Viðskipti erlent

Millifærði óvart 750 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt. Vísir/AP
Ungur bankamaður hjá Deutsche Bank kostaði bankann 6 milljarða dollara, jafnvirði 750 milljörðum króna, fyrr á þessu ári. Bankamaðurinn sendi óvart fjárhæðina á bandarískan viðskiptavin með því að flokka viðskiptin sem "gross figure" í stað "net value."

Bankinn fékk peninginn greiddan til baka næsta dag og tilkynnti atvikið til eftirlitsstofnana í Evrópu og Bandaríkjunum. Svona mistök eru oft kölluð "feit fingurs" mistök sem vísar til innsláttamistaka þegar auk núlli er bætt við og starfsmaður selur eða kaupir mun meira en áætlunin var. 

Yfirmaður bankamannsins var í fríi þegar atvikið átti sér stað. Óvíst er hvort starfsmaðurinn sé ennþá hjá bankanum. Deutsche Bank hefur ekki viljað tjá sig um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×