Sund er frábær heilsukostur Nanna Árnadóttir og íþróttafræðingur skrifa 12. nóvember 2015 14:00 visir/getty Ég byrjaði nýlega á því að fara í sund nánast á hverjum degi. Það gerði ég til að byrja með því maðurinn minn er rútínuóður og fann upp á því að setja ferð í heita pottinn í morgunrútínuna sína. Ég ákvað að prófa að fara með honum, sjá hvernig það færi í mig og viti menn, mér líkaði það svona dásamlega vel. Nú er ég ekki að segja að mér hafi ekki alltaf þótt gott að fara í heitan pott en að byrja daginn á fersku lofti í heitu vatni er alveg stórkostlegt. Maður verður svo ferskur og tilbúinn í daginn þegar maður er kominn upp úr. Mér fannst þó ekki alveg nóg að sitja bara í pottinum í kortér og fara svo upp úr. Fyrst ég væri komin í sund væri alveg eins gott að synda örlítið í leiðinni og fá blóðflæðið af stað. Ég er líka ólétt, með grindarverki og því fátt betra en að geta hreyft sig án verkja í lauginni og minnka líkur á bjúg í leiðinni. Þar sem ég finn fyrir grindarverkjum er þó ekki mælt með því að ég syndi bringusund, heldur skriðsund. Ég viðurkenni það fúslega að ég er alls ekki sterk í sundíþróttinni og hvað þá í skriðsundi en ég lærði nú grunn sundtökin í skólasundi og bætti svo aðeins við þekkinguna í íþróttafræðináminu svo ég ákvað að prófa skriðsundið. Fyrsta daginn synti ég aðeins tvær ferðir og þurfti að mana mig upp í að byrja. Þær gengu ekkert sérstaklega vel og mér leið eins og ég væri að drukkna, alla þessa 50 metra. Daginn eftir bætti ég tveimur ferðum við og það gekk mun betur en daginn áður. Í dag er ég komin upp í tuttugu ferðir, bara af skriðsundi, og mér finnst það ekkert mál. Ég ætla að halda áfram að bæta við ferðum svo lengi sem líkaminn og tíminn leyfir. En hvað er það sem er svona gott við sund? Ég ætla að leyfa ykkur að njóta nokkurra staðreynda um sundið.Þegar maður syndir snertir líkaminn aldrei jörðina og líkaminn verður í rauninni léttari í vatninu svo álagið á liðina er minna en t.d. við hlaup. Þetta gerir það að verkum að nánast hver sem er getur hreyft sig til heilsubótar í sundi sem gæti það ekki annars vegar, t.d. þeir sem þjást af gigt, þeir sem eiga við meiðsli að stríða, þeir sem eru of þungir eða eiga erfitt með hreyfingar af einhverjum ástæðum.Sund er frábær leið til þess að auka þolið, auka aðeins við vöðvamassann og fá fitubrennsluna af stað.Við Íslendingar erum svo heppin að sund er á skólanámskránni okkar í mörg ár. Við byrjum að læra sundið snemma, kynnumst vatninu og sundhreyfingunum og eyðum svo næstu skólaárum í að fínpússa sundhreyfingarnar okkar. Þó svo að við séum ekki öll mjög sterkir sundmenn og sumir þurfi að hafa meira fyrir sundtökunum en aðrir þá geta flestir komið sér í gegnum nokkrar ferðir og bætt sig tiltölulega hratt miðað við aðrar hreyfingar. Því þarf ekki mikið til, einungis rétt hugarfar.Það er auðvelt að komast í sundlaug á Íslandi, í flestum sveitarfélögum eru upphitaðar sundlaugar þar sem hægt er að synda í og sundkortin fremur ódýr miðað við aðra líkamsrækt.Það þarf ekki mikið af búnaði í sundið, aðeins handklæði, sundöft og mögulega sundgleraugu. Þá ertu tilbúin/nn í slaginn!Það að synda er ekki það eina sem hægt er að gera í sundi. Það er hægt að gera ýmsar æfingar í vatni sem margir eiga annars erfitt með eins og t.d. armbeygjur, maður þarf bara að nota ímyndunaraflið og vera með viljann að vopni, þá eru manni allir vegir færir. Ég skora á ykkur kæru lesendur að prófa að synda nokkrar ferðir næst þegar þið farið í sund og rifja upp gamla takta, það er svo gott og gaman! Heilsa Tengdar fréttir Skiptir hreyfing barna okkar máli? Ég hef það á tilfinningunni að eftir það fari áhuginn á hreyfiþroskanum oft að dvína örlítið. Ég get í rauninni ekki sagt til um það hvort þetta eigi við um sjálfa mig þar sem barnið mitt er aðeins rúmlega tveggja ára og enn þá að taka miklum framförum í hreyfiþroska, eins og að hoppa, klifra, hlaupa hraðar og fleira og alltaf finnst mér jafn skemmtilegt og merkilegt að sjá framfarirnar. 25. september 2015 14:00 Ég hef engan tíma aflögu! Margir kvarta undan því að hafa ekki tíma til þess að hreyfa sig. Það er bara einfaldlega of mikið að gera. En lestu áfram því hér má mögulega finna svarið við tímaskortinum 8. september 2015 11:00 Æfirðu of mikið? Svo virðist sem margir trúi því að því meira sem þeir æfi, því betri árangur náist. Margir sem byrja á stífu æfingaprógrammi falla í þá gryfju að æfa allt of mikið í þeirri von að árangurinn komi fyrr. En hvað er rétt eða rangt í þessum málum. 18. ágúst 2015 11:00 Hlaupið um göturnar Ætlar þú að hlaupa um helgina? 24. ágúst 2015 11:00 5 ástæður þess að konur ættu að lyfta lóðum Konur er sífellt að sækja í sig veðrið þegar kemur að lyftingum. Við sjáum ekki lengur bara stóra og stæðilega karlmenn í hnébeygjurekkanum og bekkpressunni. 20. október 2015 11:00 Heilræði fyrir haustið Þessi orka finnst mér skemmtileg og eiginlega nauðsynlegur partur af haustinu, þó svo að það væri auðvitað skemmtilegra ef orkan héldist allt árið um kring. 11. september 2015 14:00 Grindargliðnun – hvað er til ráða? Þetta er algengur kvilli á meðgöngu en hvað er til ráða? 26. október 2015 14:00 Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Ég byrjaði nýlega á því að fara í sund nánast á hverjum degi. Það gerði ég til að byrja með því maðurinn minn er rútínuóður og fann upp á því að setja ferð í heita pottinn í morgunrútínuna sína. Ég ákvað að prófa að fara með honum, sjá hvernig það færi í mig og viti menn, mér líkaði það svona dásamlega vel. Nú er ég ekki að segja að mér hafi ekki alltaf þótt gott að fara í heitan pott en að byrja daginn á fersku lofti í heitu vatni er alveg stórkostlegt. Maður verður svo ferskur og tilbúinn í daginn þegar maður er kominn upp úr. Mér fannst þó ekki alveg nóg að sitja bara í pottinum í kortér og fara svo upp úr. Fyrst ég væri komin í sund væri alveg eins gott að synda örlítið í leiðinni og fá blóðflæðið af stað. Ég er líka ólétt, með grindarverki og því fátt betra en að geta hreyft sig án verkja í lauginni og minnka líkur á bjúg í leiðinni. Þar sem ég finn fyrir grindarverkjum er þó ekki mælt með því að ég syndi bringusund, heldur skriðsund. Ég viðurkenni það fúslega að ég er alls ekki sterk í sundíþróttinni og hvað þá í skriðsundi en ég lærði nú grunn sundtökin í skólasundi og bætti svo aðeins við þekkinguna í íþróttafræðináminu svo ég ákvað að prófa skriðsundið. Fyrsta daginn synti ég aðeins tvær ferðir og þurfti að mana mig upp í að byrja. Þær gengu ekkert sérstaklega vel og mér leið eins og ég væri að drukkna, alla þessa 50 metra. Daginn eftir bætti ég tveimur ferðum við og það gekk mun betur en daginn áður. Í dag er ég komin upp í tuttugu ferðir, bara af skriðsundi, og mér finnst það ekkert mál. Ég ætla að halda áfram að bæta við ferðum svo lengi sem líkaminn og tíminn leyfir. En hvað er það sem er svona gott við sund? Ég ætla að leyfa ykkur að njóta nokkurra staðreynda um sundið.Þegar maður syndir snertir líkaminn aldrei jörðina og líkaminn verður í rauninni léttari í vatninu svo álagið á liðina er minna en t.d. við hlaup. Þetta gerir það að verkum að nánast hver sem er getur hreyft sig til heilsubótar í sundi sem gæti það ekki annars vegar, t.d. þeir sem þjást af gigt, þeir sem eiga við meiðsli að stríða, þeir sem eru of þungir eða eiga erfitt með hreyfingar af einhverjum ástæðum.Sund er frábær leið til þess að auka þolið, auka aðeins við vöðvamassann og fá fitubrennsluna af stað.Við Íslendingar erum svo heppin að sund er á skólanámskránni okkar í mörg ár. Við byrjum að læra sundið snemma, kynnumst vatninu og sundhreyfingunum og eyðum svo næstu skólaárum í að fínpússa sundhreyfingarnar okkar. Þó svo að við séum ekki öll mjög sterkir sundmenn og sumir þurfi að hafa meira fyrir sundtökunum en aðrir þá geta flestir komið sér í gegnum nokkrar ferðir og bætt sig tiltölulega hratt miðað við aðrar hreyfingar. Því þarf ekki mikið til, einungis rétt hugarfar.Það er auðvelt að komast í sundlaug á Íslandi, í flestum sveitarfélögum eru upphitaðar sundlaugar þar sem hægt er að synda í og sundkortin fremur ódýr miðað við aðra líkamsrækt.Það þarf ekki mikið af búnaði í sundið, aðeins handklæði, sundöft og mögulega sundgleraugu. Þá ertu tilbúin/nn í slaginn!Það að synda er ekki það eina sem hægt er að gera í sundi. Það er hægt að gera ýmsar æfingar í vatni sem margir eiga annars erfitt með eins og t.d. armbeygjur, maður þarf bara að nota ímyndunaraflið og vera með viljann að vopni, þá eru manni allir vegir færir. Ég skora á ykkur kæru lesendur að prófa að synda nokkrar ferðir næst þegar þið farið í sund og rifja upp gamla takta, það er svo gott og gaman!
Heilsa Tengdar fréttir Skiptir hreyfing barna okkar máli? Ég hef það á tilfinningunni að eftir það fari áhuginn á hreyfiþroskanum oft að dvína örlítið. Ég get í rauninni ekki sagt til um það hvort þetta eigi við um sjálfa mig þar sem barnið mitt er aðeins rúmlega tveggja ára og enn þá að taka miklum framförum í hreyfiþroska, eins og að hoppa, klifra, hlaupa hraðar og fleira og alltaf finnst mér jafn skemmtilegt og merkilegt að sjá framfarirnar. 25. september 2015 14:00 Ég hef engan tíma aflögu! Margir kvarta undan því að hafa ekki tíma til þess að hreyfa sig. Það er bara einfaldlega of mikið að gera. En lestu áfram því hér má mögulega finna svarið við tímaskortinum 8. september 2015 11:00 Æfirðu of mikið? Svo virðist sem margir trúi því að því meira sem þeir æfi, því betri árangur náist. Margir sem byrja á stífu æfingaprógrammi falla í þá gryfju að æfa allt of mikið í þeirri von að árangurinn komi fyrr. En hvað er rétt eða rangt í þessum málum. 18. ágúst 2015 11:00 Hlaupið um göturnar Ætlar þú að hlaupa um helgina? 24. ágúst 2015 11:00 5 ástæður þess að konur ættu að lyfta lóðum Konur er sífellt að sækja í sig veðrið þegar kemur að lyftingum. Við sjáum ekki lengur bara stóra og stæðilega karlmenn í hnébeygjurekkanum og bekkpressunni. 20. október 2015 11:00 Heilræði fyrir haustið Þessi orka finnst mér skemmtileg og eiginlega nauðsynlegur partur af haustinu, þó svo að það væri auðvitað skemmtilegra ef orkan héldist allt árið um kring. 11. september 2015 14:00 Grindargliðnun – hvað er til ráða? Þetta er algengur kvilli á meðgöngu en hvað er til ráða? 26. október 2015 14:00 Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Skiptir hreyfing barna okkar máli? Ég hef það á tilfinningunni að eftir það fari áhuginn á hreyfiþroskanum oft að dvína örlítið. Ég get í rauninni ekki sagt til um það hvort þetta eigi við um sjálfa mig þar sem barnið mitt er aðeins rúmlega tveggja ára og enn þá að taka miklum framförum í hreyfiþroska, eins og að hoppa, klifra, hlaupa hraðar og fleira og alltaf finnst mér jafn skemmtilegt og merkilegt að sjá framfarirnar. 25. september 2015 14:00
Ég hef engan tíma aflögu! Margir kvarta undan því að hafa ekki tíma til þess að hreyfa sig. Það er bara einfaldlega of mikið að gera. En lestu áfram því hér má mögulega finna svarið við tímaskortinum 8. september 2015 11:00
Æfirðu of mikið? Svo virðist sem margir trúi því að því meira sem þeir æfi, því betri árangur náist. Margir sem byrja á stífu æfingaprógrammi falla í þá gryfju að æfa allt of mikið í þeirri von að árangurinn komi fyrr. En hvað er rétt eða rangt í þessum málum. 18. ágúst 2015 11:00
5 ástæður þess að konur ættu að lyfta lóðum Konur er sífellt að sækja í sig veðrið þegar kemur að lyftingum. Við sjáum ekki lengur bara stóra og stæðilega karlmenn í hnébeygjurekkanum og bekkpressunni. 20. október 2015 11:00
Heilræði fyrir haustið Þessi orka finnst mér skemmtileg og eiginlega nauðsynlegur partur af haustinu, þó svo að það væri auðvitað skemmtilegra ef orkan héldist allt árið um kring. 11. september 2015 14:00
Grindargliðnun – hvað er til ráða? Þetta er algengur kvilli á meðgöngu en hvað er til ráða? 26. október 2015 14:00