Það verður smá gaul í kvöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:45 „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur,“ segir Ólafur Kjartan. Vísir/Ernir Ef maður getur sungið Rigoletto sem missir alltaf dóttur sína á hverri einustu sýningu þá á maður að komast í gegnum þetta,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón um ljóðaflokkinn Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler sem hann syngur í kvöld með sinfóníunni. Það eru fimm ljóð sem fjalla um dauða barna. Hann segir flutninginn krefjandi. „En þetta eru ljúfsár ljóð og áhrifamikil tónlist sem gaman er að fást við þó efnið sé ekkert léttmeti.“ Ólafur Kjartan býr í Saarbrücken í Þýskalandi, rétt við landamæri Frakklands og Þýskalands, þar sem hann hefur verið með samning við óperuna síðan 2008. „Ég er enn með annan fótinn við óperuhúsið í Saarbrücken, syng þar tvær uppsetningar á ári þannig að við höldum enn heimili þar í útjaðri borgarinnar sem er okkar fasti punktur.“ Hann kveðst hafa átt annríkt undanfarin ár og vera þéttbókaður til 2018. „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur. Þó eru alltaf smá göt í dagskránni og stundum detta atriði út því það gerast alls konar hlutir í þessum bilaða bransa. Það var til dæmis að detta út ferð til Mexíkó sem ég átti að fara í á mánudaginn að syngja í tveimur sýningum á Carmen. Maður lendir í alls konar vitleysu. En það verður smá gaul í kvöld.“ Það er vikustopp hjá söngvaranum á landinu. „Við hjónin komum heim um síðustu helgi ásamt sextán ára dóttur okkar og barnabarni og förum þrjú út á sunnudag, litli guttinn verður skilinn eftir hjá mömmu og pabba. Tvö eldri börnin okkar búa hér. Sonurinn er söngvari en lætur það ekki duga heldur er á öðru ári í lögfræði í háskólanum. Hann vildi læra fleiri lög! Eldri dóttir okkar er í Háskóla Íslands í viðskiptafræði, það var eitthvað sem togaði þessi blessuð börn heim til Íslands.“ Foreldrar Ólafs Kjartans, Ásgerður Ólafsdóttir og Sigurður Rúnar Jónsson, hafa búið í Saarbrücken í rúm þrjú ár. „Við búum í gamalli lestarstöð langt úti í skógi og pabbi og mamma eru á jarðhæðinni,“ segir Ólafur Kjartan. „Við höfum það ágætt saman í sveitinni.“ Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ef maður getur sungið Rigoletto sem missir alltaf dóttur sína á hverri einustu sýningu þá á maður að komast í gegnum þetta,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón um ljóðaflokkinn Kindertotenlieder eftir Gustav Mahler sem hann syngur í kvöld með sinfóníunni. Það eru fimm ljóð sem fjalla um dauða barna. Hann segir flutninginn krefjandi. „En þetta eru ljúfsár ljóð og áhrifamikil tónlist sem gaman er að fást við þó efnið sé ekkert léttmeti.“ Ólafur Kjartan býr í Saarbrücken í Þýskalandi, rétt við landamæri Frakklands og Þýskalands, þar sem hann hefur verið með samning við óperuna síðan 2008. „Ég er enn með annan fótinn við óperuhúsið í Saarbrücken, syng þar tvær uppsetningar á ári þannig að við höldum enn heimili þar í útjaðri borgarinnar sem er okkar fasti punktur.“ Hann kveðst hafa átt annríkt undanfarin ár og vera þéttbókaður til 2018. „Ég er á ágætis siglingu og er bara mjög sáttur. Þó eru alltaf smá göt í dagskránni og stundum detta atriði út því það gerast alls konar hlutir í þessum bilaða bransa. Það var til dæmis að detta út ferð til Mexíkó sem ég átti að fara í á mánudaginn að syngja í tveimur sýningum á Carmen. Maður lendir í alls konar vitleysu. En það verður smá gaul í kvöld.“ Það er vikustopp hjá söngvaranum á landinu. „Við hjónin komum heim um síðustu helgi ásamt sextán ára dóttur okkar og barnabarni og förum þrjú út á sunnudag, litli guttinn verður skilinn eftir hjá mömmu og pabba. Tvö eldri börnin okkar búa hér. Sonurinn er söngvari en lætur það ekki duga heldur er á öðru ári í lögfræði í háskólanum. Hann vildi læra fleiri lög! Eldri dóttir okkar er í Háskóla Íslands í viðskiptafræði, það var eitthvað sem togaði þessi blessuð börn heim til Íslands.“ Foreldrar Ólafs Kjartans, Ásgerður Ólafsdóttir og Sigurður Rúnar Jónsson, hafa búið í Saarbrücken í rúm þrjú ár. „Við búum í gamalli lestarstöð langt úti í skógi og pabbi og mamma eru á jarðhæðinni,“ segir Ólafur Kjartan. „Við höfum það ágætt saman í sveitinni.“
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira