Leikræn tilþrif og samhæfð dansspor Kara Hergils skrifar 6. nóvember 2015 10:30 Berglind og Unnur túlka á kómískan hátt samtal tveggja einstaklinga hvor við annan og samfélagið út á við. Vísir/GVA Dans This conversation is missing a point Höfundar: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Berglind Rafnsdóttir Framkvæmdarstjóri: Hallfríður Þóra Tryggvadóttir Dansarar: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Berglind Rafnsdóttir Tónlist: Þorsteinn Eyfjörð Ljósahönnuður: Arnar Ingvarsson Búningar: Erna Bergmann This conversation is missing a point er nýtt íslenskt dansverk eftir þær Unni Elísabetu Gunnarsdóttur og Berglindi Rafnsdóttur sem var frumsýnt í Tjarnarbíói 4. nóvember. Verkið fjallar um mannleg samskipti og hvernig manneskjan tekst á við umhverfi sitt við vandræðalegar aðstæður. Hvernig má haga sér félagslega og hvað er ásættanlegt að gera og segja. Öll búum við í samfélagi þar sem óskrifaðar reglur ríkja um það hvernig sé viðeigandi að haga sér. Í heiminum eru tvær gerðir manna, þeir sem leiða samræður og þeir sem fylgja þeim. Í verkinu fáum við innsýn inn í hugarheim þeirrar síðarnefndu og hvernig það getur verið hamlandi og jafnvel lamandi að þurfa að laga sig að aðstæðum sem eru manni ekki eðlilegar. Með leikrænum tilþrifum og samhæfðum danssporum túlka þær Unnur og Berglind á kómískan hátt samtal tveggja einstaklinga hvor við annan og samfélagið út á við. Báðar hafa þær gott vald á hreyfingum og eru mjög færar í þeim stíl sem verkið er unnið út frá. Dansverkið er vel æft og fullt af gleði. Höfundarnir hafa áberandi gaman af að takast á við kómík sem var skemmtileg viðbót í dansflóruna á Íslandi. Hins vegar var innihald sýningarinnar heldur rýrt og vantaði skýrari afstöðu til þess samfélags þar sem boð og bönn ráða ríkjum. Kaflar verksins voru keimlíkir og framvinda verksins hefði mátt vera fjölbreyttari, beittari og skýrari. Fyrir bragðið virkaði söguþráðurinn fulleinfaldur og jafnvel yfirboðskenndur. Efnið er skemmtilegt og hefur upp á margt að bjóða en úrvinnslu þess skorti dýpt og skilur verkið því ekki mikið eftir sig. Tónlistin eftir Þorstein Eyfjörð var sæmileg og studdi við hreyfingar og pásur í verkinu sem voru að mörgu leyti góðar. Verkið er byggt upp eins og samtal og eins og í öllum samræðum verður oft hlé meðan beðið er svars. Tónlistin studdi vel við þetta án þess að vera beinlínis eftirtektarverð að öðru leyti. Búningarnir voru ágætir og bentu til þess að aðstæður væru formlegar og það væru vissar reglur sem þyrfti að hlýða bæði í klæðaburði og framkomu.Niðurstaða: Vel æft dansverk sem var fullt af gleði, en vantaði dýpt og varð fyrir vikið heldur yfirborðskennt. Dans Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Dans This conversation is missing a point Höfundar: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Berglind Rafnsdóttir Framkvæmdarstjóri: Hallfríður Þóra Tryggvadóttir Dansarar: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Berglind Rafnsdóttir Tónlist: Þorsteinn Eyfjörð Ljósahönnuður: Arnar Ingvarsson Búningar: Erna Bergmann This conversation is missing a point er nýtt íslenskt dansverk eftir þær Unni Elísabetu Gunnarsdóttur og Berglindi Rafnsdóttur sem var frumsýnt í Tjarnarbíói 4. nóvember. Verkið fjallar um mannleg samskipti og hvernig manneskjan tekst á við umhverfi sitt við vandræðalegar aðstæður. Hvernig má haga sér félagslega og hvað er ásættanlegt að gera og segja. Öll búum við í samfélagi þar sem óskrifaðar reglur ríkja um það hvernig sé viðeigandi að haga sér. Í heiminum eru tvær gerðir manna, þeir sem leiða samræður og þeir sem fylgja þeim. Í verkinu fáum við innsýn inn í hugarheim þeirrar síðarnefndu og hvernig það getur verið hamlandi og jafnvel lamandi að þurfa að laga sig að aðstæðum sem eru manni ekki eðlilegar. Með leikrænum tilþrifum og samhæfðum danssporum túlka þær Unnur og Berglind á kómískan hátt samtal tveggja einstaklinga hvor við annan og samfélagið út á við. Báðar hafa þær gott vald á hreyfingum og eru mjög færar í þeim stíl sem verkið er unnið út frá. Dansverkið er vel æft og fullt af gleði. Höfundarnir hafa áberandi gaman af að takast á við kómík sem var skemmtileg viðbót í dansflóruna á Íslandi. Hins vegar var innihald sýningarinnar heldur rýrt og vantaði skýrari afstöðu til þess samfélags þar sem boð og bönn ráða ríkjum. Kaflar verksins voru keimlíkir og framvinda verksins hefði mátt vera fjölbreyttari, beittari og skýrari. Fyrir bragðið virkaði söguþráðurinn fulleinfaldur og jafnvel yfirboðskenndur. Efnið er skemmtilegt og hefur upp á margt að bjóða en úrvinnslu þess skorti dýpt og skilur verkið því ekki mikið eftir sig. Tónlistin eftir Þorstein Eyfjörð var sæmileg og studdi við hreyfingar og pásur í verkinu sem voru að mörgu leyti góðar. Verkið er byggt upp eins og samtal og eins og í öllum samræðum verður oft hlé meðan beðið er svars. Tónlistin studdi vel við þetta án þess að vera beinlínis eftirtektarverð að öðru leyti. Búningarnir voru ágætir og bentu til þess að aðstæður væru formlegar og það væru vissar reglur sem þyrfti að hlýða bæði í klæðaburði og framkomu.Niðurstaða: Vel æft dansverk sem var fullt af gleði, en vantaði dýpt og varð fyrir vikið heldur yfirborðskennt.
Dans Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira