Bíða í rúma tíu tíma eftir miða á Star Wars-mynd í nístingskulda Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2015 15:33 Röðin fyrir utan Nexus-verslunina í Nóatúni í dag. Vísir/Anton Elskar þú Stjörnustríðsmyndirnar nógu mikið til að bíða í rúmar tíu klukkustundir í röð í nístingskulda eftir miðum á sérsýningu nýjustu myndarinnar? Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson gera það en þeir mættu klukkan níu í morgun fyrir utan Nexus-verslunina í Nóatúni til vera vissir um að tryggja sér miða á sérsýningu verslunarinnar á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars: TheForceAwakens, í næsta mánuði.Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson.Vísir/AntonMiðasala í númeruð sæti hefst í Nexus klukkan hálf átta í kvöld á sýningu sem verður haldin í tveimur sölum í Egilshöll 17. desember næstkomandi. Um er að ræða sýningar án hléa, þar sem myndin verður sýnd í þrívídd í sal 1 en tvívídd í sal tvö, og verður Star Wars-búningakeppni á undan með veglegum verðlaunum.Sá sem er þriðji í röðinni lét lítið á sér bera þegar Vísir kíkti í heimsókn. Vísir/AntonAðstæður til að bíða svona í röð utandyra, eins og þeir Sigfús og Ragnar hafa gert, eru kannski ekki með besta móti í dag. Þó veðrið sé fallegt hefur verið frekar kalt í Reykjavík. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur meðalhitastigið í dag verið í kringum -3,3 gráður. Samkvæmt spánni mun kólna fremur þegar kvöld tekur, gangi spáin eftir verður frostið komið niður í mínus 5 gráður um klukkan sjö í kvöld. „Við erum bara búnir að reyna að finna leiðir til að halda á okkur hita í eiginlega allan dag,“ sagði Sigfús þegar Vísir kíkti á stemninguna í röðinni. Félagarnir hafa haft þann háttinn á að passa upp á plássið á meðan annar þeirra fer inn í Nexus-verslunina til að ylja sér. Þeir voru vel nestaðir fyrir átök dagsins og höfðu með sér lítið taflborð til að drepa tímann. „Við gefumst ekkert upp á þessu, bara nokkrir tíma eftir,“ sagði Ragnar þegar fimm tímar voru í að miðasalan myndi hefjast. Star Wars Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Elskar þú Stjörnustríðsmyndirnar nógu mikið til að bíða í rúmar tíu klukkustundir í röð í nístingskulda eftir miðum á sérsýningu nýjustu myndarinnar? Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson gera það en þeir mættu klukkan níu í morgun fyrir utan Nexus-verslunina í Nóatúni til vera vissir um að tryggja sér miða á sérsýningu verslunarinnar á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars: TheForceAwakens, í næsta mánuði.Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson.Vísir/AntonMiðasala í númeruð sæti hefst í Nexus klukkan hálf átta í kvöld á sýningu sem verður haldin í tveimur sölum í Egilshöll 17. desember næstkomandi. Um er að ræða sýningar án hléa, þar sem myndin verður sýnd í þrívídd í sal 1 en tvívídd í sal tvö, og verður Star Wars-búningakeppni á undan með veglegum verðlaunum.Sá sem er þriðji í röðinni lét lítið á sér bera þegar Vísir kíkti í heimsókn. Vísir/AntonAðstæður til að bíða svona í röð utandyra, eins og þeir Sigfús og Ragnar hafa gert, eru kannski ekki með besta móti í dag. Þó veðrið sé fallegt hefur verið frekar kalt í Reykjavík. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur meðalhitastigið í dag verið í kringum -3,3 gráður. Samkvæmt spánni mun kólna fremur þegar kvöld tekur, gangi spáin eftir verður frostið komið niður í mínus 5 gráður um klukkan sjö í kvöld. „Við erum bara búnir að reyna að finna leiðir til að halda á okkur hita í eiginlega allan dag,“ sagði Sigfús þegar Vísir kíkti á stemninguna í röðinni. Félagarnir hafa haft þann háttinn á að passa upp á plássið á meðan annar þeirra fer inn í Nexus-verslunina til að ylja sér. Þeir voru vel nestaðir fyrir átök dagsins og höfðu með sér lítið taflborð til að drepa tímann. „Við gefumst ekkert upp á þessu, bara nokkrir tíma eftir,“ sagði Ragnar þegar fimm tímar voru í að miðasalan myndi hefjast.
Star Wars Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira