Lagerbäck: Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2015 12:24 Guðmundur Hreiðarsson, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. Vísir/Adam Jastrzebowski Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hefur lítinn skilning á því af hverju knattspyrnulandslið þurfi að vera með fjölmennan hóp starfsmanna á sínum snærum. Lagerbäck er í viðtali við norska blaðið VG í dag en Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjalandi í umspili fyrir EM 2016 á mánudag. Í úttekt blaðsins kemur í ljós að norska knattspyrnusambandið hefur varið meira en 300 milljónum króna í karlalandsliðið það sem af er þessu ári og starfslið landsliðsins í útileiknum gegn Ungverjalandi hafi talið um 20 manns. „Ég held að það sé of mikil hætta á því að þú missir einbeitingu og að leikmenn fái álit of margra aðila á því sem þeir eru að gera,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu. Tekið er fram að hann sé ekki að tala um norska landsliðið sérstaklega heldur um starfsumhverfi knattspyrnulandsliða almennt.Vísir/VilhelmOfurtrú á sérfræðinga „Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim árum sem ég hef verið landsliðsþjálfari er að það verður að halda því í jafnvægi hversu margir mismunandi aðilar leggi sitt lóð á vogaskálirnar,“ sagði hann enn fremur. Lagerbäck bendir á að íslenska karlalandsliðið sé með þrjá þjálfara á sínum snærum, þrjá sjúkraþjálfara, einn lækni, einn búningastjóra, einn fararstjóra og einn fjölmiðlafulltrúa. Mörg önnur lið eru hins vegar með starfslið upp á 25-30 manns. „Ég hef engan skilning á því hvaða hlutverki svona stórt starfslið gegnir. Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk í 10-12 daga? Hver er í raun þörfin? Ég held að maður missi aðeins einbeitinguna á fótboltann ef maður leggur ofurtrú á alla þessa sérfræðinga.“Vísir/AntonEinn leiðtogi „Ég tel að þjálfar sem starfar í svo háum gæðaflokki eigi að hafa sjálfur næga þekkingu og menntun,“ segir Lagerbäck og telur lykilatriði að það sé enginn vafi á því hver stýrir ferðinni og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. „Það eru í raun engir töfrar við knattspyrnuna. Einn aðili verður að ákveða og forgangsraða störfunum í kringum landsliðin.“ Lagerbäck segir að það sé margt hægt að læra af íslenska landsliðinu og umhverfi þess. „Það er hægt að ná góðum árangri með lítilli yfirbyggingu. Íslendingar gera sér grein fyrir því að til þess að ná einhverjum árangri þá þarftu að hafa sjálfur fyrir því.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hefur lítinn skilning á því af hverju knattspyrnulandslið þurfi að vera með fjölmennan hóp starfsmanna á sínum snærum. Lagerbäck er í viðtali við norska blaðið VG í dag en Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjalandi í umspili fyrir EM 2016 á mánudag. Í úttekt blaðsins kemur í ljós að norska knattspyrnusambandið hefur varið meira en 300 milljónum króna í karlalandsliðið það sem af er þessu ári og starfslið landsliðsins í útileiknum gegn Ungverjalandi hafi talið um 20 manns. „Ég held að það sé of mikil hætta á því að þú missir einbeitingu og að leikmenn fái álit of margra aðila á því sem þeir eru að gera,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu. Tekið er fram að hann sé ekki að tala um norska landsliðið sérstaklega heldur um starfsumhverfi knattspyrnulandsliða almennt.Vísir/VilhelmOfurtrú á sérfræðinga „Ef það er eitthvað sem ég hef lært á þeim árum sem ég hef verið landsliðsþjálfari er að það verður að halda því í jafnvægi hversu margir mismunandi aðilar leggi sitt lóð á vogaskálirnar,“ sagði hann enn fremur. Lagerbäck bendir á að íslenska karlalandsliðið sé með þrjá þjálfara á sínum snærum, þrjá sjúkraþjálfara, einn lækni, einn búningastjóra, einn fararstjóra og einn fjölmiðlafulltrúa. Mörg önnur lið eru hins vegar með starfslið upp á 25-30 manns. „Ég hef engan skilning á því hvaða hlutverki svona stórt starfslið gegnir. Hvað í ósköpunum gerir allt þetta fólk í 10-12 daga? Hver er í raun þörfin? Ég held að maður missi aðeins einbeitinguna á fótboltann ef maður leggur ofurtrú á alla þessa sérfræðinga.“Vísir/AntonEinn leiðtogi „Ég tel að þjálfar sem starfar í svo háum gæðaflokki eigi að hafa sjálfur næga þekkingu og menntun,“ segir Lagerbäck og telur lykilatriði að það sé enginn vafi á því hver stýrir ferðinni og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. „Það eru í raun engir töfrar við knattspyrnuna. Einn aðili verður að ákveða og forgangsraða störfunum í kringum landsliðin.“ Lagerbäck segir að það sé margt hægt að læra af íslenska landsliðinu og umhverfi þess. „Það er hægt að ná góðum árangri með lítilli yfirbyggingu. Íslendingar gera sér grein fyrir því að til þess að ná einhverjum árangri þá þarftu að hafa sjálfur fyrir því.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira