„Það væru þá lögin What Do You Mean?, Sorry og Mark My Words sem ég tengi við okkar samband,“ sagði Bieber í þættinum.
„Það minna margir hlutir mig á hana. Svo er maður oft að horfa á eitthvað í sjónvarpinu eða slíkt og það minnir mig á okkar samband.“
Bieber útilokaði það ekki að þau taki einn daginn aftur saman.
„Kannski, við eigum langa sögu og það gæti alveg eins gerst.“
Bieber flutti síðar órafmagnaða útgáfu af laginu Sorry í þættinum sem sjá má hér að neðan.