Rithöfundur safnar fyrir útgáfu á vísindaskáldsögu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2015 12:30 Pétur Haukur safnar fyrir útgáfu. vísir Pétur Haukur Jóhannesson, höfundur bókarinnar Nýlenda A0-4 hefur hafið söfnun inni á Karolina Fund fyrir útgáfu bókarinnar. Þetta er fyrsta bókin sem hann skrifar og mun upphæðin sem safnast fara í prófarkalestur, prentun og dreifingu. Bókin er öll á íslensku og kemur út fyrir jólin ef markmið söfnunar næst. Markmiðið er 3000 evrur, eða tæplega 427.000 krónur, og lokadagur söfnunar er þriðjudagurinn 17. nóvember. Pétur telur að almenningur sé orðinn opinn fyrir fjölbreyttu bókaúrvali og ætti vísindaskáldskapur að hafa alla burði til að getað náð talsverðri athygli. Búið er að gera líkan af persónum úr bókinni sem koma fram á Facebook síðu bókarinnar og á heimasíðunni sjálfri. Einnig er búið að gera persónulýsingar fyrir hverja persónu til að skapa meiri eftirvæntingu og svo lesandinn geti kynnst hverri persónu fyrir sig lauslega áður en lestur bókarinnar hefst. Bókin gerist árið 2190 þegar mannkynið hefur fest rætur sínar á fjarlægðri plánetu sem hefur hlotið nafið Jodess. Nýlenda A0-4 er ein af þeim borgum sem hafa risið þar undanfarin ár. Bókin segir frá flugstjóranum Ewin. Hann stýrir risa flutningaskipi sem ferðast á milli Jarðarinnar og Nýlendu A0-4 með alls konar varning. Ferðin á að taka 30 daga og í þessari ferð eru sex í áhöfn og einn farþegi. Þegar þau mæta á Jodess sjá þau að eitthvað skelfilegt hefur gerst á Nýlendu A0-4. Pétur er fæddur árið 1986. Hann er með BSc gráðu í tölvunarfræði ásamt því að vera útskrifaður úr Lögregluskóla ríkisins. Í dag starfar hann sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Skrif bókarinnar hófust þegar hann varð atvinnulaus í byrjun árs 2010. Nokkrum mánuðum síðar hóf hann nám við Háskólann í Reykjavík og vann í bókinni af og til með námi. Menning Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Pétur Haukur Jóhannesson, höfundur bókarinnar Nýlenda A0-4 hefur hafið söfnun inni á Karolina Fund fyrir útgáfu bókarinnar. Þetta er fyrsta bókin sem hann skrifar og mun upphæðin sem safnast fara í prófarkalestur, prentun og dreifingu. Bókin er öll á íslensku og kemur út fyrir jólin ef markmið söfnunar næst. Markmiðið er 3000 evrur, eða tæplega 427.000 krónur, og lokadagur söfnunar er þriðjudagurinn 17. nóvember. Pétur telur að almenningur sé orðinn opinn fyrir fjölbreyttu bókaúrvali og ætti vísindaskáldskapur að hafa alla burði til að getað náð talsverðri athygli. Búið er að gera líkan af persónum úr bókinni sem koma fram á Facebook síðu bókarinnar og á heimasíðunni sjálfri. Einnig er búið að gera persónulýsingar fyrir hverja persónu til að skapa meiri eftirvæntingu og svo lesandinn geti kynnst hverri persónu fyrir sig lauslega áður en lestur bókarinnar hefst. Bókin gerist árið 2190 þegar mannkynið hefur fest rætur sínar á fjarlægðri plánetu sem hefur hlotið nafið Jodess. Nýlenda A0-4 er ein af þeim borgum sem hafa risið þar undanfarin ár. Bókin segir frá flugstjóranum Ewin. Hann stýrir risa flutningaskipi sem ferðast á milli Jarðarinnar og Nýlendu A0-4 með alls konar varning. Ferðin á að taka 30 daga og í þessari ferð eru sex í áhöfn og einn farþegi. Þegar þau mæta á Jodess sjá þau að eitthvað skelfilegt hefur gerst á Nýlendu A0-4. Pétur er fæddur árið 1986. Hann er með BSc gráðu í tölvunarfræði ásamt því að vera útskrifaður úr Lögregluskóla ríkisins. Í dag starfar hann sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Skrif bókarinnar hófust þegar hann varð atvinnulaus í byrjun árs 2010. Nokkrum mánuðum síðar hóf hann nám við Háskólann í Reykjavík og vann í bókinni af og til með námi.
Menning Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira