Lifandi undirleikur í fyrsta sinn en vonandi ekki það síðasta Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. nóvember 2015 11:00 Apparat Organ Quartet leikur lifandi tónlist við þögla pólska mynd í Bíó Paradís. mynd/AntjeTaiga „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem við gerum þetta en við höfum samt oft talað um að gera þetta,“ segir Úlfur Eldjárn, meðlimur í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet. Sveitin mun opna kvikmyndahátíðina Perlur úr kvikmyndasögu Póllands með lifandi undirleik við pólsku myndina Harðjaxl en hátíðin hefst í kvöld í Bíó Paradís. Apparat Organ Quartet kemur sjaldan saman og er því um sérstakan tónlistarviðburð að ræða þar sem sveitin flytur frumsamda tónlist við opnunarmynd hátíðarinnar. „Þetta verður mjög skemmtilegt, þessi kvikmynd er alveg stórkostleg. Hún er í raun algjör svona týndur demantur, eða öllu heldur fundinn demantur, því hún hvarf í seinni heimsstyrjöldinni og var um tíma talið að hún hefði glatast að eilífu. Þrátt fyrir að vera svarthvít og þögul þá höfðar efni myndarinnar sterkt til nútímamanna: Eiturlyf, framhjáhald, morð og kapítalistar, það er allt í þessari mynd. Við erum búnir að horfa á hana nokkrum sinnum því við höfum verið að undirbúa okkur,“ segir Úlfur fullur tilhlökkunar. Sveitin ætlar að leika nýtt efni við myndina en Úlfur segir að þó sé pláss fyrir ýmislegt spontant á sýningunni. „Þetta er mjög lifandi flutningur, við fylgjum myndinni en það er líka pláss til að vera mjög spontant. Þetta verður mjög skemmtilegt fyrir okkur, þetta er í fyrsta sinn sem við gerum þetta en vonandi ekki það síðasta.“ Úlfur hefur unnið við að semja kvikmyndatónlist en segir hljómsveitina í heild sinni alltaf hafa haft mikinn áhuga á að búa til kvikmyndatónlist saman. „Ég er enginn sérfræðingur en hef aðeins verið að gera kvikmyndatónlist og hef mikinn áhuga á þeirri hlið. Við höfum oft talað um að okkur langi til þess að búa til kvikmyndatónlist saman. Það er líka skemmtileg pæling að fá hljómsveit til að semja tónlist við heila mynd,“ segir Úlfur. Myndin sem sveitin spilar tónlist við er svarthvít og þögul en Úlfur segir þetta einmitt henta orgelkvartettinum vel. „Í gamla daga voru notuð risavaxin bíóorgel til að leika undir þöglu myndunum. Í Bandaríkjunum er hægt að finna risavaxin bíóorgel sem eru með alveg fjórum eða fimm nótnaborðum og alls konar tökkum. Þöglar myndir og lifandi tónlist er eitthvað sem mér finnst virka mjög vel. Það gefur manni tækifæri á að gera öðruvísi hluti,“ útskýrir Úlfur. Meðlimir Apparat Organ Quartet ætla einmitt að grafa upp alls kyns eldri hljóðfæri, sem þeir hafa ekki notað mikið, til þess að nota á sýningunni í kvöld. Þetta verða fyrstu og einu tónleikar Apparats um nokkurt skeið, en hljómsveitin kemur næst fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í febrúar á næsta ári. Á hátíðinni í Bíó Paradís verður boðið upp á perlur úr kvikmyndasögu Póllands, fimmtán kvikmyndir, en pólsk kvikmyndalist á sér langa og ríka sögu. Hátíðin er hluti af samstarfsverkefninu Ultima Thule: At the End of the World, sem Kvikmyndasafn Póllands í Varsjá, Bíó Paradís og Reykjavík Film Academy standa að. Verkefninu er ætlað að auðga skilning og vitund á milli pólskrar og íslenskrar kvikmyndamenningar. Á undan hverri sýningu mun Michal Chacinksi reifa sögulegt samhengi hverrar myndar fyrir sig. Tveir viðburðir verða í boði fyrir börn og unglinga, annars vegar vinnusmiðja þar sem kenndar eru nokkrar sniðugar leiðir til að gera hreyfimyndir án myndavélar og sýningar á költ-klassíkinni Mr. Blot's Academy. Aðgangur að öllum viðburðum er opinn öllum og ókeypis. Tónlist Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni“ Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Sjá meira
„Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem við gerum þetta en við höfum samt oft talað um að gera þetta,“ segir Úlfur Eldjárn, meðlimur í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet. Sveitin mun opna kvikmyndahátíðina Perlur úr kvikmyndasögu Póllands með lifandi undirleik við pólsku myndina Harðjaxl en hátíðin hefst í kvöld í Bíó Paradís. Apparat Organ Quartet kemur sjaldan saman og er því um sérstakan tónlistarviðburð að ræða þar sem sveitin flytur frumsamda tónlist við opnunarmynd hátíðarinnar. „Þetta verður mjög skemmtilegt, þessi kvikmynd er alveg stórkostleg. Hún er í raun algjör svona týndur demantur, eða öllu heldur fundinn demantur, því hún hvarf í seinni heimsstyrjöldinni og var um tíma talið að hún hefði glatast að eilífu. Þrátt fyrir að vera svarthvít og þögul þá höfðar efni myndarinnar sterkt til nútímamanna: Eiturlyf, framhjáhald, morð og kapítalistar, það er allt í þessari mynd. Við erum búnir að horfa á hana nokkrum sinnum því við höfum verið að undirbúa okkur,“ segir Úlfur fullur tilhlökkunar. Sveitin ætlar að leika nýtt efni við myndina en Úlfur segir að þó sé pláss fyrir ýmislegt spontant á sýningunni. „Þetta er mjög lifandi flutningur, við fylgjum myndinni en það er líka pláss til að vera mjög spontant. Þetta verður mjög skemmtilegt fyrir okkur, þetta er í fyrsta sinn sem við gerum þetta en vonandi ekki það síðasta.“ Úlfur hefur unnið við að semja kvikmyndatónlist en segir hljómsveitina í heild sinni alltaf hafa haft mikinn áhuga á að búa til kvikmyndatónlist saman. „Ég er enginn sérfræðingur en hef aðeins verið að gera kvikmyndatónlist og hef mikinn áhuga á þeirri hlið. Við höfum oft talað um að okkur langi til þess að búa til kvikmyndatónlist saman. Það er líka skemmtileg pæling að fá hljómsveit til að semja tónlist við heila mynd,“ segir Úlfur. Myndin sem sveitin spilar tónlist við er svarthvít og þögul en Úlfur segir þetta einmitt henta orgelkvartettinum vel. „Í gamla daga voru notuð risavaxin bíóorgel til að leika undir þöglu myndunum. Í Bandaríkjunum er hægt að finna risavaxin bíóorgel sem eru með alveg fjórum eða fimm nótnaborðum og alls konar tökkum. Þöglar myndir og lifandi tónlist er eitthvað sem mér finnst virka mjög vel. Það gefur manni tækifæri á að gera öðruvísi hluti,“ útskýrir Úlfur. Meðlimir Apparat Organ Quartet ætla einmitt að grafa upp alls kyns eldri hljóðfæri, sem þeir hafa ekki notað mikið, til þess að nota á sýningunni í kvöld. Þetta verða fyrstu og einu tónleikar Apparats um nokkurt skeið, en hljómsveitin kemur næst fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í febrúar á næsta ári. Á hátíðinni í Bíó Paradís verður boðið upp á perlur úr kvikmyndasögu Póllands, fimmtán kvikmyndir, en pólsk kvikmyndalist á sér langa og ríka sögu. Hátíðin er hluti af samstarfsverkefninu Ultima Thule: At the End of the World, sem Kvikmyndasafn Póllands í Varsjá, Bíó Paradís og Reykjavík Film Academy standa að. Verkefninu er ætlað að auðga skilning og vitund á milli pólskrar og íslenskrar kvikmyndamenningar. Á undan hverri sýningu mun Michal Chacinksi reifa sögulegt samhengi hverrar myndar fyrir sig. Tveir viðburðir verða í boði fyrir börn og unglinga, annars vegar vinnusmiðja þar sem kenndar eru nokkrar sniðugar leiðir til að gera hreyfimyndir án myndavélar og sýningar á költ-klassíkinni Mr. Blot's Academy. Aðgangur að öllum viðburðum er opinn öllum og ókeypis.
Tónlist Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni“ Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Sjá meira