Lífið

Adele slær 24 ára met með plötunni 25

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Getty

Breska söngkonan Adele seldi 3,38 milljónir eintaka af plötu sinni „25“ á fyrstu viku útgáfu hennar. Það gerir plötuna að mest seldu plötunni árið 2015, og er í fyrsta sinn sem plata selst í yfir þremur milljónum eintaka á fyrstu vikunni, frá því að mælingar á vegum Nielsen Music hófust árið 1991.

Adele er því lang söluhæst. Henni tókst á þessari einu viku að slá út hinni vinsælu Taylor Swift, sem hefur á þessu ári selt alls 1,76 milljónir eintaka – og skipar þar með annað sætið á vinsældarlistanum.

Adele hefur slegið hvert sölumetið á fætur öðru, en á fyrstu þremur dögum vikunnar sló hún met bandarísku sveitarinnar N‘Sync frá árinu 2000.

Hún gaf síðast út plötu árið 2011, „21“ en hún seldist í þrjátíu milljónum eintaka.


Tengdar fréttir

Adele að slá sölumet

Talið er að yfir 2,5 milljón eintaka af nýju plötu Adele muni seljast í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.