Ég var alveg að tapa mér í nördaskapnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 11:30 „Mér finnst tónmeistarastarfið rosalega spennandi og er ánægð að finna fag þar sem sú kunnátta nýtist sem ég hef sankað að mér,“ segir Ragnheiður. Mynd/Úr einkasafni „Það er auðvitað rosa spennandi og stórt tækifæri að fá tónmeistarastarf við svo merka hljómsveit sem Copenhagen Phil. er. Við erum tvö sem munum taka við því embætti, ég og strákur á fjórða ári við skólann, og erum í læri hjá núverandi tónmeistara sem horfir fram á starfslok vegna aldurs,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er tónmeistaranemandi á öðru ári af fimm við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Ragnheiður er ekkert bangin við að binda sig áfram í borginni við sundið. „Ég er eiginlega föst hvort sem er í Kaupmannahöfn næstu ár vegna námsins og svo er ég í kirkjusöng líka í Frederiksborg Slotskirke í Hillerød sem er rétt norðan við Kaupmannahöfn.“ Starfið við fílharmóníuna er ekki full staða eins og er, að sögn Ragnheiðar. „Lífið hjá tónmeisturum er þannig að þeir eru á fartinni að vinna með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum, sólóistum og plötuútgáfum, nema þeir séu ráðnir við útvarpsstöðvar, þá eru þeir yfirleitt þar í fullu starfi.“ Ragnheiður segir lærdóminn skiptast nokkuð jafnt milli tækni og tónlistar. „Við fáum sömu menntun og hljóðfæraleikarar, lærum öll aukafögin með þeim, útsetningar, tónheyrn og tónfræði á háu stigi. Við tónmeistarar eigum að geta setið með nótur og heyrt ef þriðja horn er að spila vitlausan tón og þannig stýrt upptökum með eyrunum. Svolítið líkt hljómsveitarstjóra nema tónmeistarinn er á bak við og ekki sjáanlegur. Mér finnst tónmeistarastarfið rosalega spennandi og er ánægð að finna fag þar sem sú kunnátta nýtist sem ég hef sankað að mér.“ Bakgrunnur Ragnheiðar í tónlist er býsna breiður. Hún lærði á víólu á Akureyri og í Listaháskólanum og var í konservatoríinu í Amsterdam í þrjú ár en hætti í því námi. „Mér fannst of þröngt svið að vera að spila á eitt hljóðfæri allan daginn,“ útskýrir hún. „En ég spilaði mikið í hljómsveit þegar ég var að læra á víóluna og það er mikill plús í þessu starfi sem ég er að stefna í núna.“ Eftir Amsterdamdvölina kveðst hún hafa hellt sér í tónlistarfræði við Kaupmannahafnarháskóla og lokið BA- gráðu í henni. „Í tónlistarfræðinni er maður að skrifa um tónlist en ég fór að sakna þess að vera með í að gera tónlist því ég hef mikla þörf fyrir það,“ segir þessi athafnasama unga kona. Í Kaupmannahöfn sótti Ragnheiður einkatíma í söng og kórsöngur hefur líka verið stór þáttur í lífi hennar. Hún kveðst hafa verið í barna- og unglingakórum framan af, í Dómkórnum einn vetur, í kór Menntaskólans á Akureyri í tvö ár og Kór Listaháskólans önnur tvö. Var hún sem sagt í Menntaskólanum á Akureyri? „Já, ég tók stúdentinn þar utan skóla með Listaháskólanum þar sem ég var að læra á víóluna. Æfði reyndar á píanó líka um tíma fyrir norðan. Ég var alveg að tapa mér í nördaskapnum,“ segir hún og hlær. Foreldrar Ragnheiðar eru Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Jón Árnason og þó að henni þyki gaman að búa í Kaupmannahöfn gæti hún hugsað sér að vera meira heima á Íslandi með annan fótinn. Hvernig líða svo dagarnir núna? „Ég er á hverjum degi eitthvað í skólanum og oft á kvöldin við upptökur. Stundum sæki ég líka tónleika mér til skemmtunar. Lífið snýst um tónleika.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það er auðvitað rosa spennandi og stórt tækifæri að fá tónmeistarastarf við svo merka hljómsveit sem Copenhagen Phil. er. Við erum tvö sem munum taka við því embætti, ég og strákur á fjórða ári við skólann, og erum í læri hjá núverandi tónmeistara sem horfir fram á starfslok vegna aldurs,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er tónmeistaranemandi á öðru ári af fimm við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Ragnheiður er ekkert bangin við að binda sig áfram í borginni við sundið. „Ég er eiginlega föst hvort sem er í Kaupmannahöfn næstu ár vegna námsins og svo er ég í kirkjusöng líka í Frederiksborg Slotskirke í Hillerød sem er rétt norðan við Kaupmannahöfn.“ Starfið við fílharmóníuna er ekki full staða eins og er, að sögn Ragnheiðar. „Lífið hjá tónmeisturum er þannig að þeir eru á fartinni að vinna með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum, sólóistum og plötuútgáfum, nema þeir séu ráðnir við útvarpsstöðvar, þá eru þeir yfirleitt þar í fullu starfi.“ Ragnheiður segir lærdóminn skiptast nokkuð jafnt milli tækni og tónlistar. „Við fáum sömu menntun og hljóðfæraleikarar, lærum öll aukafögin með þeim, útsetningar, tónheyrn og tónfræði á háu stigi. Við tónmeistarar eigum að geta setið með nótur og heyrt ef þriðja horn er að spila vitlausan tón og þannig stýrt upptökum með eyrunum. Svolítið líkt hljómsveitarstjóra nema tónmeistarinn er á bak við og ekki sjáanlegur. Mér finnst tónmeistarastarfið rosalega spennandi og er ánægð að finna fag þar sem sú kunnátta nýtist sem ég hef sankað að mér.“ Bakgrunnur Ragnheiðar í tónlist er býsna breiður. Hún lærði á víólu á Akureyri og í Listaháskólanum og var í konservatoríinu í Amsterdam í þrjú ár en hætti í því námi. „Mér fannst of þröngt svið að vera að spila á eitt hljóðfæri allan daginn,“ útskýrir hún. „En ég spilaði mikið í hljómsveit þegar ég var að læra á víóluna og það er mikill plús í þessu starfi sem ég er að stefna í núna.“ Eftir Amsterdamdvölina kveðst hún hafa hellt sér í tónlistarfræði við Kaupmannahafnarháskóla og lokið BA- gráðu í henni. „Í tónlistarfræðinni er maður að skrifa um tónlist en ég fór að sakna þess að vera með í að gera tónlist því ég hef mikla þörf fyrir það,“ segir þessi athafnasama unga kona. Í Kaupmannahöfn sótti Ragnheiður einkatíma í söng og kórsöngur hefur líka verið stór þáttur í lífi hennar. Hún kveðst hafa verið í barna- og unglingakórum framan af, í Dómkórnum einn vetur, í kór Menntaskólans á Akureyri í tvö ár og Kór Listaháskólans önnur tvö. Var hún sem sagt í Menntaskólanum á Akureyri? „Já, ég tók stúdentinn þar utan skóla með Listaháskólanum þar sem ég var að læra á víóluna. Æfði reyndar á píanó líka um tíma fyrir norðan. Ég var alveg að tapa mér í nördaskapnum,“ segir hún og hlær. Foreldrar Ragnheiðar eru Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Jón Árnason og þó að henni þyki gaman að búa í Kaupmannahöfn gæti hún hugsað sér að vera meira heima á Íslandi með annan fótinn. Hvernig líða svo dagarnir núna? „Ég er á hverjum degi eitthvað í skólanum og oft á kvöldin við upptökur. Stundum sæki ég líka tónleika mér til skemmtunar. Lífið snýst um tónleika.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira