Sækir myndefnið í svörð og kletta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2015 10:15 „Ég er svona að koma út úr skápnum sem málari,“ segir Elín sem hefur selt vel á fyrstu sýningunni sinni. Mynd/Úr einkasafni Ég geng mikið úti í náttúrunni og sæki myndefnið í svörð og kletta en tjái um leið miklar tilfinningar,“ segir Elín Rafnsdóttir listmálari um olíumálverkin sín sem hún hefur opnað sýningu á í fyrsta skipti á ævinni. Elín lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskólanum, akademíunni í Kaupmannahöfn, í San Francisco og lauk master í New York. „Ég lagði stund á höggmyndalist en eftir að hafa eignast barn sem stríddi við erfið veikindi framan af ævinni einbeitti ég mér að umönnun þess, uppeldi og heimilinu. Ég hef líka kennt myndlist í Fjölbraut Breiðholti í 24 ár og margir nemendur sem nú eru orðnir myndlistarmenn þekkja mig þaðan.“ Fyrir rúmum áratug ákvað Elín að snúa sér að málverkinu. „Í skólanum lagði Einar Hákonarson listmálari að mér að fara í málun á sínum tíma en ég ákvað tíu ára gömul að verða skúlptúristi og hélt því til streitu. Mér gekk líka vel á þeim vettvangi og var til dæmis boðið að sýna í New York en það var slítandi að vera með vinnustofu úti í bæ ásamt því að sinna veiku barni og leggja sál mína í kennsluna. Ég ákvað því að skipta um miðil og snúa mér að málverkinu sem ég gæti gripið í í bílskúrnum heima.“ Eftir skilnað fyrir nokkrum árum varð hlé á listsköpuninni í skúrnum að sögn Elínar en nú hefur hún fundið gleðina þar á ný. „Ég elska að fara út í bílskúr að mála og fer í algert hugleiðsluástand,“ segir hún. Kveðst hún hafa farið til markþjálfa og gert lista yfir það sem hún vildi hrinda í framkvæmd. „Nú hef ég staðið við öll markmiðin og þessi sýning er eitt af þeim. Ég er svona að koma út úr skápnum sem málari.“ Elín kveðst hafa selt vel á opnunardaginn. Sýning hennar hjá Íslenskri grafík stendur til 29. nóvember og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18. Gengið er inn hafnarmegin. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ég geng mikið úti í náttúrunni og sæki myndefnið í svörð og kletta en tjái um leið miklar tilfinningar,“ segir Elín Rafnsdóttir listmálari um olíumálverkin sín sem hún hefur opnað sýningu á í fyrsta skipti á ævinni. Elín lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskólanum, akademíunni í Kaupmannahöfn, í San Francisco og lauk master í New York. „Ég lagði stund á höggmyndalist en eftir að hafa eignast barn sem stríddi við erfið veikindi framan af ævinni einbeitti ég mér að umönnun þess, uppeldi og heimilinu. Ég hef líka kennt myndlist í Fjölbraut Breiðholti í 24 ár og margir nemendur sem nú eru orðnir myndlistarmenn þekkja mig þaðan.“ Fyrir rúmum áratug ákvað Elín að snúa sér að málverkinu. „Í skólanum lagði Einar Hákonarson listmálari að mér að fara í málun á sínum tíma en ég ákvað tíu ára gömul að verða skúlptúristi og hélt því til streitu. Mér gekk líka vel á þeim vettvangi og var til dæmis boðið að sýna í New York en það var slítandi að vera með vinnustofu úti í bæ ásamt því að sinna veiku barni og leggja sál mína í kennsluna. Ég ákvað því að skipta um miðil og snúa mér að málverkinu sem ég gæti gripið í í bílskúrnum heima.“ Eftir skilnað fyrir nokkrum árum varð hlé á listsköpuninni í skúrnum að sögn Elínar en nú hefur hún fundið gleðina þar á ný. „Ég elska að fara út í bílskúr að mála og fer í algert hugleiðsluástand,“ segir hún. Kveðst hún hafa farið til markþjálfa og gert lista yfir það sem hún vildi hrinda í framkvæmd. „Nú hef ég staðið við öll markmiðin og þessi sýning er eitt af þeim. Ég er svona að koma út úr skápnum sem málari.“ Elín kveðst hafa selt vel á opnunardaginn. Sýning hennar hjá Íslenskri grafík stendur til 29. nóvember og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18. Gengið er inn hafnarmegin.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira