„Hei Hitler, mér datt soldið í hug“ Illugi Jökulsson skrifar 1. nóvember 2015 10:00 Á spjalli við Hitler. Mannkynssagan er spegill okkar, ætli megi ekki segja það? Jú, segjum það, skarpur spegill og skýr. En svo birtist fyrir eitthvað um viku í fréttunum dæmi – og það skelfilegt dæmi – um hve þessi spegill er líka brothættur. Maður kastaði grjóti í mannkynssöguna og hún hefði getað sundrast. Og það var líka ætlun þessa manns, hann ætlaði beinlínis að nota eitt spegilbrot hennar sem vopn gegn andstæðingum sínum, hann ætlaði að bregða hárbeittu brotinu á háls fjenda sinna og rista snöggt. Ég á að sjálfsögðu við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Netanyahu var að flytja ávarp þar sem hann fann hjá sér þörf til að segja að Amin al-Husseini, múfti múslima í Jerúsalem, hefði gegnt lykilhlutverki við að hleypa af stokkunum „lokalausn“ þýskra nasista á „Gyðingavandamálinu“. Lokalausnin fólst, eins og menn vita, í því að drepa þá einfaldlega, alla þá Gyðinga í milljónavís sem Hitler og kumpánar hans komu höndum yfir. Hingað til hefur verið talið að Hitler hafi verið fullfær um að koma morðverksmiðjum lokalausnarinnar sjálfur á koppinn, en Netanyahu hafnaði því í ávarpi sínu. Hann sagði að þegar múftinn í Jerúsalem hafi flogið á fund Hitlers hafi nasistaforinginn alls ekki ætlað sér að drepa Gyðinga, hann hafi bara ætlað að gera þá burtræka.„Hvað á ég þá að gera?“ Og þá segir Netanyahu að Amin al-Husseini hafi sagt við Hitler: „Ef þú rekur þá burt þá koma þeir bara allir [til Palestínu].“ Hitler spurði þá múftann: „Hvað ætti ég þá að gera við þá?“ Og þá sagði múftinn: „Brenndu þá.“ Og þótt sagan hjá Netanyahu hafi ekki orðið lengri í þessu tiltekna ávarpi þá var áheyrendum greinilega ætlað að draga þá ályktun að þarna hefði fyrst hvarflað að Adolf Hitler sú hugmynd að drepa einfaldlega alla Gyðingana, og líklega hefði honum bara aldrei dottið slík ósvinna í hug ef Amin al-Husseini hefði ekki stungið því að honum. Rétt er að taka fram að fullyrðingar af þessu tagi eru ekki alveg nýjar af nálinni. Zíonistar í Ísrael hafa löngum hamrað á heimsókn múftans til Hitlers sem merki um mannvonsku hans og hatur í garð Gyðinga. En enginn hefur áður gengið svo langt að nánast fría Hitler af ábyrgð á upphafi helfararinnar en koma henni á herðar múftans í staðinn. Og væri sú kenning tekin gild sem Netanyahu bar fram í ávarpi sínu, þá væri í rauninni allur sá mannkynssöguspegill sem bæði Ísraelar og Gyðingar almennt hafa speglað sig í eftir helförina mölbrotinn. Tilgangur Netanyahus var augljós. Hann hatar Palestínumenn, ég held það sé alveg óhætt að segja það, og honum er svo umhugað um að sverta hlut þeirra í erjunum þrotlausu í Palestínu að hann er meira að segja til í að slaka ábyrgð af Adolf Hitler, sem hingað til hefur nú ekki þótt góð latína hjá ísraelskum stjórnmálamönnum. En sannleikurinn er sá að sú útgáfa af samtali Hitlers og múftans sem Netanyahu flaggar nú á sér enga stoð í raunveruleikanum. Alls enga.Lögspekingur? En hver var þessi múfti og hvað var hann að þvælast á fund Hitlers? Jú, Amin al-Husseini fæddist 1897 í Jerúsalem og var af miklum múfta- og virðingarættum þar í borg. Múfti er eiginlega helsti lögspekingur múslima og eiginlega dómari á hverjum stað og honum ber náttúrlega að úrskurða ævinlega í samræmi við boðorð íslams og því er þetta eins konar sambland af trúarlegum og veraldlegum leiðtoga. Eftir að Bretar tóku Palestínu af Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöld réðu þeir hver gegndi múftastarfinu í Jerúsalem og þeir völdu Amin al-Husseini árið 1921. Hann varð þar með aðeins 24ra ára gamall helsti virðingarmaður íslamskra Palestínumanna. Staða mála í Palestínu var þá mjög flókin en hér skiptir aðeins máli að Amin al-Husseini hóf þegar harða baráttu gegn þeim sívaxandi innflutningi Gyðinga til Palestínu sem byrjaði þegar zíonisminn kom til sögunnar laust fyrir 1900. Bretar reyndu um tíma að fara bil beggja en eftir því sem oftar skarst í odda millum Araba og Gyðinga varð stuðningur þeirra við Gyðinga eindregnari. Árið 1936 gerðu Arabar blóðuga uppreisn sem Bretar bældu niður af mikilli hörku. Múftinn fór þá í útlegð. Árið 1939 reyndu Bretar að friðmælast við arabíska íbúa í Palestínu og lögðu fram svokallaða „hvítbók“ en í henni fólst að miklar skorður yrðu settar við innflutningi Gyðinga og þegar Palestína fengi sjálfstæði eftir vissan tíma yrðu Gyðingum tryggð full réttindi en ríkið yrði þó arabískt. Hugmyndum um tvö ríki Araba og Gyðinga var algjörlega sópað út af borðinu.Hafnaði athyglisverðu tilboði Þessu athyglisverða tilboði hafnaði múftinn, því þegar þarna var komið sögu vildi hann ekkert af Gyðingum vita í Palestínu. Zíonistar börðust reyndar líka ákaft gegn hvítbókinni enda fannst þeim Bretar draga þar mjög taum Araba. Ef hugmyndir hvítbókarinnar hefðu verið samþykktar af Aröbum er ekki víst að Ísraelsríki hefði orðið að veruleika í þeirri mynd sem raun varð 1948, þótt ógjörningur sé reyndar að fullyrða um það þar eð heimsstyrjöldin og helförin breyttu ansi miklu. Og þar á meðal gerði múftinn Amin al-Husseini út af við allan mögulegan trúverðugleika sinn eftir stríðið með óskoruðum stuðningi sínum við Hitler og stefnu Þýskalands meðan á styrjaldarárunum stóð. Því sá stuðningur var ótvíræður og fyrirvaralaus, það verður að viðurkennast þótt hinni nýju söguskoðun Netanyahus hljóti menn samt að hafna algjörlega. Þar á meðal var það að frumkvæði múftans sjálfs sem hann fór á fund Hitlers 28. nóvember 1941. Erindi hans var að biðja um opinberan stuðning Hitlers við „sjálfstæði og frelsun Araba“ og að upprætt yrði heimaland Gyðinga í Palestínu. Hitler neitaði að gefa slíka opinbera yfirlýsingu. Ástæðan sem hann gaf Amin al-Husseini upp var sú að hann vildi ekki styggja frönsku leppstjórnina sem kennd var við Vichy en hún réð málum í Sýrlandi og mátti ekki heyra minnst á sjálfstæðistilburði Araba.Illmenni Ugglaust var Hitler líka með bak við eyrað að hann ætlaði hersveitum sínum að ráðast yfir Kákasusfjöll og inn í Miðausturlönd og þegar hakakrossinn væri farinn að blakta þar vildi hann ekki fá í bakið yfirlýsingar um stuðning við sjálfstæði Araba, þótt Hitler fullyrti raunar við múftann að hann mætti gera ráð fyrir slíkum stuðningi þegar til kæmi. Hitler masaði svo heilmikið að venju um nauðsyn þess að „leysa Gyðingavandamálið“ og yrðu Evrópuþjóðirnar fengnar til þess hver af annarri og síðan þjóðir í öðrum heimshlutum líka. Fullljóst var auðvitað um hvað hann var að tala og ekkert í vitnisburði manna af þessum fundi – ekki einu sinni vitnisburður múftans sjálfs – styður að hann hafi með einhverjum hætti stungið þeirri áður óþekktu hugmynd að Hitler að „brenna“ Gyðinga. Múftinn var vissulega illmenni. Er fram í sótti vissi hann fullvel að Þjóðverjar voru að drepa Gyðinga í milljónavís. Hann hitti til dæmis Heinrich Himmler foringja SS sumarið 1943 þar sem þetta var beinlínis rætt. Og múftinn sagði opinberlega að múslimar ættu að fylgja fordæmi Þjóðverja með „endanlegri lausn á Gyðingavandamálinu“. Múftinn lagðist líka mjög eindregið gegn hugmyndum, sem á kreiki voru seint í stríðinu, um að 4.000 Gyðingabörn frá Búlgaríu, Ungverjalandi og Rúmeníu fengju að sleppa undan útrýmingarbúðunum með því að fá fararleyfi til Palestínu. Og í Berlínarútvarpinu ávarpaði múftinn múslima hinn 1. mars 1944 og sagði: „Arabar, rísið upp sem einn maður og krefjist heilagra réttinda ykkar. Drepið Gyðinga hvar sem þið finnið þá. Það gleður guð, söguna og trúna. Það bjargar heiðri ykkar. Guð sé með ykkur.“Peningar frá Hitler Eindreginn stuðningur múftans við Hitler og nasista var raunar ekki bara af „hugmyndafræðilegum“ ástæðum. Hann þáði líka gríðarlega peninga af Þjóðverjum á stríðsárunum. Samkvæmt Wikipedíu nam upphæðin sem svarar 1,5 milljörðum króna á ári. Eftir að stríðinu lauk reyndi múftinn að verða að nýju forsvarsmaður múslima í Palestínu. En stuðningur hans við Hitler olli því að eftir það tóku fáir mark á honum. Fram á þennan dag kunna múslimskir Palestínumenn illa við að gagnrýna hann opinberlega af því að þrátt fyrir allt er litið á hann sem mikilvægan þátt í að efla þjóðarvitund Palestínumanna milli heimsstyrjaldanna tveggja. En minning hans er að eilífu flekkuð af fundinum með Hitler. Hann lést í útlegð í Líbanon 1974. En þótt múftinn hafi stutt Hitler dyggilega og verið hæstánægður með helförina, þá átti hann ekki hugmyndina að henni. Ömurleg tilraun Netanyahus til að varpa sök af helförinni á hann og þar með palestínsku þjóðina er hins vegar til marks um að sagan er brothætt. Og til þess að hún sé ekki notuð til áróðurs og illra verka verðum við að þekkja hana vel. Að æðsti valdamaður í ríki þar sem sagan skiptir jafn miklu máli og í Ísrael skuli geta hugsað sér að misbrúka hana svo hrottalega, það sýnir að menn skulu alltaf vera á varðbergi. Flækjusaga Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Mannkynssagan er spegill okkar, ætli megi ekki segja það? Jú, segjum það, skarpur spegill og skýr. En svo birtist fyrir eitthvað um viku í fréttunum dæmi – og það skelfilegt dæmi – um hve þessi spegill er líka brothættur. Maður kastaði grjóti í mannkynssöguna og hún hefði getað sundrast. Og það var líka ætlun þessa manns, hann ætlaði beinlínis að nota eitt spegilbrot hennar sem vopn gegn andstæðingum sínum, hann ætlaði að bregða hárbeittu brotinu á háls fjenda sinna og rista snöggt. Ég á að sjálfsögðu við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Netanyahu var að flytja ávarp þar sem hann fann hjá sér þörf til að segja að Amin al-Husseini, múfti múslima í Jerúsalem, hefði gegnt lykilhlutverki við að hleypa af stokkunum „lokalausn“ þýskra nasista á „Gyðingavandamálinu“. Lokalausnin fólst, eins og menn vita, í því að drepa þá einfaldlega, alla þá Gyðinga í milljónavís sem Hitler og kumpánar hans komu höndum yfir. Hingað til hefur verið talið að Hitler hafi verið fullfær um að koma morðverksmiðjum lokalausnarinnar sjálfur á koppinn, en Netanyahu hafnaði því í ávarpi sínu. Hann sagði að þegar múftinn í Jerúsalem hafi flogið á fund Hitlers hafi nasistaforinginn alls ekki ætlað sér að drepa Gyðinga, hann hafi bara ætlað að gera þá burtræka.„Hvað á ég þá að gera?“ Og þá segir Netanyahu að Amin al-Husseini hafi sagt við Hitler: „Ef þú rekur þá burt þá koma þeir bara allir [til Palestínu].“ Hitler spurði þá múftann: „Hvað ætti ég þá að gera við þá?“ Og þá sagði múftinn: „Brenndu þá.“ Og þótt sagan hjá Netanyahu hafi ekki orðið lengri í þessu tiltekna ávarpi þá var áheyrendum greinilega ætlað að draga þá ályktun að þarna hefði fyrst hvarflað að Adolf Hitler sú hugmynd að drepa einfaldlega alla Gyðingana, og líklega hefði honum bara aldrei dottið slík ósvinna í hug ef Amin al-Husseini hefði ekki stungið því að honum. Rétt er að taka fram að fullyrðingar af þessu tagi eru ekki alveg nýjar af nálinni. Zíonistar í Ísrael hafa löngum hamrað á heimsókn múftans til Hitlers sem merki um mannvonsku hans og hatur í garð Gyðinga. En enginn hefur áður gengið svo langt að nánast fría Hitler af ábyrgð á upphafi helfararinnar en koma henni á herðar múftans í staðinn. Og væri sú kenning tekin gild sem Netanyahu bar fram í ávarpi sínu, þá væri í rauninni allur sá mannkynssöguspegill sem bæði Ísraelar og Gyðingar almennt hafa speglað sig í eftir helförina mölbrotinn. Tilgangur Netanyahus var augljós. Hann hatar Palestínumenn, ég held það sé alveg óhætt að segja það, og honum er svo umhugað um að sverta hlut þeirra í erjunum þrotlausu í Palestínu að hann er meira að segja til í að slaka ábyrgð af Adolf Hitler, sem hingað til hefur nú ekki þótt góð latína hjá ísraelskum stjórnmálamönnum. En sannleikurinn er sá að sú útgáfa af samtali Hitlers og múftans sem Netanyahu flaggar nú á sér enga stoð í raunveruleikanum. Alls enga.Lögspekingur? En hver var þessi múfti og hvað var hann að þvælast á fund Hitlers? Jú, Amin al-Husseini fæddist 1897 í Jerúsalem og var af miklum múfta- og virðingarættum þar í borg. Múfti er eiginlega helsti lögspekingur múslima og eiginlega dómari á hverjum stað og honum ber náttúrlega að úrskurða ævinlega í samræmi við boðorð íslams og því er þetta eins konar sambland af trúarlegum og veraldlegum leiðtoga. Eftir að Bretar tóku Palestínu af Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöld réðu þeir hver gegndi múftastarfinu í Jerúsalem og þeir völdu Amin al-Husseini árið 1921. Hann varð þar með aðeins 24ra ára gamall helsti virðingarmaður íslamskra Palestínumanna. Staða mála í Palestínu var þá mjög flókin en hér skiptir aðeins máli að Amin al-Husseini hóf þegar harða baráttu gegn þeim sívaxandi innflutningi Gyðinga til Palestínu sem byrjaði þegar zíonisminn kom til sögunnar laust fyrir 1900. Bretar reyndu um tíma að fara bil beggja en eftir því sem oftar skarst í odda millum Araba og Gyðinga varð stuðningur þeirra við Gyðinga eindregnari. Árið 1936 gerðu Arabar blóðuga uppreisn sem Bretar bældu niður af mikilli hörku. Múftinn fór þá í útlegð. Árið 1939 reyndu Bretar að friðmælast við arabíska íbúa í Palestínu og lögðu fram svokallaða „hvítbók“ en í henni fólst að miklar skorður yrðu settar við innflutningi Gyðinga og þegar Palestína fengi sjálfstæði eftir vissan tíma yrðu Gyðingum tryggð full réttindi en ríkið yrði þó arabískt. Hugmyndum um tvö ríki Araba og Gyðinga var algjörlega sópað út af borðinu.Hafnaði athyglisverðu tilboði Þessu athyglisverða tilboði hafnaði múftinn, því þegar þarna var komið sögu vildi hann ekkert af Gyðingum vita í Palestínu. Zíonistar börðust reyndar líka ákaft gegn hvítbókinni enda fannst þeim Bretar draga þar mjög taum Araba. Ef hugmyndir hvítbókarinnar hefðu verið samþykktar af Aröbum er ekki víst að Ísraelsríki hefði orðið að veruleika í þeirri mynd sem raun varð 1948, þótt ógjörningur sé reyndar að fullyrða um það þar eð heimsstyrjöldin og helförin breyttu ansi miklu. Og þar á meðal gerði múftinn Amin al-Husseini út af við allan mögulegan trúverðugleika sinn eftir stríðið með óskoruðum stuðningi sínum við Hitler og stefnu Þýskalands meðan á styrjaldarárunum stóð. Því sá stuðningur var ótvíræður og fyrirvaralaus, það verður að viðurkennast þótt hinni nýju söguskoðun Netanyahus hljóti menn samt að hafna algjörlega. Þar á meðal var það að frumkvæði múftans sjálfs sem hann fór á fund Hitlers 28. nóvember 1941. Erindi hans var að biðja um opinberan stuðning Hitlers við „sjálfstæði og frelsun Araba“ og að upprætt yrði heimaland Gyðinga í Palestínu. Hitler neitaði að gefa slíka opinbera yfirlýsingu. Ástæðan sem hann gaf Amin al-Husseini upp var sú að hann vildi ekki styggja frönsku leppstjórnina sem kennd var við Vichy en hún réð málum í Sýrlandi og mátti ekki heyra minnst á sjálfstæðistilburði Araba.Illmenni Ugglaust var Hitler líka með bak við eyrað að hann ætlaði hersveitum sínum að ráðast yfir Kákasusfjöll og inn í Miðausturlönd og þegar hakakrossinn væri farinn að blakta þar vildi hann ekki fá í bakið yfirlýsingar um stuðning við sjálfstæði Araba, þótt Hitler fullyrti raunar við múftann að hann mætti gera ráð fyrir slíkum stuðningi þegar til kæmi. Hitler masaði svo heilmikið að venju um nauðsyn þess að „leysa Gyðingavandamálið“ og yrðu Evrópuþjóðirnar fengnar til þess hver af annarri og síðan þjóðir í öðrum heimshlutum líka. Fullljóst var auðvitað um hvað hann var að tala og ekkert í vitnisburði manna af þessum fundi – ekki einu sinni vitnisburður múftans sjálfs – styður að hann hafi með einhverjum hætti stungið þeirri áður óþekktu hugmynd að Hitler að „brenna“ Gyðinga. Múftinn var vissulega illmenni. Er fram í sótti vissi hann fullvel að Þjóðverjar voru að drepa Gyðinga í milljónavís. Hann hitti til dæmis Heinrich Himmler foringja SS sumarið 1943 þar sem þetta var beinlínis rætt. Og múftinn sagði opinberlega að múslimar ættu að fylgja fordæmi Þjóðverja með „endanlegri lausn á Gyðingavandamálinu“. Múftinn lagðist líka mjög eindregið gegn hugmyndum, sem á kreiki voru seint í stríðinu, um að 4.000 Gyðingabörn frá Búlgaríu, Ungverjalandi og Rúmeníu fengju að sleppa undan útrýmingarbúðunum með því að fá fararleyfi til Palestínu. Og í Berlínarútvarpinu ávarpaði múftinn múslima hinn 1. mars 1944 og sagði: „Arabar, rísið upp sem einn maður og krefjist heilagra réttinda ykkar. Drepið Gyðinga hvar sem þið finnið þá. Það gleður guð, söguna og trúna. Það bjargar heiðri ykkar. Guð sé með ykkur.“Peningar frá Hitler Eindreginn stuðningur múftans við Hitler og nasista var raunar ekki bara af „hugmyndafræðilegum“ ástæðum. Hann þáði líka gríðarlega peninga af Þjóðverjum á stríðsárunum. Samkvæmt Wikipedíu nam upphæðin sem svarar 1,5 milljörðum króna á ári. Eftir að stríðinu lauk reyndi múftinn að verða að nýju forsvarsmaður múslima í Palestínu. En stuðningur hans við Hitler olli því að eftir það tóku fáir mark á honum. Fram á þennan dag kunna múslimskir Palestínumenn illa við að gagnrýna hann opinberlega af því að þrátt fyrir allt er litið á hann sem mikilvægan þátt í að efla þjóðarvitund Palestínumanna milli heimsstyrjaldanna tveggja. En minning hans er að eilífu flekkuð af fundinum með Hitler. Hann lést í útlegð í Líbanon 1974. En þótt múftinn hafi stutt Hitler dyggilega og verið hæstánægður með helförina, þá átti hann ekki hugmyndina að henni. Ömurleg tilraun Netanyahus til að varpa sök af helförinni á hann og þar með palestínsku þjóðina er hins vegar til marks um að sagan er brothætt. Og til þess að hún sé ekki notuð til áróðurs og illra verka verðum við að þekkja hana vel. Að æðsti valdamaður í ríki þar sem sagan skiptir jafn miklu máli og í Ísrael skuli geta hugsað sér að misbrúka hana svo hrottalega, það sýnir að menn skulu alltaf vera á varðbergi.
Flækjusaga Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira