Leikur að sögunni Sigríður Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2015 13:00 Atriði úr sýningunni KATE í Tjarnarbíó. KATE Tjarnarbíó Leikið á ensku, að mestu Lost Watch Theatre Company og Miðnætti Handrit og leikstjórn: Agnes Þorkelsdóttir Wild Undanfarið hefur staða íslenskra kvenna á stríðsárunum verið endurmetin og hulunni flett af siðapostulatilburðum og fasistadaðri sem ríkisstjórnin stóð á bak við. Konur voru voru dregnar í lögregluviðtöl, settar á hina lista og sendar út á land fyrir það eitt að hafa samneyti við erlenda hermenn. Lost Watch Theatre Company og Miðnætti standa að KATE eftir Agnesi Þorkelsdóttur Wild, hún leikstýrir verkinu einnig, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói síðasta fimmtudag. KATE gerist árið 1940 rétt eftir að bresku hermennirnir stigu fyrst á Íslandsstrendur og spannar að mestu það ár sem þeir dvöldu hér á landi. Katrín kemur bláeyg til höfuðborgarinnar í leit að nýju lífi og fær pláss hjá hjónunum Júlíu og Davíð sem reka litla verslun í miðborginni, með aðstoð Selmu dóttur þeirra. Verkið rokkar á milli melódrama, söngleiks og gamanleikrits. Leikstjórn Agnesar er hugvitsamleg og oft bráðfyndin, þarf þá helst að nefna laufblásarann sem endurskapaði íslenska rokið. En handritið skortir ákveðinn þunga, sem er vel hægt að blanda við melódrama af þessu tagi, og kvenpersónurnar eru frekar klisjukenndar. Annar bragur er yfir breska leikstílnum heldur en þeim íslenska, sérstaklega í gamansömum verkum. Á slæmum dögum er hann tilgerðarlegur og ýktur sem verður fljótt þreytandi en á hinum góðu einlægur og opinn. Einnig má heyra öðruvísi áherslur á framburði og framsetningu sem hefur ekkert endilega með tungumálið að gera. Hópurinn forðast væmnina að mestu en fellur stundum í þá gryfju að ganga of langt í geiflum. Hvorki leikarar né hönnuðir eru nefndir í leikskrá þannig að erfitt er að tala um frammistöðu þeirra, en yfirhöfuð var leikurinn hinn ágætasti. Sviðsmyndin var lágstemmd þar sem sniðugar leikmunalausnir gegndu aðalhlutverki, lýsingin hefði mátt vera ríkulegri, sömuleiðis búningarnir. Tungumálið vefst aðeins fyrir handritshöfundinum og hópnum. Verkið er flutt á ensku, á að gerast á Íslandi en Agnes notast við slettur úr íslensku, oft til að styðja kómíkina. Stundum verður þetta ansi langsótt, sérstaklega ef áhorfendur eiga að trúa enskufærni íslensku fjölskyldunnar. Blálokin eru þó vel heppnuð og eftirminnileg en þar syngur hópurinn frábæra útgáfu af Bei Mir Bist Du Shein, sem fær nýja og harmrænni merkingu. Reyndar eru lögin flest vel útfærð, öll án undirspils, þó að frumsýningarskrekkur hafi stundum litað örlítið. KATE er skemmtilegt uppbrot á íslensku leikhúsnálguninni, fínasta melódrama sem fellur stundum um sjálft sig en margir ættu að hafa gaman af.Niðurstaða: Angurvært melódrama í ágætis búningi. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
KATE Tjarnarbíó Leikið á ensku, að mestu Lost Watch Theatre Company og Miðnætti Handrit og leikstjórn: Agnes Þorkelsdóttir Wild Undanfarið hefur staða íslenskra kvenna á stríðsárunum verið endurmetin og hulunni flett af siðapostulatilburðum og fasistadaðri sem ríkisstjórnin stóð á bak við. Konur voru voru dregnar í lögregluviðtöl, settar á hina lista og sendar út á land fyrir það eitt að hafa samneyti við erlenda hermenn. Lost Watch Theatre Company og Miðnætti standa að KATE eftir Agnesi Þorkelsdóttur Wild, hún leikstýrir verkinu einnig, sem frumsýnt var í Tjarnarbíói síðasta fimmtudag. KATE gerist árið 1940 rétt eftir að bresku hermennirnir stigu fyrst á Íslandsstrendur og spannar að mestu það ár sem þeir dvöldu hér á landi. Katrín kemur bláeyg til höfuðborgarinnar í leit að nýju lífi og fær pláss hjá hjónunum Júlíu og Davíð sem reka litla verslun í miðborginni, með aðstoð Selmu dóttur þeirra. Verkið rokkar á milli melódrama, söngleiks og gamanleikrits. Leikstjórn Agnesar er hugvitsamleg og oft bráðfyndin, þarf þá helst að nefna laufblásarann sem endurskapaði íslenska rokið. En handritið skortir ákveðinn þunga, sem er vel hægt að blanda við melódrama af þessu tagi, og kvenpersónurnar eru frekar klisjukenndar. Annar bragur er yfir breska leikstílnum heldur en þeim íslenska, sérstaklega í gamansömum verkum. Á slæmum dögum er hann tilgerðarlegur og ýktur sem verður fljótt þreytandi en á hinum góðu einlægur og opinn. Einnig má heyra öðruvísi áherslur á framburði og framsetningu sem hefur ekkert endilega með tungumálið að gera. Hópurinn forðast væmnina að mestu en fellur stundum í þá gryfju að ganga of langt í geiflum. Hvorki leikarar né hönnuðir eru nefndir í leikskrá þannig að erfitt er að tala um frammistöðu þeirra, en yfirhöfuð var leikurinn hinn ágætasti. Sviðsmyndin var lágstemmd þar sem sniðugar leikmunalausnir gegndu aðalhlutverki, lýsingin hefði mátt vera ríkulegri, sömuleiðis búningarnir. Tungumálið vefst aðeins fyrir handritshöfundinum og hópnum. Verkið er flutt á ensku, á að gerast á Íslandi en Agnes notast við slettur úr íslensku, oft til að styðja kómíkina. Stundum verður þetta ansi langsótt, sérstaklega ef áhorfendur eiga að trúa enskufærni íslensku fjölskyldunnar. Blálokin eru þó vel heppnuð og eftirminnileg en þar syngur hópurinn frábæra útgáfu af Bei Mir Bist Du Shein, sem fær nýja og harmrænni merkingu. Reyndar eru lögin flest vel útfærð, öll án undirspils, þó að frumsýningarskrekkur hafi stundum litað örlítið. KATE er skemmtilegt uppbrot á íslensku leikhúsnálguninni, fínasta melódrama sem fellur stundum um sjálft sig en margir ættu að hafa gaman af.Niðurstaða: Angurvært melódrama í ágætis búningi.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira