Nú var frumsýnd sjónvarpsauglýsing þar sem ofurfyrirsætan Kendall Jenner er í aðalhlutverki en yfirhönnuðurinn sjálfur Olivier Rousteign kemur einnig fyrir. Auglýsingin minnir helst á tölvuleik og fatnaðurinn, sem hefur fengið mikið hrós, nýtur sín vel. Jenner stígur dansspor ásamt fleirum fyrirsætum í myndbandinu.
Fatalínan er væntanleg í vel valdar H&M verslanir út um allan heim þann 5.nóvember næstkomandi.