Gekk út í miðjum umræðum í beinni útsendingu á RÚV Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. nóvember 2015 21:40 Edda Sif var sem betur fer með annan viðmælanda sem þurfti ekki að yfirgefa útsendinguna. Vísir/Skjáskot Ætli það sé ekki ein versta martröð fréttamanns að viðmælandi gangi út úr viðtali í því miðju? Það henti Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamann í gær þegar viðmælandi hennar, eða raunar álitsgjafi, gekk út úr miðjum umræðum um Norðurlandamótið í fimleikum. RÚV var með beina útsendingu frá mótinu sem haldið var í Vodafone-höllinni í gær. „Ég hafði séð mann út undan mér sem dró höndina ítrekað hratt yfir hálsinn á sér eins og til að gefa mér merki um að drepa mig í snarhasti. Stuttu seinna verður Sólveig vör við þetta líka eins og sést mjög skemmtilega á myndbandinu,“ segir Edda Sif Pálsdóttir en myndband af atvikinu hefur verið birt á YouTube.Stjarnan fyrir lokagreinina í gær en liðið varð Norðurlandameistari á mótinu sem var til umræðu.vísir/frjálsíþróttasambandiðKellan ekki mætt og allir stressaðir Í myndbandinu sést hvernig Sólveig lítur á úrið sitt eftir að hafa náð augnsambandi við einhvern handan myndavélarinnar. Sólveig þessi er Jónsdóttir en hún er reynd fimleikakona og átti sjálf að dæma leik á sama tíma og á viðtalinu stóð. „Mér þykir voðalega leiðinlegt að yfirgefa ykkur en ég á að dæma gólfið og það er eftir eina mínútu. Það eru allir orðnir mjög stressaðir að kellan sé ekki mætt,“ segir Sólveig í myndbandinu og bregður sér frá. „Og ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem gestur yfirgefur mig í miðju spjalli. Ég var sem betur fer með annan aðeins tryggari sem kláraði þetta með mér og kann ég henni bestu þakkir fyrir það. Þetta hefði annars orðið ansi óþægilegt, bæði fyrir mig og áhorfendur,“ segir Edda Sif. Myndbandið má nálgast hér að neðan. Fimleikar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Ætli það sé ekki ein versta martröð fréttamanns að viðmælandi gangi út úr viðtali í því miðju? Það henti Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamann í gær þegar viðmælandi hennar, eða raunar álitsgjafi, gekk út úr miðjum umræðum um Norðurlandamótið í fimleikum. RÚV var með beina útsendingu frá mótinu sem haldið var í Vodafone-höllinni í gær. „Ég hafði séð mann út undan mér sem dró höndina ítrekað hratt yfir hálsinn á sér eins og til að gefa mér merki um að drepa mig í snarhasti. Stuttu seinna verður Sólveig vör við þetta líka eins og sést mjög skemmtilega á myndbandinu,“ segir Edda Sif Pálsdóttir en myndband af atvikinu hefur verið birt á YouTube.Stjarnan fyrir lokagreinina í gær en liðið varð Norðurlandameistari á mótinu sem var til umræðu.vísir/frjálsíþróttasambandiðKellan ekki mætt og allir stressaðir Í myndbandinu sést hvernig Sólveig lítur á úrið sitt eftir að hafa náð augnsambandi við einhvern handan myndavélarinnar. Sólveig þessi er Jónsdóttir en hún er reynd fimleikakona og átti sjálf að dæma leik á sama tíma og á viðtalinu stóð. „Mér þykir voðalega leiðinlegt að yfirgefa ykkur en ég á að dæma gólfið og það er eftir eina mínútu. Það eru allir orðnir mjög stressaðir að kellan sé ekki mætt,“ segir Sólveig í myndbandinu og bregður sér frá. „Og ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem gestur yfirgefur mig í miðju spjalli. Ég var sem betur fer með annan aðeins tryggari sem kláraði þetta með mér og kann ég henni bestu þakkir fyrir það. Þetta hefði annars orðið ansi óþægilegt, bæði fyrir mig og áhorfendur,“ segir Edda Sif. Myndbandið má nálgast hér að neðan.
Fimleikar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira