Memento verður endurgerð Birgir Olgeirsson skrifar 17. nóvember 2015 09:54 Guy Pearce og Joe Pontaliano í hlutverkum sínum í Memento. Vísir/IMDb Bandaríska kvikmyndaverið AMBI Pictures ætlar að fjármagna og framleiða endurgerð af kvikmyndinni Memento. Myndin er jafnan álitin sem ein af bestu kvikmyndum síðasta áratugar og eru margir kvikmyndaunnendur gapandi hissa yfir þessum fréttum. Leikstjórinn Christopher Nolan sló í gegn með henni þegar hún kom út árið 2000 en Memento segir frá manni, leikinn af Guy Pearce, sem býr ekki yfir skammtímaminni og leitar að morðingja eiginkonu sinnar. Nolan sagði suma hluta sögu myndarinnar í öfugri tímaröð á meðan aðrir þættir hennar voru í réttri tímaröð. Nolan og bróðir hans voru tilnefndir til Óskarsverðlaun fyrir handrit myndarinnar og var hún einnig tilnefnd fyrir bestu klippinguna. Myndin á sér því stóran sess í hjörtu margra sem eiga erfitt með að skilja hvað réttlætir endurgerð þessarar myndar. Myndin er nýleg, þótti afar vel heppnuð og virðist í fyrstu vera óðs manns æði að ætla sér að fylgja eftir velgengni Nolans með því að segja þessa sögu aftur. Andrea Iervolino og Monika Bacardi standa að baki AMBI Pictures en fyrirtækið eignaðist nýlega kvikmyndasafn Exclusive Media Group og þar með endurgerðaréttinn að myndum á borð við Memento, Cruel Intentions, Donnie Darko, Rush og Sliding Doors, ásamt öðrum. Í yfirlýsingu um málið sagði Bacardi að Memento væri meistaraverk sem skyldi eftir spurningar í hugum áhorfenda, bæði á meðan áhorfi stendur og löngu eftir að því er lokið. „Sem sýnir hvað hún er virkilega framúrskarandi. Ætlun okkar er að fylgja eftir þeirri sýn sem Christopher Nolan hafði á þessa sögu og segja þessa sögu á jafn ögrandi og eftirminnilegan hátt,“ sagði Bacardi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið AMBI Pictures ætlar að fjármagna og framleiða endurgerð af kvikmyndinni Memento. Myndin er jafnan álitin sem ein af bestu kvikmyndum síðasta áratugar og eru margir kvikmyndaunnendur gapandi hissa yfir þessum fréttum. Leikstjórinn Christopher Nolan sló í gegn með henni þegar hún kom út árið 2000 en Memento segir frá manni, leikinn af Guy Pearce, sem býr ekki yfir skammtímaminni og leitar að morðingja eiginkonu sinnar. Nolan sagði suma hluta sögu myndarinnar í öfugri tímaröð á meðan aðrir þættir hennar voru í réttri tímaröð. Nolan og bróðir hans voru tilnefndir til Óskarsverðlaun fyrir handrit myndarinnar og var hún einnig tilnefnd fyrir bestu klippinguna. Myndin á sér því stóran sess í hjörtu margra sem eiga erfitt með að skilja hvað réttlætir endurgerð þessarar myndar. Myndin er nýleg, þótti afar vel heppnuð og virðist í fyrstu vera óðs manns æði að ætla sér að fylgja eftir velgengni Nolans með því að segja þessa sögu aftur. Andrea Iervolino og Monika Bacardi standa að baki AMBI Pictures en fyrirtækið eignaðist nýlega kvikmyndasafn Exclusive Media Group og þar með endurgerðaréttinn að myndum á borð við Memento, Cruel Intentions, Donnie Darko, Rush og Sliding Doors, ásamt öðrum. Í yfirlýsingu um málið sagði Bacardi að Memento væri meistaraverk sem skyldi eftir spurningar í hugum áhorfenda, bæði á meðan áhorfi stendur og löngu eftir að því er lokið. „Sem sýnir hvað hún er virkilega framúrskarandi. Ætlun okkar er að fylgja eftir þeirri sýn sem Christopher Nolan hafði á þessa sögu og segja þessa sögu á jafn ögrandi og eftirminnilegan hátt,“ sagði Bacardi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira