Komnir með samning hjá svartmetal-risa Guðrún Ansnes skrifar 9. nóvember 2015 09:00 Sveitin ætlar sér ekkert minna en heimsfrægð og er sannarlega skrefinu nær með slíkan bakhjarl sem franski útgefandinn er. Mynd/Hafsteinn Viðar Ársælsson Þetta er náttúrulega alveg klikkað, ég held reyndar að þetta sé ekki orðið yfirþyrmandi enn þá, en það gæti verið vegna þess að sennilega hef ég ekki áttað mig almennilega á hve stórt tækifæri þetta er,“ útskýrir Þorbjörn Steingrímsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar Zhrine sem landaði samningi við franska plöturisann Season of Mist. Auk Þorbjörns skipa þetta kolsvarta metalband þeir Nökkvi Gylfason, Ævar Örn Sigurðsson og Stefán Ari Stefánsson, sem spilað hafa saman síðan þeir voru sextán og sautján ára gamlir. „Við höfum spilað saman síðan árið 2007 og gengum þá undir nafninu Gone Postal, en skiptum um nafn í kjölfar breytingar á stefnu sveitarinnar og þar kemur Zhrine inn í jöfnuna,“ segir Þorbjörn. Aðspurður um hvernig samstarf Zhrine og franska útgáfufyrirtækisins hafi komið til segir hann að upphafið megi rekja til Eistnaflugshátíðarinnar árið 2012. „Við höfum æði oft spilað á Eistnaflugi og eigum okkur ágætis aðdáendahóp í þeirri senu. Það gerðum við enn einu sinni árið 2012 og unnum sérlega keppni sem þar var haldin. Úr varð að við fórum sem sigurvegarar til Þýskalands sama ár þar sem við tókum þátt í Wacken Metal Battle og lentum í þriðja sæti ef ég man þetta rétt,“ segir Þorbjörn. Í öllu þessu brasi kemur útsendari Season of Mist auga á drengina, sem þá voru flestir rétt að skríða í tvítugt, og úr varð að nú eru þeir komnir á samning. Zhrine er þó ekki fyrsta íslenska sveitin sem plötuútgáfan heillast af því stórsveitin Sólstafir er á mála þar líka en sveitin skrifaði undir samning við fyrirtækið árið 2011 og hefur gefið út tvær breiðskífur síðan. Af öðrum sveitum má nefna Deathspell Omega, sem Þorbjörn segir eina þá stærstu í þessari senu í heiminum í dag, svo heiðurinn sé augljóslega mikill. Auk þess að hafa stigið oft á svið Eistnaflugs hefur sveitin einnig spilað fyrir gesti Icelandic Airwaves, en gerðu þó ekki í ár. „Við höfum ekki verið mjög sýnilegir upp á síðkastið, en það er búið að vera mikið að gera hjá okkur,“ segir Þorbjörn sem viðurkennir að sannarlega verði breyting þar á. „Næsta skref okkar er að gefa út plötu í byrjun næsta árs og svo held ég að það þýði lítið annað en að stefna beinustu leið á heimsfrægð,“ útskýrir Þorbjörn og skellir upp úr. Tónlist Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Þetta er náttúrulega alveg klikkað, ég held reyndar að þetta sé ekki orðið yfirþyrmandi enn þá, en það gæti verið vegna þess að sennilega hef ég ekki áttað mig almennilega á hve stórt tækifæri þetta er,“ útskýrir Þorbjörn Steingrímsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar Zhrine sem landaði samningi við franska plöturisann Season of Mist. Auk Þorbjörns skipa þetta kolsvarta metalband þeir Nökkvi Gylfason, Ævar Örn Sigurðsson og Stefán Ari Stefánsson, sem spilað hafa saman síðan þeir voru sextán og sautján ára gamlir. „Við höfum spilað saman síðan árið 2007 og gengum þá undir nafninu Gone Postal, en skiptum um nafn í kjölfar breytingar á stefnu sveitarinnar og þar kemur Zhrine inn í jöfnuna,“ segir Þorbjörn. Aðspurður um hvernig samstarf Zhrine og franska útgáfufyrirtækisins hafi komið til segir hann að upphafið megi rekja til Eistnaflugshátíðarinnar árið 2012. „Við höfum æði oft spilað á Eistnaflugi og eigum okkur ágætis aðdáendahóp í þeirri senu. Það gerðum við enn einu sinni árið 2012 og unnum sérlega keppni sem þar var haldin. Úr varð að við fórum sem sigurvegarar til Þýskalands sama ár þar sem við tókum þátt í Wacken Metal Battle og lentum í þriðja sæti ef ég man þetta rétt,“ segir Þorbjörn. Í öllu þessu brasi kemur útsendari Season of Mist auga á drengina, sem þá voru flestir rétt að skríða í tvítugt, og úr varð að nú eru þeir komnir á samning. Zhrine er þó ekki fyrsta íslenska sveitin sem plötuútgáfan heillast af því stórsveitin Sólstafir er á mála þar líka en sveitin skrifaði undir samning við fyrirtækið árið 2011 og hefur gefið út tvær breiðskífur síðan. Af öðrum sveitum má nefna Deathspell Omega, sem Þorbjörn segir eina þá stærstu í þessari senu í heiminum í dag, svo heiðurinn sé augljóslega mikill. Auk þess að hafa stigið oft á svið Eistnaflugs hefur sveitin einnig spilað fyrir gesti Icelandic Airwaves, en gerðu þó ekki í ár. „Við höfum ekki verið mjög sýnilegir upp á síðkastið, en það er búið að vera mikið að gera hjá okkur,“ segir Þorbjörn sem viðurkennir að sannarlega verði breyting þar á. „Næsta skref okkar er að gefa út plötu í byrjun næsta árs og svo held ég að það þýði lítið annað en að stefna beinustu leið á heimsfrægð,“ útskýrir Þorbjörn og skellir upp úr.
Tónlist Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira