Heimir: Skoðum um 40 leikmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2015 14:15 Vísir/Ernir Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að leikirnir gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum verði notaðir til að gefa ungum leikmönnum tækifæri með liðinu. Fleiri bíða þó enn fyrir utan eftir tækifærinu en það gæti komið í æfingaleikjunum í janúar. Aðeins leikmenn sem spila á Norðurlöndunum og Íslandi verða þó gjaldgengir í þá leiki. „Við fáum ný andlit í þessum leik og líka í janúar. Við reiknum með því að velja rúmlega 40 leikmenn í þessi verkefni sem eru fram undan,“ sagði Heimir á blaðamannafundi KSÍ í dag en þá voru landsliðshóparnir tilkynntir. „Markmiðið er að sýna leikmönnum sem hafa ekki fengið tækifæri að þeir eiga möguleika. Við viljum kveikja aðeins í þeim og sýna sömuleiðis þeim leikmönnum sem hafa verið í liðinu að það er ekki sjálfgefið að þeir haldi sínu sæti.“ „Við viljum gera allt sem við getum svo að hver og einn einstaklingur geti bætt sig fram að sumri.“Sjá einnig: Ungir fá tækifæri í landsliðinu Heimir segir að þeir eldri leikmenn sem hafi verið í kringum landsliðið séu þekktar stærðir og því eru þeir fyrir utan hópinn nú. Í staðinn eru yngri menn valdir sem munu móta landslið framtíðarinnar. „Þetta er framtíðarliðið og ekkert annað að baki ákvörðun okkar að velja þessa leikmenn. Allir sem gátu gefið kost á sér gerðu það.“ Hann reiknar með erfiðum leikjum gegn bæði Póllandi og Slóvakíu. Báðar þjóðir eru komnar á EM og eru erfiðar heim að sækja. Heimir segir að landsliðið muni sem fyrr fara í alla leiki með það að leiðarljósi að vinna en horfa einnig til frammistöðu leikmann á vellinum. „Við reynum að blanda því saman. Það skiptir auðvitað alltaf máli að vinna leikina. En við viljum nota okkar leið til þess og sjá hvernig strákunum gengur að aðlagast okkar leið.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að leikirnir gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í mánuðinum verði notaðir til að gefa ungum leikmönnum tækifæri með liðinu. Fleiri bíða þó enn fyrir utan eftir tækifærinu en það gæti komið í æfingaleikjunum í janúar. Aðeins leikmenn sem spila á Norðurlöndunum og Íslandi verða þó gjaldgengir í þá leiki. „Við fáum ný andlit í þessum leik og líka í janúar. Við reiknum með því að velja rúmlega 40 leikmenn í þessi verkefni sem eru fram undan,“ sagði Heimir á blaðamannafundi KSÍ í dag en þá voru landsliðshóparnir tilkynntir. „Markmiðið er að sýna leikmönnum sem hafa ekki fengið tækifæri að þeir eiga möguleika. Við viljum kveikja aðeins í þeim og sýna sömuleiðis þeim leikmönnum sem hafa verið í liðinu að það er ekki sjálfgefið að þeir haldi sínu sæti.“ „Við viljum gera allt sem við getum svo að hver og einn einstaklingur geti bætt sig fram að sumri.“Sjá einnig: Ungir fá tækifæri í landsliðinu Heimir segir að þeir eldri leikmenn sem hafi verið í kringum landsliðið séu þekktar stærðir og því eru þeir fyrir utan hópinn nú. Í staðinn eru yngri menn valdir sem munu móta landslið framtíðarinnar. „Þetta er framtíðarliðið og ekkert annað að baki ákvörðun okkar að velja þessa leikmenn. Allir sem gátu gefið kost á sér gerðu það.“ Hann reiknar með erfiðum leikjum gegn bæði Póllandi og Slóvakíu. Báðar þjóðir eru komnar á EM og eru erfiðar heim að sækja. Heimir segir að landsliðið muni sem fyrr fara í alla leiki með það að leiðarljósi að vinna en horfa einnig til frammistöðu leikmann á vellinum. „Við reynum að blanda því saman. Það skiptir auðvitað alltaf máli að vinna leikina. En við viljum nota okkar leið til þess og sjá hvernig strákunum gengur að aðlagast okkar leið.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira