Samtökin Lucify hafa birt eftirfarandi kort sem sýnir flæði flóttamanna til Evrópu. Hver punktur táknar 25 manns og ef glöggt er að gáð má sjá að einn og einn punktur fer til Íslands en tímabilið sem kortið spannar er frá 1. janúar 2012 til 30. október í ár.
Samtökin byggja kortið á tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Til þess að setja þessar tölur í samhengi má nefna að þeir 700.000 flóttamenn sem koma frá Sýrlandi gætu fyllt tíu knattspyrnuvelli.
Flestir þeirra sem reyna að komast til Evrópu ná þó ekki alla leið. Um fjórar milljónir flóttamanna hafast við í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu svo dæmi séu tekin en með þeim væri hægt að fylla 61 knattspyrnuvöll.