Veltir fyrir sér fallegum hlutum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 09:00 Guðmundur, Örn, Helgi, Atli og Tómas eru í rífandi stuði. Vísir/AntonBrink „Það er búið að standa til lengi að koma með frumsamið efni á heilli plötu en svo var bara svo margt annað sem knúði á,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson sem sendi á dögunum frá sér plötuna Veröldin er ný. Talsvert langt er síðan Helgi sendi síðast frá sér plötu með frumsömdu efni en hann segist hafa ákveðið að sig langaði til þess að syngja lög eftir aðra og með því takast á við aðrar áskoranir en hann var vanur sem söngvari. Nú er komið að því að koma eigin efni frá sér. „Það er alltaf rosalega gaman, það hefur miklu meiri vigt hjá manni. Það er stærri tjáning og maður kafar aðeins dýpra og reynir að segja eitthvað sem manni finnst skipta máli þó að það séu ekki endilega einhverjir heims- eða heimapólitískir hlutir,“ segir hann og bætir við að á plötunni velti hann aðallega fyrir sér fallegum hlutum. „Ég horfði til baka og fór í minningabankann og skoðaði hvernig tíminn fer með mann stundum, og svo líka svona rómantík og er aðallega að velta fyrir mér fallegum hlutum,“ segir hann og bætir hress við: „Svo varð ég náttúrulega að taka einn svona rokkara með. Það varð að vera einn svoleiðis með.“ Texta við lög sín hefur Helgi yfirleitt samið einn en fékk til liðs við sig Atla Bollason og segir hann það hafa verið skemmtilega nýbreytni og að hann hafi haft gaman af samtalinu. „Það er svona eins og stórmeistararnir hafa gert í gegnum tíðina, Lennon og McCartney og svo framvegis og framvegis endalaust.“ Í tilefni af útgáfu plötunnar verður efnt til útgáfutónleika þar sem þeir Magnús Trygvason Eliassen, Guðmundur Óskar, Örn Eldjárn, Tómas Jónsson og Samúel J. Samúelsson ásamt blásarasveit leika með Helga. Staðsetningu tónleikanna verður haldið leyndri til hádegis sjálfan tónleikadaginn. „Þetta var ákveðið með mjög stuttum fyrirvara þannig við ákváðum að sveipa þetta svolítilli dulúð,“ segir Helgi dularfullur og bætir við: „Það hefur alltaf verið smá svona stríðni í mér, mér finnst það skemmtilegt element svo lengi sem fólk finnur ekki fyrir því á neikvæðan hátt andlega eða líkamlega.“ Hann gefur þó upp að tónleikarnir verði haldnir einhvers staðar í 101 Reykjavík og fara þeir fram næstkomandi fimmtudag og hefjast klukkan 21.00 og er hægt að nálgast miða á Midi.is.Helgi flutti lagið eitt laga plötunnar, Ég fer á Land Rover frá Mývatni til Kópaskers, ásamt hljómsveit sinni á Hlustendaverðlaununum fyrr í ár. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan. Menning Tónlist Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Það er búið að standa til lengi að koma með frumsamið efni á heilli plötu en svo var bara svo margt annað sem knúði á,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson sem sendi á dögunum frá sér plötuna Veröldin er ný. Talsvert langt er síðan Helgi sendi síðast frá sér plötu með frumsömdu efni en hann segist hafa ákveðið að sig langaði til þess að syngja lög eftir aðra og með því takast á við aðrar áskoranir en hann var vanur sem söngvari. Nú er komið að því að koma eigin efni frá sér. „Það er alltaf rosalega gaman, það hefur miklu meiri vigt hjá manni. Það er stærri tjáning og maður kafar aðeins dýpra og reynir að segja eitthvað sem manni finnst skipta máli þó að það séu ekki endilega einhverjir heims- eða heimapólitískir hlutir,“ segir hann og bætir við að á plötunni velti hann aðallega fyrir sér fallegum hlutum. „Ég horfði til baka og fór í minningabankann og skoðaði hvernig tíminn fer með mann stundum, og svo líka svona rómantík og er aðallega að velta fyrir mér fallegum hlutum,“ segir hann og bætir hress við: „Svo varð ég náttúrulega að taka einn svona rokkara með. Það varð að vera einn svoleiðis með.“ Texta við lög sín hefur Helgi yfirleitt samið einn en fékk til liðs við sig Atla Bollason og segir hann það hafa verið skemmtilega nýbreytni og að hann hafi haft gaman af samtalinu. „Það er svona eins og stórmeistararnir hafa gert í gegnum tíðina, Lennon og McCartney og svo framvegis og framvegis endalaust.“ Í tilefni af útgáfu plötunnar verður efnt til útgáfutónleika þar sem þeir Magnús Trygvason Eliassen, Guðmundur Óskar, Örn Eldjárn, Tómas Jónsson og Samúel J. Samúelsson ásamt blásarasveit leika með Helga. Staðsetningu tónleikanna verður haldið leyndri til hádegis sjálfan tónleikadaginn. „Þetta var ákveðið með mjög stuttum fyrirvara þannig við ákváðum að sveipa þetta svolítilli dulúð,“ segir Helgi dularfullur og bætir við: „Það hefur alltaf verið smá svona stríðni í mér, mér finnst það skemmtilegt element svo lengi sem fólk finnur ekki fyrir því á neikvæðan hátt andlega eða líkamlega.“ Hann gefur þó upp að tónleikarnir verði haldnir einhvers staðar í 101 Reykjavík og fara þeir fram næstkomandi fimmtudag og hefjast klukkan 21.00 og er hægt að nálgast miða á Midi.is.Helgi flutti lagið eitt laga plötunnar, Ég fer á Land Rover frá Mývatni til Kópaskers, ásamt hljómsveit sinni á Hlustendaverðlaununum fyrr í ár. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan.
Menning Tónlist Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira