Fótbolti

Vonandi gengur Gylfa svona vel gegn Fabianski í kvöld | Sjáðu einvígið

Tóams Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, verður í eldlínunni með strákunum okkar í kvöld þegar þeir mæta Pólverjum í vináttuleik í Varsjá.

Í marki Pólverja stendur samherji Gylfa hjá Swansea, Lukasz Fabianski, sem var magnaður á síðustu leiktíð og hársbreidd frá því að vinna gullhanskann í úrvalsdeildinni.

Þeir félagarnir fóru í skemmtilega keppni í sumar þar sem Gylfi skaut á Fabianski og markvörðurinn reyndi að verja. Eðlilega.

Keppnin var upp í þrettán og auðvitað hafði okkar maður betur og þó það hafi staðið tæpt undir lokin.

Nú er bara að vona að Gylfa Þór gangi svona vel að koma boltanum framhjá Fabianski í kvöld. Líklega fær hann þó ekki svona mörg dauðfæri.

Einvígi Gylfa Þórs og Fabianskis má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Verður brjálæðislega erfiður leikur

Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×