Fullt af nýjum nöfnum á Sónar: Páll Óskar treður upp Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2015 10:17 Páll Óskar kemur fram á Sónar. VÍSIR/ANÍTA BJÖRK JÓHANNSDÓTTIR/LÁRUS SIGURÐARSON Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram í fjórða sinn dagana 18.-20. febrúar næstkomandi. Hátíðin mun fara fram á fimm sviðum í Hörpu, meðal annars í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb. Alls munu rúmlega 70 hljómsveitir og plötusnúðar koma fram á hátíðinni. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa nú tilkynnt fleiri listamenn sem koma fram í Hörpu í upphafi næsta árs og verður greinilega mikill fjölbreytileiki við völd. Til að mynda mun Pál Óskar Hjálmtýsson verða meðal þeirra innlendu listamanna sem koma mun fram á einu af stærri sviðum hátíðarinnar með sérútbúið show fyrir Sónar Reykjavík 2016. Þetta er í fyrsta sinn sem Páll Óskar kemur fram á tónleikahátíð sem þessari á Íslandi. Mun hann meðal annars frumflytja nýtt efni. „Fyrst og fremst hlakka ég bara til að koma með sérhannað show á Sónar Reykjavík,“ segir Páll Óskar. Einnig má nefna; Þýska danstónlistarstirnið Boys Noise (DE), rapparinn Angel Haze (US) frá Detroit í Bandaríkjunum, Ellen Allien (DE), Floating Points (UK) og danska teknó drottningin Courtsey (DK) eru meðal þeirra erlendu listamanna sem nú bætast við dagskrá Sónar Reykjavík 2016. Kiasmos dúó Ólafs Arnalds og Janus Rasmussen snýr aftur á Sónar Reykjavík eftir margrómaða tónleika sína á fyrstu Sónar hátíðinni hérlendis árið 2013 og hafa leikið á tónleikum um allan heim síðustu tvö ár, President Bongo fyrrum meðlimur GusGus sem nýlega gaf út sína fyrstu sóló breiðskífu Serengeti kemur fram á hátíðinni í febrúar ásamt Emotional Carpenters sem og ein skærasta stjarna íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi undanfarið ár; Bjarki. Aðrir sem bætist við dagskrá Sónar Reykjavík 2016 eru; Ben UFO (UK), Lone (UK), Eloq (DK), Unkwon or DJ E.D.D.E.H. (DK), GKR, Karó, DJ Katla, Tandri & Julia Ruslanova og Intr0beatz. Í október var tilkynnt að eftirfarandi listamenn kæmu fram á Sónar; Hudson Mohawke (UK), Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Oneothrix Point Never (US), Black Madonna (US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), AV AV AV (DK), Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quarted, Sturla Atlas, Gangly, Vaginaboys og Skeng.Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðustu tvö ár. Sónar Tengdar fréttir Fyrstu nöfn tilkynnt fyrir Sónar Reykjavík 2016 Hudson Mohawke, Squarepusher, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet og fleiri. 15. október 2015 14:09 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram í fjórða sinn dagana 18.-20. febrúar næstkomandi. Hátíðin mun fara fram á fimm sviðum í Hörpu, meðal annars í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb. Alls munu rúmlega 70 hljómsveitir og plötusnúðar koma fram á hátíðinni. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa nú tilkynnt fleiri listamenn sem koma fram í Hörpu í upphafi næsta árs og verður greinilega mikill fjölbreytileiki við völd. Til að mynda mun Pál Óskar Hjálmtýsson verða meðal þeirra innlendu listamanna sem koma mun fram á einu af stærri sviðum hátíðarinnar með sérútbúið show fyrir Sónar Reykjavík 2016. Þetta er í fyrsta sinn sem Páll Óskar kemur fram á tónleikahátíð sem þessari á Íslandi. Mun hann meðal annars frumflytja nýtt efni. „Fyrst og fremst hlakka ég bara til að koma með sérhannað show á Sónar Reykjavík,“ segir Páll Óskar. Einnig má nefna; Þýska danstónlistarstirnið Boys Noise (DE), rapparinn Angel Haze (US) frá Detroit í Bandaríkjunum, Ellen Allien (DE), Floating Points (UK) og danska teknó drottningin Courtsey (DK) eru meðal þeirra erlendu listamanna sem nú bætast við dagskrá Sónar Reykjavík 2016. Kiasmos dúó Ólafs Arnalds og Janus Rasmussen snýr aftur á Sónar Reykjavík eftir margrómaða tónleika sína á fyrstu Sónar hátíðinni hérlendis árið 2013 og hafa leikið á tónleikum um allan heim síðustu tvö ár, President Bongo fyrrum meðlimur GusGus sem nýlega gaf út sína fyrstu sóló breiðskífu Serengeti kemur fram á hátíðinni í febrúar ásamt Emotional Carpenters sem og ein skærasta stjarna íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi undanfarið ár; Bjarki. Aðrir sem bætist við dagskrá Sónar Reykjavík 2016 eru; Ben UFO (UK), Lone (UK), Eloq (DK), Unkwon or DJ E.D.D.E.H. (DK), GKR, Karó, DJ Katla, Tandri & Julia Ruslanova og Intr0beatz. Í október var tilkynnt að eftirfarandi listamenn kæmu fram á Sónar; Hudson Mohawke (UK), Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Oneothrix Point Never (US), Black Madonna (US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), AV AV AV (DK), Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quarted, Sturla Atlas, Gangly, Vaginaboys og Skeng.Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðustu tvö ár.
Sónar Tengdar fréttir Fyrstu nöfn tilkynnt fyrir Sónar Reykjavík 2016 Hudson Mohawke, Squarepusher, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet og fleiri. 15. október 2015 14:09 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Fyrstu nöfn tilkynnt fyrir Sónar Reykjavík 2016 Hudson Mohawke, Squarepusher, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet og fleiri. 15. október 2015 14:09