Ljóðin hennar ömmu syngja sig eiginlega sjálf Guðrún Ansnes skrifar 10. nóvember 2015 10:30 Útgáfutónleikarnir verða haldnir í kvöld í Safnahúsinu klukkan 20.00 og mun bókmenntafræðingurinn Kristín Ásta Benediktsdóttir flytja erindi um Jakobínu. Vísir/Vilhelm „Ljóðið fór svo bara að syngja sig sjálft,“ segir Ingibjörg Azima, tónskáld og básúnuleikari, sem í dag fagnar útgáfu geisladisksins Vorljóð á ýli, en tónlistina samdi Ingibjörg við ljóð ömmu sinnar, Jakobínu Sigurðardóttur. Lagði Ingibjörg upp í söfnunarleiðangur á Karolina Fund og nú hefur platan litið dagsins ljós. „Amma var alltaf þekkt sem rithöfundur en ekki sem ljóðskáld, sem hún sannarlega var líka,“ segir Ingibjörg sem stendur á því fastar en fótunum að ljóð ömmu hennar eigi ekki síður við í dag, en þegar hún orti þau um miðbik síðustu aldar. Ingibjörg segir ákveðna tilviljun að hún hafi byrjað að semja tónlist við ljóðin. „Einhverra hluta vegna datt lagið við ljóðið Vorljóð á ýli bara í hausinn á mér. Á þeim tímapunkti var ég að vinna mikið með kóra í Stokkhólmi, þar sem ég bjó og var mikið að horfa í samspil tónlistar og texta, eða ljóða. Ég var mikið að hugsa heim, eins og Íslendingar í útlöndum gera gjarnan,“ útskýrir Ingibjörg og hlær. „Svo bara rúllaðist þetta lag upp eitt kvöldið, og svo átti ég þetta bara.“Hulstur disksins er afar persónulegt, en þar sést Ingibjörg einmitt með ömmu sinni að njóta náttúrunnar í fjölskyldubíltúr.Það bar svo til tíðinda að þegar vinkona Ingibjargar, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, var að vinna í Þýskalandi, með þarlendri söngkonu kom upp sú hugmynd að Ingibjörg bjargaði þeim um íslenskt lag. „Þá dró ég þetta fram og þær bara fara að panta að ég semji fullt,“ segir hún og skellihlær. Hefur Ingibjörg fengið til liðs við sig einvalalið tónlistarfólks, svo sem Margréti Hrafnsdóttur, Gissur Pál Gissurarson, Grím Helgason og ýmsa fleiri. Ingibjörg segir verkið ekki hafa verið sérlega erfitt, en ljóð ömmu hennar séu þannig að þau spili hreinlega tónlistina fyrir mann þegar þau eru lesin. „Ljóð hennar búa yfir mikilli innri tónlist og því upplifði ég að þau sendu mér laglínur miklu frekar en að ég væri að semja lögin,“ útskýrir Ingibjörg, sem átti aldeilis ekki von á að hún myndi verða sú sem kæmi til með að semja lög við ljóð ömmu sinnar. „Ég var tuttugu og eins árs þegar amma deyr, þá rétt ófarin út í tónlistarnám. Ég var aldrei þetta skólabókardæmi sem hafði samið verk frá blautu barnsbeini. Ætli ég hafi ekki bara verið svona seinþroska?“ spyr Ingibjörg á móti og rekur aftur upp heillandi hláturroku í lokin. Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ljóðið fór svo bara að syngja sig sjálft,“ segir Ingibjörg Azima, tónskáld og básúnuleikari, sem í dag fagnar útgáfu geisladisksins Vorljóð á ýli, en tónlistina samdi Ingibjörg við ljóð ömmu sinnar, Jakobínu Sigurðardóttur. Lagði Ingibjörg upp í söfnunarleiðangur á Karolina Fund og nú hefur platan litið dagsins ljós. „Amma var alltaf þekkt sem rithöfundur en ekki sem ljóðskáld, sem hún sannarlega var líka,“ segir Ingibjörg sem stendur á því fastar en fótunum að ljóð ömmu hennar eigi ekki síður við í dag, en þegar hún orti þau um miðbik síðustu aldar. Ingibjörg segir ákveðna tilviljun að hún hafi byrjað að semja tónlist við ljóðin. „Einhverra hluta vegna datt lagið við ljóðið Vorljóð á ýli bara í hausinn á mér. Á þeim tímapunkti var ég að vinna mikið með kóra í Stokkhólmi, þar sem ég bjó og var mikið að horfa í samspil tónlistar og texta, eða ljóða. Ég var mikið að hugsa heim, eins og Íslendingar í útlöndum gera gjarnan,“ útskýrir Ingibjörg og hlær. „Svo bara rúllaðist þetta lag upp eitt kvöldið, og svo átti ég þetta bara.“Hulstur disksins er afar persónulegt, en þar sést Ingibjörg einmitt með ömmu sinni að njóta náttúrunnar í fjölskyldubíltúr.Það bar svo til tíðinda að þegar vinkona Ingibjargar, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, var að vinna í Þýskalandi, með þarlendri söngkonu kom upp sú hugmynd að Ingibjörg bjargaði þeim um íslenskt lag. „Þá dró ég þetta fram og þær bara fara að panta að ég semji fullt,“ segir hún og skellihlær. Hefur Ingibjörg fengið til liðs við sig einvalalið tónlistarfólks, svo sem Margréti Hrafnsdóttur, Gissur Pál Gissurarson, Grím Helgason og ýmsa fleiri. Ingibjörg segir verkið ekki hafa verið sérlega erfitt, en ljóð ömmu hennar séu þannig að þau spili hreinlega tónlistina fyrir mann þegar þau eru lesin. „Ljóð hennar búa yfir mikilli innri tónlist og því upplifði ég að þau sendu mér laglínur miklu frekar en að ég væri að semja lögin,“ útskýrir Ingibjörg, sem átti aldeilis ekki von á að hún myndi verða sú sem kæmi til með að semja lög við ljóð ömmu sinnar. „Ég var tuttugu og eins árs þegar amma deyr, þá rétt ófarin út í tónlistarnám. Ég var aldrei þetta skólabókardæmi sem hafði samið verk frá blautu barnsbeini. Ætli ég hafi ekki bara verið svona seinþroska?“ spyr Ingibjörg á móti og rekur aftur upp heillandi hláturroku í lokin.
Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira