Bæjarar fóru illa með menn Wenger í kvöld | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 21:30 David Alaba fagnar frábæru markim sínu. Vísir/Getty Bayern München fór langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar um leið og að koma Arsenal í enn verri stöðu þegar þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur á lærisveinum Arsene Wenger í München í kvöld. Bayern München var með mikla yfirburði í leiknum og sýndu það og sönnuðu að tapið á móti Arsenal í síðasta leik var slys. Bayern München hefur nú níu stig af tólf mögulegum og er með fimm stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Það bætti ekki kvöldið fyrir Arsenal að Olympiakos vann 2-1 sigur á Dinamo Zagreb á sama tíma og Arsenal því sex stigum frá sextán liða úrslitunum þegar aðeins tveir leikur eru eftir. Það var ljóst strax frá byrjun í hvað stefndi í þessum leik á Allianz Arene en Bæjarar voru í miklu stuði og spiluðu frábæran fótbolta. Robert Lewandowski var búinn að koma Bayern München í 1-0 strax á 10. mínútu leiksins þegar hann skallaði inn sendingu frá Thiago. Arsenal-menn heimtuðu rangstöðu en endursýningarnar sönnuðu annað. Arsenal kom boltanum í mark Bæjara aðeins tveimur mínútum eftir að Bayern komst yfir en mark Mesut Özil var dæmt af þar sem hann virtist nota höndina til þess að skora. Aðstoðardómararnir létu það ekki fara framhjá sér og markið var dæmt af. Thomas Müller kom Bayern í 2-0 á 29. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir að Kingsley Coman lagði fyrirgjöf Philipp Lahm fyrir Müller. David Alaba skoraði þriðja markið með frábæru langskoti rétt fyrir hálfleik og staðan var því 3-0 í hálfleik. Arjen Robben kom inná sem varamaður á 54. mínútu og aðeins mínútu síðar var hann búinn að koma Bayern-liðinu í 4-0 eftir sendingu frá David Alaba. Olivier Giroud minnkaði muninn í 4-1 á 69. mínútu en það var langt frá því að vera nóg. Thomas Müller skoraði sitt annað marki í leiknum og fimmta mark Bæjara í leiknum á 89. mínútu og stórsigur Bæjarar var í höfn.Lewandowski kemur Bayern yfir á móti Arsenal Mesut Özil skorar en markið dæmt af Müller eykur forkost Bæjara í 2-0 Frábært mark hjá David Alaba Robben varla kominn inná þegar hann skoraði Giroud minnkar muninn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Bayern München fór langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar um leið og að koma Arsenal í enn verri stöðu þegar þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur á lærisveinum Arsene Wenger í München í kvöld. Bayern München var með mikla yfirburði í leiknum og sýndu það og sönnuðu að tapið á móti Arsenal í síðasta leik var slys. Bayern München hefur nú níu stig af tólf mögulegum og er með fimm stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Það bætti ekki kvöldið fyrir Arsenal að Olympiakos vann 2-1 sigur á Dinamo Zagreb á sama tíma og Arsenal því sex stigum frá sextán liða úrslitunum þegar aðeins tveir leikur eru eftir. Það var ljóst strax frá byrjun í hvað stefndi í þessum leik á Allianz Arene en Bæjarar voru í miklu stuði og spiluðu frábæran fótbolta. Robert Lewandowski var búinn að koma Bayern München í 1-0 strax á 10. mínútu leiksins þegar hann skallaði inn sendingu frá Thiago. Arsenal-menn heimtuðu rangstöðu en endursýningarnar sönnuðu annað. Arsenal kom boltanum í mark Bæjara aðeins tveimur mínútum eftir að Bayern komst yfir en mark Mesut Özil var dæmt af þar sem hann virtist nota höndina til þess að skora. Aðstoðardómararnir létu það ekki fara framhjá sér og markið var dæmt af. Thomas Müller kom Bayern í 2-0 á 29. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir að Kingsley Coman lagði fyrirgjöf Philipp Lahm fyrir Müller. David Alaba skoraði þriðja markið með frábæru langskoti rétt fyrir hálfleik og staðan var því 3-0 í hálfleik. Arjen Robben kom inná sem varamaður á 54. mínútu og aðeins mínútu síðar var hann búinn að koma Bayern-liðinu í 4-0 eftir sendingu frá David Alaba. Olivier Giroud minnkaði muninn í 4-1 á 69. mínútu en það var langt frá því að vera nóg. Thomas Müller skoraði sitt annað marki í leiknum og fimmta mark Bæjara í leiknum á 89. mínútu og stórsigur Bæjarar var í höfn.Lewandowski kemur Bayern yfir á móti Arsenal Mesut Özil skorar en markið dæmt af Müller eykur forkost Bæjara í 2-0 Frábært mark hjá David Alaba Robben varla kominn inná þegar hann skoraði Giroud minnkar muninn
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira