Mikið reykt og drukkið í íslenskum bíómyndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 08:13 Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson fá sér smók í kvikmyndinni Reykjavík Rotterdam. Ný alþjóðleg rannsókn þar sem kannað var hversu algengar reykingar eru í kvikmyndum leiðir í ljós að mest er reykt í íslenskum myndum. Rannsóknin tók til mynda sem frumsýndar voru á árunum 2004 til 2009 í sex Evrópulöndum, Bandaríkjunum og tveimur löndum Rómönsku Ameríku. Í 94 prósent tilfella var reykt í íslenskum bíómyndum sem frumsýndar voru á tímabilinu en þar á meðal eru Kaldaljós (2004), Mýrin (2006), Foreldrar (2007), Reykjavík Rotterdam (2008) og Bjarnfreðarson (2009). Minnst var reykt í hollenskum myndum eða í 58 prósent tilfella.Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meira er reykt í kvikmyndum sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna og telja rannsakendur að það megi rekja til þess að óbeinar tóbaksauglýsingar hafi verið bannaðar þar síðan árið 1997. Er lagt til að þau lönd sem ekki hafi bannað slíkt geri það með það að útrýma reykingum í kvikmyndum, en auglýsingar af þessu tagi eru til að mynda ekki bannaðar á Íslandi.Rannsóknin tók einnig til hversu mikið áfengi er drukkið í kvikmyndum og sýna niðurstöðurnar að mun meira er drukkið heldur en reykt. Þá var ekki jafnmikill munur á niðurstöðunum á milli landa en áfengi var haft um hönd í 94 prósentum íslenskra bíómynda. Þá er vakin athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki virðist skipta máli hvort að myndirnar séu leyfðar fyrir alla aldurshópa eða bannaðar börnum; það er reykt og drukkið hvort sem er. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Ný alþjóðleg rannsókn þar sem kannað var hversu algengar reykingar eru í kvikmyndum leiðir í ljós að mest er reykt í íslenskum myndum. Rannsóknin tók til mynda sem frumsýndar voru á árunum 2004 til 2009 í sex Evrópulöndum, Bandaríkjunum og tveimur löndum Rómönsku Ameríku. Í 94 prósent tilfella var reykt í íslenskum bíómyndum sem frumsýndar voru á tímabilinu en þar á meðal eru Kaldaljós (2004), Mýrin (2006), Foreldrar (2007), Reykjavík Rotterdam (2008) og Bjarnfreðarson (2009). Minnst var reykt í hollenskum myndum eða í 58 prósent tilfella.Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meira er reykt í kvikmyndum sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna og telja rannsakendur að það megi rekja til þess að óbeinar tóbaksauglýsingar hafi verið bannaðar þar síðan árið 1997. Er lagt til að þau lönd sem ekki hafi bannað slíkt geri það með það að útrýma reykingum í kvikmyndum, en auglýsingar af þessu tagi eru til að mynda ekki bannaðar á Íslandi.Rannsóknin tók einnig til hversu mikið áfengi er drukkið í kvikmyndum og sýna niðurstöðurnar að mun meira er drukkið heldur en reykt. Þá var ekki jafnmikill munur á niðurstöðunum á milli landa en áfengi var haft um hönd í 94 prósentum íslenskra bíómynda. Þá er vakin athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki virðist skipta máli hvort að myndirnar séu leyfðar fyrir alla aldurshópa eða bannaðar börnum; það er reykt og drukkið hvort sem er.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira