Við erum öll ólík og sérstök 27. nóvember 2015 11:00 „Það þarf því ekki að vera svo mikill áfellsidómur að eignast barn með einhverfu, lífið breytist bara,“ segir Rannveig Tryggvadóttir frá Styrktarfélagi barna með einhverfu, sem hér er með Benedikt Degi, sjö ára syni sínum. MYND/GVA KYNNING - Í dag, föstudag, og næstu fjóra föstudaga munu fimm krónur af hverjum seldum eldsneytislítra hjá Olís og ÓB renna til stuðnings nokkrum góðum málefnum. Verkefnið ber heitið Gefum & gleðjum og er Styrktarfélag barna með einhverfu fyrsta félagið sem nýtur góðs af því. Það voru nokkrir foreldrar barna með einhverfu sem stofnuðu félagið árið 2013. Að sögn Rannveigar Tryggvadóttur, stjórnarmanns í félaginu, var ástæðan fyrst og fremst sú að hópurinn vildi nýta krafta sína til vitundarvakningar um málefni einhverfra barna og um leið að safna fyrir ýmsum málefnum þeim tengdum. „Við höfum meðal annars staðið fyrir vitundar- og söfnunarátakinu Blár apríl. Nú síðast safnaðist nægt fé til að kaupa sérkennslugögn í alla skóla á landinu.“Stórir sigrar unnist Hún segir foreldrunum hafa þótt vanta sárlega aukna vitund um einhverfurófið því einhverfan getur birst á alls konar vegu. „Við vildum einnig slá á ákveðnar staðalmyndir um einhverfu. Við foreldrar höfum fengið ótrúlegustu spurningar, til dæmis hvort börnin okkar horfi í augun á okkur, hvort þau séu með einhverja sérfærni og um leið hvort þessi sérfærni sé komin fram en þar er fólk að vísa til kvikmyndarinnar Rainman. Staðreyndin er hins vegar sú að það er alls ekki samasemmerki á milli einhverfu og slíkrar sérfærni.“ Einhverfa er röskun í taugaþroska og því ekki sjúkdómur að sögn Rannveigar. Barn sem greint er á einhverfurófi hefur skerta færni til að taka þátt í félagslegum samskiptum, seinkaðan málþroska og sérkennilega eða áráttukennda hegðun. Börn með einhverfu þurfa því ýmsan stuðning að sögn Rannveigar. Sonur hennar fékk einhverfugreiningu tveggja ára gamall og síðan þá hafa unnist stórir sigrar. „Hann þurfti mikinn stuðning, sérstaklega þegar hann var lítill, því hann missti mikið niður mál og færnina til að tala. Það þurfti í raun að toga hann til baka ef svo má að orði komast. Hann hefur náð ótrúlegum árangri fyrir tilstilli yndislegra leikskóla- og grunnskólakennara sem hafa ávallt mætt þörfum hans með hlýju, virðingu og þolinmæði. Ef ég fengi einhverju ráðið væri þetta fólk á forstjóralaunum. Sonur hennar er í dag sjö ára kátur strákur sem gengur í hverfisskólann og á sína vini. „Það þarf því ekki að vera svo mikill áfellisdómur að eignast barn með einhverfu, lífið breytist bara. Í mínu tilfelli þá hefur hann gert mig að mun betri manneskju. Ég er miklu umburðarlyndari og þolinmóðari vegna hans.“ Hún segir miklu máli skipta fyrir drenginn sinn, og önnur börn með einhverfu, að annað fólk sýni umburðarlyndi og skilning á því að við erum öll ólík og sérstök. „Flestir einstaklingar með einhverfu þurfa daglega að eyða mikilli aukaorku og þolinmæði í ýmis verkefni. Einhverf börn geta svo ótrúlega margt en þau þurfa bara smá aukastuðning.“Allir að fylla bílinn! Allt söfnunarfé rennur óskert til félagsins en í ár stendur til að vera með námskeið fyrir foreldra nýgreindra barna sem og félagsfærninámskeið fyrir börn með einhverfu. „Foreldrar standa oft uppi ansi ráðalausir þegar börnin fá greiningu á einhverfurófi og við vildum bjóða upp á fleiri námskeið fyrir foreldra í samvinnu við fagfólk. Þessi óvænti liðsstyrkur frá Ólís og ÓB var sannarlega gleðilegur og hvetjum við alla til að fylla bílinn í dag hjá þeim og láta gott af sér leiða í leiðinni."Einnig er hægt að leggja málefninu lið með frjálsum framlögum, inn á reikning 111-15-382809 (kt. 440413-2340). Nánari upplýsingar um félagið má finna á www.facebook.com/einhverfa. Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
KYNNING - Í dag, föstudag, og næstu fjóra föstudaga munu fimm krónur af hverjum seldum eldsneytislítra hjá Olís og ÓB renna til stuðnings nokkrum góðum málefnum. Verkefnið ber heitið Gefum & gleðjum og er Styrktarfélag barna með einhverfu fyrsta félagið sem nýtur góðs af því. Það voru nokkrir foreldrar barna með einhverfu sem stofnuðu félagið árið 2013. Að sögn Rannveigar Tryggvadóttur, stjórnarmanns í félaginu, var ástæðan fyrst og fremst sú að hópurinn vildi nýta krafta sína til vitundarvakningar um málefni einhverfra barna og um leið að safna fyrir ýmsum málefnum þeim tengdum. „Við höfum meðal annars staðið fyrir vitundar- og söfnunarátakinu Blár apríl. Nú síðast safnaðist nægt fé til að kaupa sérkennslugögn í alla skóla á landinu.“Stórir sigrar unnist Hún segir foreldrunum hafa þótt vanta sárlega aukna vitund um einhverfurófið því einhverfan getur birst á alls konar vegu. „Við vildum einnig slá á ákveðnar staðalmyndir um einhverfu. Við foreldrar höfum fengið ótrúlegustu spurningar, til dæmis hvort börnin okkar horfi í augun á okkur, hvort þau séu með einhverja sérfærni og um leið hvort þessi sérfærni sé komin fram en þar er fólk að vísa til kvikmyndarinnar Rainman. Staðreyndin er hins vegar sú að það er alls ekki samasemmerki á milli einhverfu og slíkrar sérfærni.“ Einhverfa er röskun í taugaþroska og því ekki sjúkdómur að sögn Rannveigar. Barn sem greint er á einhverfurófi hefur skerta færni til að taka þátt í félagslegum samskiptum, seinkaðan málþroska og sérkennilega eða áráttukennda hegðun. Börn með einhverfu þurfa því ýmsan stuðning að sögn Rannveigar. Sonur hennar fékk einhverfugreiningu tveggja ára gamall og síðan þá hafa unnist stórir sigrar. „Hann þurfti mikinn stuðning, sérstaklega þegar hann var lítill, því hann missti mikið niður mál og færnina til að tala. Það þurfti í raun að toga hann til baka ef svo má að orði komast. Hann hefur náð ótrúlegum árangri fyrir tilstilli yndislegra leikskóla- og grunnskólakennara sem hafa ávallt mætt þörfum hans með hlýju, virðingu og þolinmæði. Ef ég fengi einhverju ráðið væri þetta fólk á forstjóralaunum. Sonur hennar er í dag sjö ára kátur strákur sem gengur í hverfisskólann og á sína vini. „Það þarf því ekki að vera svo mikill áfellisdómur að eignast barn með einhverfu, lífið breytist bara. Í mínu tilfelli þá hefur hann gert mig að mun betri manneskju. Ég er miklu umburðarlyndari og þolinmóðari vegna hans.“ Hún segir miklu máli skipta fyrir drenginn sinn, og önnur börn með einhverfu, að annað fólk sýni umburðarlyndi og skilning á því að við erum öll ólík og sérstök. „Flestir einstaklingar með einhverfu þurfa daglega að eyða mikilli aukaorku og þolinmæði í ýmis verkefni. Einhverf börn geta svo ótrúlega margt en þau þurfa bara smá aukastuðning.“Allir að fylla bílinn! Allt söfnunarfé rennur óskert til félagsins en í ár stendur til að vera með námskeið fyrir foreldra nýgreindra barna sem og félagsfærninámskeið fyrir börn með einhverfu. „Foreldrar standa oft uppi ansi ráðalausir þegar börnin fá greiningu á einhverfurófi og við vildum bjóða upp á fleiri námskeið fyrir foreldra í samvinnu við fagfólk. Þessi óvænti liðsstyrkur frá Ólís og ÓB var sannarlega gleðilegur og hvetjum við alla til að fylla bílinn í dag hjá þeim og láta gott af sér leiða í leiðinni."Einnig er hægt að leggja málefninu lið með frjálsum framlögum, inn á reikning 111-15-382809 (kt. 440413-2340). Nánari upplýsingar um félagið má finna á www.facebook.com/einhverfa.
Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira