Eina málið að vinna titla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 06:00 Matthías ætlar sér að fara með íslenska landsliðinu á EM. vísir/getty „Það er nú ekki leiðinlegt að fá að prófa þetta hér líka. Ég varð tvisvar bikarmeistari með FH á Íslandi og ekki var þetta síðra,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður Rosenborg, sem varð um helgina bikarmeistari með liði sínu eftir sigur 2-0 sigur á Sarpsborg 08 í úrslitunum. Rosenborg varð sömuleiðis Noregsmeistari með talsverðum yfirburðum í sumar. Það var 23. meistaratitill félagsins en sá fyrsti í fimm ár og því kærkominn. Matthías gekk í raðir Rosenborg í lok júlí eftir að hafa verið á mála hjá Start í þrjú og hálft ár. Hjá Start var hann í stóru hlutverki en eins og gefur að skilja fékk hann mun meiri samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu hjá Rosenborg.Eigna mér sæti á næsta ári „Ég fékk að spila nokkuð mikið fyrstu vikurnar en síðan komu margir leikmenn til baka úr meiðslum. Það er lítið hægt að segja þegar hinn framherjinn er langmarkahæsti maður deildarinnar,“ segir Matthías. „En það var fínt að byrja á þessu. Markmiðið hjá mér er svo að eigna mér sæti í liðinu á næsta ári.“ Matthías var nýlega verðlaunaður fyrir mark ársins en það gerði hann í leik með Start. Alls skoraði hann níu mörk í norsku úrvalsdeildinni í ár, þar af tvö með Rosenborg. Hann segir að hann hafi beðið nokkuð lengi eftir því að taka næsta skref á ferlinum eftir dvölina hjá Start og því hafi verið kærkomið að fara til Rosenborg. „Þetta er svipað og þegar ég fór í FH,“ segir hann en Matthías var sautján ára þegar hann fór úr BÍ frá Ísafirði og gekk til liðs við Hafnarfjarðarfélagið, þar sem hann varð margfaldur Íslandsmeistari. „Hér er mikil samkeppni um stöður, æfingar eru mun betri og það eina sem skiptir máli er að vinna titla.“Greinilega ekki nógu góður Matthías er 27 ára og hefur ekki fengið tækifæri með íslenska landsliðinu í mótsleik síðan Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa valið hann reglulega í vináttulandsleiki og Matthías á möguleika á að fá kallið þegar Ísland fer í æfingaferð til Abú Dabí í janúar og leikur þar tvo vináttulandsleiki. Matthías gengst við því að það hafi vissulega verið honum vonbrigði að fá ekki fleiri tækifæri með landsliðinu en hann stefnir engu að síður ótrauður að því að komast í EM-hópinn fyrir næsta sumar. „Fyrst ég er ekki í hópnum þá er ég greinilega ekki nógu góður og verð að leggja meira á mig,“ segir hann. „Það er lítið annað fyrir mig að gera. Liðið hefur staðið sig frábærlega og Lars og Heimir vita alveg hvað þeir eru að gera. En það er langt í mót og það getur margt gerst á þeim tíma. Þetta er fyrst og síðast undir sjálfum mér komið.“ Matthías var síðast með Íslandi í leikjunum gegn Kanada í upphafi árs sem fóru báðir fram í Flórída. „Þá skoraði ég og fiskaði víti þannig að ég tel að ég hafi nýtt mín tækifæri ágætlega. En þetta snýst líka um svo margt annað,“ segir Matthías. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
„Það er nú ekki leiðinlegt að fá að prófa þetta hér líka. Ég varð tvisvar bikarmeistari með FH á Íslandi og ekki var þetta síðra,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður Rosenborg, sem varð um helgina bikarmeistari með liði sínu eftir sigur 2-0 sigur á Sarpsborg 08 í úrslitunum. Rosenborg varð sömuleiðis Noregsmeistari með talsverðum yfirburðum í sumar. Það var 23. meistaratitill félagsins en sá fyrsti í fimm ár og því kærkominn. Matthías gekk í raðir Rosenborg í lok júlí eftir að hafa verið á mála hjá Start í þrjú og hálft ár. Hjá Start var hann í stóru hlutverki en eins og gefur að skilja fékk hann mun meiri samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu hjá Rosenborg.Eigna mér sæti á næsta ári „Ég fékk að spila nokkuð mikið fyrstu vikurnar en síðan komu margir leikmenn til baka úr meiðslum. Það er lítið hægt að segja þegar hinn framherjinn er langmarkahæsti maður deildarinnar,“ segir Matthías. „En það var fínt að byrja á þessu. Markmiðið hjá mér er svo að eigna mér sæti í liðinu á næsta ári.“ Matthías var nýlega verðlaunaður fyrir mark ársins en það gerði hann í leik með Start. Alls skoraði hann níu mörk í norsku úrvalsdeildinni í ár, þar af tvö með Rosenborg. Hann segir að hann hafi beðið nokkuð lengi eftir því að taka næsta skref á ferlinum eftir dvölina hjá Start og því hafi verið kærkomið að fara til Rosenborg. „Þetta er svipað og þegar ég fór í FH,“ segir hann en Matthías var sautján ára þegar hann fór úr BÍ frá Ísafirði og gekk til liðs við Hafnarfjarðarfélagið, þar sem hann varð margfaldur Íslandsmeistari. „Hér er mikil samkeppni um stöður, æfingar eru mun betri og það eina sem skiptir máli er að vinna titla.“Greinilega ekki nógu góður Matthías er 27 ára og hefur ekki fengið tækifæri með íslenska landsliðinu í mótsleik síðan Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa valið hann reglulega í vináttulandsleiki og Matthías á möguleika á að fá kallið þegar Ísland fer í æfingaferð til Abú Dabí í janúar og leikur þar tvo vináttulandsleiki. Matthías gengst við því að það hafi vissulega verið honum vonbrigði að fá ekki fleiri tækifæri með landsliðinu en hann stefnir engu að síður ótrauður að því að komast í EM-hópinn fyrir næsta sumar. „Fyrst ég er ekki í hópnum þá er ég greinilega ekki nógu góður og verð að leggja meira á mig,“ segir hann. „Það er lítið annað fyrir mig að gera. Liðið hefur staðið sig frábærlega og Lars og Heimir vita alveg hvað þeir eru að gera. En það er langt í mót og það getur margt gerst á þeim tíma. Þetta er fyrst og síðast undir sjálfum mér komið.“ Matthías var síðast með Íslandi í leikjunum gegn Kanada í upphafi árs sem fóru báðir fram í Flórída. „Þá skoraði ég og fiskaði víti þannig að ég tel að ég hafi nýtt mín tækifæri ágætlega. En þetta snýst líka um svo margt annað,“ segir Matthías.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó