Strákarnir falla um fimm sæti á næsta lista og Svíar verða konungar norðursins Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 09:30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fellur um fimm sæti á heimslista FIFA þegar hann verður næst birtur 3. desember og verður þá í 36. sæti. Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín er búinn að reikna út 60 efstu sætin á næsta lista eftir úrslit landsleikjanna sem fóru fram á síðustu dögum. Strákarnir okkar töpuðu tveimur vináttuleikjum; gegn Póllandi og Slóvakíu, en þeir eru búnir að tapa þremur leikjum í röð og ekki vinna í síðustu fimm. Íslenska liðið var í 31. sæti á síðasta lista en verður í 36. sæti þegar nýr listi verður birtur í byrjun næsta mánaðar og verður ekki lengur besta Norðurlandaþjóðin. Zlatan Ibrahimovic og Svíar verða konungar norðursins á nýjum heimslista, en þeir unnu tvo sigra á nágrönnum sínum Dönum í umspili um sæti á EM í Frakklandi og fara upp um tíu sæti. Svíar verða í 35. sæti, einu sæti fyrir ofan strákana okkar á nýja listanum sem birtur verður 2. desember. Danir falla um sjö sæti niður í það 42. eftir töpin gegn Svíum en Finnar verða hástökkvarar Norðurlandanna annan listann í röð. Finnar, sem fór uupp um átta sæti á síðasta lista, fara upp um þrettán sæti á næsta lista og verða í 43. sæti, aðeins einu sæti á eftir Dönum. Norðmenn verða svo í 54. sæti, en þeir falla um átta sæti eftir tvö töp gegn Ungverjalandi í umspilinu um sæti á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. Belgar verða áfram á toppnum og Argentínumenn í öðru sæti en Spánverjar lyfta sér upp í þriðja sætið á nýja listanum.Efstu fimm á næsta heimslista: 1. Belgía 2. Argentína +1 3. Spánn +3 4. Þýskaland -2 5. SíleStaða Norðurlandaþjóðanna á næsta heimslista: 35. Svíþjóð +10 36. Ísland -5 42. Danmörk -7 43. Finnland +13 54. Noregur -8 Hér að neðan má svo sjá stöðu 60 efstu þjóðanna þegar nýr heimslisti verður birtur í byrjun desember.Spain will rise to 3rd in the next FIFA Ranking that will be released in December-3. Here's the TOP-60 pic.twitter.com/fLncPxr105— MisterChip (English) (@MisterChiping) November 18, 2015 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fellur um fimm sæti á heimslista FIFA þegar hann verður næst birtur 3. desember og verður þá í 36. sæti. Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín er búinn að reikna út 60 efstu sætin á næsta lista eftir úrslit landsleikjanna sem fóru fram á síðustu dögum. Strákarnir okkar töpuðu tveimur vináttuleikjum; gegn Póllandi og Slóvakíu, en þeir eru búnir að tapa þremur leikjum í röð og ekki vinna í síðustu fimm. Íslenska liðið var í 31. sæti á síðasta lista en verður í 36. sæti þegar nýr listi verður birtur í byrjun næsta mánaðar og verður ekki lengur besta Norðurlandaþjóðin. Zlatan Ibrahimovic og Svíar verða konungar norðursins á nýjum heimslista, en þeir unnu tvo sigra á nágrönnum sínum Dönum í umspili um sæti á EM í Frakklandi og fara upp um tíu sæti. Svíar verða í 35. sæti, einu sæti fyrir ofan strákana okkar á nýja listanum sem birtur verður 2. desember. Danir falla um sjö sæti niður í það 42. eftir töpin gegn Svíum en Finnar verða hástökkvarar Norðurlandanna annan listann í röð. Finnar, sem fór uupp um átta sæti á síðasta lista, fara upp um þrettán sæti á næsta lista og verða í 43. sæti, aðeins einu sæti á eftir Dönum. Norðmenn verða svo í 54. sæti, en þeir falla um átta sæti eftir tvö töp gegn Ungverjalandi í umspilinu um sæti á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. Belgar verða áfram á toppnum og Argentínumenn í öðru sæti en Spánverjar lyfta sér upp í þriðja sætið á nýja listanum.Efstu fimm á næsta heimslista: 1. Belgía 2. Argentína +1 3. Spánn +3 4. Þýskaland -2 5. SíleStaða Norðurlandaþjóðanna á næsta heimslista: 35. Svíþjóð +10 36. Ísland -5 42. Danmörk -7 43. Finnland +13 54. Noregur -8 Hér að neðan má svo sjá stöðu 60 efstu þjóðanna þegar nýr heimslisti verður birtur í byrjun desember.Spain will rise to 3rd in the next FIFA Ranking that will be released in December-3. Here's the TOP-60 pic.twitter.com/fLncPxr105— MisterChip (English) (@MisterChiping) November 18, 2015
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira