Nýtt myndband frá PSY: Ætlar sér að koma útvíðum buxum aftur á kortið Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 19:50 Hinn suður-kóreski PSY fer sem fyrr mikinn í myndböndum sínum. Útvíðar buxur, furðuleg galdrabrögð með plastsverðum og tunnur munu öll njóta umtalsverðra vinsælda ef nýjasta myndband PSY fer á flug. Lagið heitir 나팔바지(NAPAL BAJI) sem samkvæmt Google Translate þýðir „Trompetbuxur.“ Hvort það vísi til útvíðu buxnanna sem sá suður-kóreski skartar í myndbandinu skal ósagt látið. Þó er alls ekki ólíklegt að landar hans muni nú klæðast þeim í auknum mæli en allt sem popparinn hefur látið frá sér í gegnum tíðinna hefur notið ómældra vinsælda. Ekki þarf að líta lengra en til fyrsta ofursmells PSY, Gangnam style, sem er það myndband sem hefur fengið flest áhorf í sögu internetsins. Lagið er sagt vera gagnrýni á neysluhyggjuna í suður-kóresku samfélagi og er Gangnam vísun í samnefnt hverfi í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Trompetbuxurnar rötuðu á vefinn í dag og ekki er útilokað að í þeim sé hápólitískur undirtónn. Það verður þó ekki fullyrt að svo stöddu – einfaldlega vegna lakrar suður-kóresku blaðamanns. Myndbandið við lagið má þó sjá hér að neðan en það hefur fengið um 180 þúsund áhorf það sem af er degi. Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Útvíðar buxur, furðuleg galdrabrögð með plastsverðum og tunnur munu öll njóta umtalsverðra vinsælda ef nýjasta myndband PSY fer á flug. Lagið heitir 나팔바지(NAPAL BAJI) sem samkvæmt Google Translate þýðir „Trompetbuxur.“ Hvort það vísi til útvíðu buxnanna sem sá suður-kóreski skartar í myndbandinu skal ósagt látið. Þó er alls ekki ólíklegt að landar hans muni nú klæðast þeim í auknum mæli en allt sem popparinn hefur látið frá sér í gegnum tíðinna hefur notið ómældra vinsælda. Ekki þarf að líta lengra en til fyrsta ofursmells PSY, Gangnam style, sem er það myndband sem hefur fengið flest áhorf í sögu internetsins. Lagið er sagt vera gagnrýni á neysluhyggjuna í suður-kóresku samfélagi og er Gangnam vísun í samnefnt hverfi í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Trompetbuxurnar rötuðu á vefinn í dag og ekki er útilokað að í þeim sé hápólitískur undirtónn. Það verður þó ekki fullyrt að svo stöddu – einfaldlega vegna lakrar suður-kóresku blaðamanns. Myndbandið við lagið má þó sjá hér að neðan en það hefur fengið um 180 þúsund áhorf það sem af er degi.
Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira