Nú eru þeir mættir til Tyrklands að búa til reyk og skoða hvað heimamaðurinn býður uppá.
Þeir félagar fóru þangað í byrjun hausts og dvöldu þar í sex daga. Næstu fimm vikurnar mun einn þáttur í viku birtast hér á Vísi og það frá ferðalaginu.
Þeir skelltu sér meðal annars í svakalega vatnaveröld, tyrkneskt bað, jeppa safarí um Taurus fjöllin ásamt þessum hefðbundnu afþreyingum sem er hægt að finna á ströndinni.
Myndbandið hér að neðan er stikla úr nýjustu seríu þeirra bræðra.