Vettvangsferð um ókönnuð svæði borgarinnar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. október 2015 09:30 Þær Vala og Ásta Fanney leituðu innblásturs á gleymdum stöðum í borginni ásamt ljósmyndaranum Gulla Má. Vísir/Vilhelm Við köllum þetta ljóðmyndasýningu. Þetta er blanda af ljósmyndum og ljóðum,“ segir skáldið Valgerður Þóroddsdóttir, einn af aðstandendum ljóðmyndasýningarinnar Skúmaskot, en að sýningunni standa auk hennar þau Ásta Fanney Sigurðardóttir skáld og ljósmyndarinn Gulli Már. Sýningin er vettvangsferð um ókönnuð svæði borgarinnar og eru sýningarstaðirnir hundrað götugluggar víðsvegar um borgina, eins konar auglýsingarými. Í verkunum er ljóðum blandað saman við ljósmyndir til þess að varpa ljósi á týnd innri og ytri rými í borginni. „Við fórum saman í vettvangsferðir á staði í Reykjavík sem við annaðhvort áttum ekkert erindi á eða höfðum bara aldrei komið á. Svona gleymdir staðir í borginni. Við löbbuðum um, ræddum saman og Gulli tók myndir,“ segir Valgerður. „Eftir á völdum við myndir og við Ásta sömdum ljóð við ljósmyndirnar.“Hér má sjá eitt af verkunum á sýningunni Skúmaskot.Mynd/GulliMár„Þetta er líka ákveðin tilraun af því að samfélagið er með svo mikla þráhyggju fyrir myndefni og ég hef svona svolítið verið að velta því fyrir mér í minni útgáfu. Spurt mig hvernig á að gera ljóð relevant fyrir samfélag sem er svona gagntekið af hinu sjónræna,“ segir hún og bætir við að þau hafi einnig velt fyrir sér samastað ljóða og ljóðskálda í samfélaginu og ákveðið að setja upp samtal á milli ljósmynda og ljóða. „Flest það myndefni sem kryddar umhverfið er með einhvers konar auglýsingaskilaboðum. Það er alltaf verið að hvetja okkur til þess að neyta einhvers og okkur fannst spennandi að vera með áberandi auglýsingarými þar sem ekkert er til sölu. Skilaboðin eru samt ekki skýr þegar við sjáum myndina. Það er ekkert verið að mata mann. Það var svona tilraunin,“ segir Valgerður. Þríeykið setti verkin upp víðsvegar um borgina og ættu glöggir vegfarendur að berja nokkur þeirra augum þegar keyrt, gengið eða hjólað er um borgina. „Þeir sem ferðast eitthvað um Reykjavík ættu að sjá að minnsta kosti þrjú eða fjögur af þessum ljóðum,“ segir Valgerður en sum ljóðanna standa í auglýsingaskiltum strætóskýla og því vel sýnileg þeim sem nýta sér þann ferðamáta. „Maður myndi aldrei búast við því að sjá ljóð í strætóskýli þannig að það er gaman að troða þeim þangað inn.“ Valgerður segir vissulega hafa tekið talsverðan tíma að setja sýninguna saman en hún verður uppi í viku í viðbót. „Það er gaman að vera með sýningu sem er út um allan bæ en ekki bara í einu rými. Þú þarft ekki einu sinni að gera þér ferð til þess að sjá verkin heldur slysast þú bara til að sjá þau,“ segir hún glöð í bragði að lokum. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Við köllum þetta ljóðmyndasýningu. Þetta er blanda af ljósmyndum og ljóðum,“ segir skáldið Valgerður Þóroddsdóttir, einn af aðstandendum ljóðmyndasýningarinnar Skúmaskot, en að sýningunni standa auk hennar þau Ásta Fanney Sigurðardóttir skáld og ljósmyndarinn Gulli Már. Sýningin er vettvangsferð um ókönnuð svæði borgarinnar og eru sýningarstaðirnir hundrað götugluggar víðsvegar um borgina, eins konar auglýsingarými. Í verkunum er ljóðum blandað saman við ljósmyndir til þess að varpa ljósi á týnd innri og ytri rými í borginni. „Við fórum saman í vettvangsferðir á staði í Reykjavík sem við annaðhvort áttum ekkert erindi á eða höfðum bara aldrei komið á. Svona gleymdir staðir í borginni. Við löbbuðum um, ræddum saman og Gulli tók myndir,“ segir Valgerður. „Eftir á völdum við myndir og við Ásta sömdum ljóð við ljósmyndirnar.“Hér má sjá eitt af verkunum á sýningunni Skúmaskot.Mynd/GulliMár„Þetta er líka ákveðin tilraun af því að samfélagið er með svo mikla þráhyggju fyrir myndefni og ég hef svona svolítið verið að velta því fyrir mér í minni útgáfu. Spurt mig hvernig á að gera ljóð relevant fyrir samfélag sem er svona gagntekið af hinu sjónræna,“ segir hún og bætir við að þau hafi einnig velt fyrir sér samastað ljóða og ljóðskálda í samfélaginu og ákveðið að setja upp samtal á milli ljósmynda og ljóða. „Flest það myndefni sem kryddar umhverfið er með einhvers konar auglýsingaskilaboðum. Það er alltaf verið að hvetja okkur til þess að neyta einhvers og okkur fannst spennandi að vera með áberandi auglýsingarými þar sem ekkert er til sölu. Skilaboðin eru samt ekki skýr þegar við sjáum myndina. Það er ekkert verið að mata mann. Það var svona tilraunin,“ segir Valgerður. Þríeykið setti verkin upp víðsvegar um borgina og ættu glöggir vegfarendur að berja nokkur þeirra augum þegar keyrt, gengið eða hjólað er um borgina. „Þeir sem ferðast eitthvað um Reykjavík ættu að sjá að minnsta kosti þrjú eða fjögur af þessum ljóðum,“ segir Valgerður en sum ljóðanna standa í auglýsingaskiltum strætóskýla og því vel sýnileg þeim sem nýta sér þann ferðamáta. „Maður myndi aldrei búast við því að sjá ljóð í strætóskýli þannig að það er gaman að troða þeim þangað inn.“ Valgerður segir vissulega hafa tekið talsverðan tíma að setja sýninguna saman en hún verður uppi í viku í viðbót. „Það er gaman að vera með sýningu sem er út um allan bæ en ekki bara í einu rými. Þú þarft ekki einu sinni að gera þér ferð til þess að sjá verkin heldur slysast þú bara til að sjá þau,“ segir hún glöð í bragði að lokum.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira