Eiður um landsliðsfélagana: Spiluðu mig í PlayStation Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2015 13:00 Eiður Smári fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty BBC birtir í dag ítarlega úttekt á uppgangi íslenska landsliðsins í fótbolta og segir frá því hvernig þjóð með svipaðan íbúafjölda á Coventry tryggði sér sæti á EM 2016. Rætt er við Eið Smára Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck í greininni og sagt frá því hvernig bætt vetraraðstaða og tilkoma knattspyrnuhalla hefur hjálpað knattspyrnunni á Íslandi að dafna. Bent er á að Ísland er fámennasta þjóðin sem hefur komist á stórmót í knattspyrnu. Íbúafjöldi El Salvador, sem komst á HM 1982, er fjórfaldur íbúafjöldi Íslands og Wales, sem komst á sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði í 58 ár, er með tífaldan íbúafjölda miðað við Ísland. Þess má geta að El Salvador tapaði 10-1 í fyrsta leik sínum á HM 1982 en fáir reikna með að það Ísland hljóti önnur eins örlög á EM næsta sumar.Lars og Heimir.VísirÍslendingar leggja mikið á sig Heimir segir að miklu máli skiptir hversu margir þjálfarar á Íslandi eru með þjálfararéttindi og að það skili sér í því að börn sem æfi knattspyrnu á Íslandi, hvar sem er á landinu, fái góða þjálfun. Lagerbäck bendir á dæmi Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fór ungur að árum til Reading og vann sig upp í gegnum akademíu félagsins. Áður en hann sló í gegn hafði hann farið að láni til bæði Crewe og Shrewsbury. „Jafnvel þó svo að hann hafi ekki notið velgengni í upphafi ferilsins er hann virkilega góður leikmaður í dag. Ég held að þetta sé hluti af menningu íslensku þjóðarinnar. Þeir eru vanir því að leggja mikið á sig og hugsa vel um sjálfa sig. Það virkilega gaman að vinna með hópi slíkra leikmanna,“ sagði Lagerbäck.Gylfi fagnar marki.VísirÉg er bara hluti af hópnum Eiður Smári hefur unnið marga sigra á ferlinum en aldrei notið svo mikillar velgengni með landsliðinu og nú. Hann stefnir nú að því að uppfylla draum sinn að spila með íslenska landsliðinu á stórmóti, þó svo að hann sé nú án félags. „Maður fær það á tilfinninguna að margir þessara leikmanna líta upp til mín,“ sagði hann um félaga sína í yngri landsliðinu. „Þeir ólust sjálfsagt upp við það að spila mig í PlayStation.“ „Það er skrýtið. En þetta er fljótt að gleymast á æfingum og á vellinum. Ég er bara hluti af hópnum og við erum allir að berjast fyrir því sama.“ „Ég vona að þeir hafi notið þess að spila með mér jafn mikið og ég hef notið þess að spila með þeim. Þetta hefur verið ferskur andblær fyrir íslenska knattspyrnu.“Eiður Smári.VísirLandsliðið lykilþáttur Eiður Smári gekk í sumar til liðs við Shijiazhuang Ever Bright en tímabilinu er nú lokið í Kína. Hann útilokar ekki að fara þangað aftur en segist nú vera að skoða sig um. „Ég held að það sé óhætt að segja að það væri best fyrir mig að spila í Evrópu. Að reyna að spila eins góðan fótbolta og hægt er til að vera í sem bestu formi þegar EM hefst.“ „Velgengni landsliðsins hefur verið einn lykilþátturinn í því að ég hef haldið áfram. Hún hefur hvatt mig til að halda áfram þangað til næsta sumar að minnsta kosti.“ „En ég elska íþróttina svo mikið að það hefur ekki verið erfitt að halda áfram. Þetta hefur bara verið góður bónus - smá auka í lokin.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
BBC birtir í dag ítarlega úttekt á uppgangi íslenska landsliðsins í fótbolta og segir frá því hvernig þjóð með svipaðan íbúafjölda á Coventry tryggði sér sæti á EM 2016. Rætt er við Eið Smára Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck í greininni og sagt frá því hvernig bætt vetraraðstaða og tilkoma knattspyrnuhalla hefur hjálpað knattspyrnunni á Íslandi að dafna. Bent er á að Ísland er fámennasta þjóðin sem hefur komist á stórmót í knattspyrnu. Íbúafjöldi El Salvador, sem komst á HM 1982, er fjórfaldur íbúafjöldi Íslands og Wales, sem komst á sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði í 58 ár, er með tífaldan íbúafjölda miðað við Ísland. Þess má geta að El Salvador tapaði 10-1 í fyrsta leik sínum á HM 1982 en fáir reikna með að það Ísland hljóti önnur eins örlög á EM næsta sumar.Lars og Heimir.VísirÍslendingar leggja mikið á sig Heimir segir að miklu máli skiptir hversu margir þjálfarar á Íslandi eru með þjálfararéttindi og að það skili sér í því að börn sem æfi knattspyrnu á Íslandi, hvar sem er á landinu, fái góða þjálfun. Lagerbäck bendir á dæmi Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fór ungur að árum til Reading og vann sig upp í gegnum akademíu félagsins. Áður en hann sló í gegn hafði hann farið að láni til bæði Crewe og Shrewsbury. „Jafnvel þó svo að hann hafi ekki notið velgengni í upphafi ferilsins er hann virkilega góður leikmaður í dag. Ég held að þetta sé hluti af menningu íslensku þjóðarinnar. Þeir eru vanir því að leggja mikið á sig og hugsa vel um sjálfa sig. Það virkilega gaman að vinna með hópi slíkra leikmanna,“ sagði Lagerbäck.Gylfi fagnar marki.VísirÉg er bara hluti af hópnum Eiður Smári hefur unnið marga sigra á ferlinum en aldrei notið svo mikillar velgengni með landsliðinu og nú. Hann stefnir nú að því að uppfylla draum sinn að spila með íslenska landsliðinu á stórmóti, þó svo að hann sé nú án félags. „Maður fær það á tilfinninguna að margir þessara leikmanna líta upp til mín,“ sagði hann um félaga sína í yngri landsliðinu. „Þeir ólust sjálfsagt upp við það að spila mig í PlayStation.“ „Það er skrýtið. En þetta er fljótt að gleymast á æfingum og á vellinum. Ég er bara hluti af hópnum og við erum allir að berjast fyrir því sama.“ „Ég vona að þeir hafi notið þess að spila með mér jafn mikið og ég hef notið þess að spila með þeim. Þetta hefur verið ferskur andblær fyrir íslenska knattspyrnu.“Eiður Smári.VísirLandsliðið lykilþáttur Eiður Smári gekk í sumar til liðs við Shijiazhuang Ever Bright en tímabilinu er nú lokið í Kína. Hann útilokar ekki að fara þangað aftur en segist nú vera að skoða sig um. „Ég held að það sé óhætt að segja að það væri best fyrir mig að spila í Evrópu. Að reyna að spila eins góðan fótbolta og hægt er til að vera í sem bestu formi þegar EM hefst.“ „Velgengni landsliðsins hefur verið einn lykilþátturinn í því að ég hef haldið áfram. Hún hefur hvatt mig til að halda áfram þangað til næsta sumar að minnsta kosti.“ „En ég elska íþróttina svo mikið að það hefur ekki verið erfitt að halda áfram. Þetta hefur bara verið góður bónus - smá auka í lokin.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira