í 2-1 Markið sem var dæmt af Manchester United Manchester United jafnar með sjálfsmarki Naldo skorar sigurmark Wolfsburg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Leicester City - Manchester United | Stríðir Nistelrooy sínu gamla félagi? Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Sjá meira