Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst í gær, miðvikudag. Fjöldi gesta var mættur í Hörpu og var Glamour að sjálfsögðu á staðnum og mynduðum gesti og gangandi.
Götutískan litaðist eðlilega af veðrinu, enda kalt úti og einkenndu stórar kápur, þykkir treflar og loðfóðraðir jakkar gærkvöldið.