Jólasöngvar, rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur Magnús Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2015 10:16 Langholtskirkjukórinn æfir stíft um þessar mundir fyrir hina árlegu Jólasöngva. Áratuga löng hefð er fyrir Jólasöngvum í Langholtskirkju og eiga fjölmargir sér þá hefð að leggja leið sína í kirkjuna rétt fyrir jól þar sem kórar kirkjunnar syngja inn anda hátíðanna. Um áratugaskeið hefur einstaklega öflugt tónlistarstarf innan Langholtskirkju verið leitt af Jóni Stefánssyni organista og kórstjóra en Jón glímir um þessar mundir við alvarleg veikindi. Árni Harðarson, skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs, hefur tekið að sér að hlaupa í skarðið þessi jólin. Árni segir að allir þeir kórar sem Jón hafi verið að vinna með svo frábært starf á liðnum árum komi saman á þessum tónleikum, auk einsöngvara og hljóðfæraleikara svo þetta er heilmikið verk. „En það er alltaf mikil gleði og hátíðleiki yfir þessum tónleikum ár hvert. Einsöngvararnir sem verða með okkur að þessu sinni eru þau Benedikt Kristjánsson, Andri Björn Róbertsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og að auki þá er Kolbrún Völkudóttir einsöngvari á táknmáli og ég held að við séum með einu jólatónleikana sem bjóða upp á slíka viðbót. Allir textar eru þýddir yfir á táknmál og þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði í nokkur ár og mælst ákaflega vel fyrir, enda bætir þetta nýrri vídd við upplifunina.“ Árni Harðarson stjórnar Jólasöngvum Langholtskirkju í ár. Visir/Stefán Árni segir að hann sé í raun rétt að byrja að koma að þessu verkefni núna en auðvitað hafi kórarnir verið að vinna mikið að undanförnu. „Ég kem á þessum síðustu metrum til þess að samhæfa, klára að æfa prógrammið og stýra svo öllu saman. Þetta er mikið og flott starf sem er unnið þarna í kirkjunni og Jón hefur verið lífið og sálin í því. Hugur okkar allra er hjá Jóni um þessar mundir og ég er glaður að geta tekið þetta að mér fyrir hann. Jón er einn af okkar allra bestu kórstjórum og búinn að byggja upp tónlistarstarfið innan Langholtskirkju í yfir fimmtíu ár. Dagskráin er alltaf hefðbundin á þessum tónleikum, þar sem ákveðinn kjarni af dagskránni er á hverju ári, en svo kemur alltaf eitthvað nýtt í bland. Við erum með bæði íslensk og útlensk jólalög og dagskráin verður mjög fjölbreytt og hátíðleg.“ Mikill jólaandi ríkir á tónleikunum og geta fjölmargir gesta vart hugsað sér upphaf jólahátíðarinnar án þess að mæta á Jólasöngva svo það er um að gera fyrir fólk að fara að huga að því að tryggja sér miða. Í ár verða tónleikarnir þrennir, dagana 18.-20. desember. Þetta verða þrítugustu og áttundu Jólasöngvarnir við kertaljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Áratuga löng hefð er fyrir Jólasöngvum í Langholtskirkju og eiga fjölmargir sér þá hefð að leggja leið sína í kirkjuna rétt fyrir jól þar sem kórar kirkjunnar syngja inn anda hátíðanna. Um áratugaskeið hefur einstaklega öflugt tónlistarstarf innan Langholtskirkju verið leitt af Jóni Stefánssyni organista og kórstjóra en Jón glímir um þessar mundir við alvarleg veikindi. Árni Harðarson, skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs, hefur tekið að sér að hlaupa í skarðið þessi jólin. Árni segir að allir þeir kórar sem Jón hafi verið að vinna með svo frábært starf á liðnum árum komi saman á þessum tónleikum, auk einsöngvara og hljóðfæraleikara svo þetta er heilmikið verk. „En það er alltaf mikil gleði og hátíðleiki yfir þessum tónleikum ár hvert. Einsöngvararnir sem verða með okkur að þessu sinni eru þau Benedikt Kristjánsson, Andri Björn Róbertsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og að auki þá er Kolbrún Völkudóttir einsöngvari á táknmáli og ég held að við séum með einu jólatónleikana sem bjóða upp á slíka viðbót. Allir textar eru þýddir yfir á táknmál og þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði í nokkur ár og mælst ákaflega vel fyrir, enda bætir þetta nýrri vídd við upplifunina.“ Árni Harðarson stjórnar Jólasöngvum Langholtskirkju í ár. Visir/Stefán Árni segir að hann sé í raun rétt að byrja að koma að þessu verkefni núna en auðvitað hafi kórarnir verið að vinna mikið að undanförnu. „Ég kem á þessum síðustu metrum til þess að samhæfa, klára að æfa prógrammið og stýra svo öllu saman. Þetta er mikið og flott starf sem er unnið þarna í kirkjunni og Jón hefur verið lífið og sálin í því. Hugur okkar allra er hjá Jóni um þessar mundir og ég er glaður að geta tekið þetta að mér fyrir hann. Jón er einn af okkar allra bestu kórstjórum og búinn að byggja upp tónlistarstarfið innan Langholtskirkju í yfir fimmtíu ár. Dagskráin er alltaf hefðbundin á þessum tónleikum, þar sem ákveðinn kjarni af dagskránni er á hverju ári, en svo kemur alltaf eitthvað nýtt í bland. Við erum með bæði íslensk og útlensk jólalög og dagskráin verður mjög fjölbreytt og hátíðleg.“ Mikill jólaandi ríkir á tónleikunum og geta fjölmargir gesta vart hugsað sér upphaf jólahátíðarinnar án þess að mæta á Jólasöngva svo það er um að gera fyrir fólk að fara að huga að því að tryggja sér miða. Í ár verða tónleikarnir þrennir, dagana 18.-20. desember. Þetta verða þrítugustu og áttundu Jólasöngvarnir við kertaljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira