Arsenal vann 2-0 sigur á Bayern og fékk sín fyrstu stig | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2015 20:30 Arsenal-menn fagna í kvöld. Vísir/EPA Arsenal var gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Bayern München á Emirates-leikvanginum í Meistaradeildinni í kvöld en þetta voru fyrstu stig Arsenal í Meistaradeildinni á leiktíðinni eftir töp í tveimur fyrstu leikjum sínum. Varamaðurinn Olivier Giroud var hetja Arsenal en hann kom Arsenal í 1-0 aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, átti eina af markvörslum tímabilsins í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í marki Giroud. Leikmenn Bayern München voru mun meira með boltann í upphafi leiks en Arsenal-liðið datt aftarlega og beið átekta. Thiago fékk ágætt færi á 12. mínútu en Petr Cech varði og Douglas Costa var nálægt því að skora á 19. mínútu eftir skemmtilega gabbhreyfingu á vinstri vængnum en aftur kom Cech til bjargar. Arsenal-liðið óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Alexis Sánchez fékk ágætt skotfæri í teignum en hitti ekki markið og Theo Walcott var ógnaði. Theo Walcott hélt síðan að hann væri að koma Arsenal í 1-0 á 34. mínútu en Manuel Neuer varði þá skalla frá honum á ótrúlegan hátt en tilþrifin minntu á heimsfræga markvörslu Gordon Banks frá Pele á HM 1970. Alexis Sánchez var næstum því búinn að leggja upp mark fyrir Douglas Costa rétt fyrir hálfleikinn eftir tap hann tapaði boltanum á mjög slæmum stað en Douglas Costa skaut yfir. Manuel Neuer gerði frábærlega í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í þeim síðari sem kostaði liðið sigurinn. Manuel Neuer átti þá skelfilegt úthlaup í aukaspyrnu Santi Cazorla og varamaðurinn Olivier Giroud nýtti sér það og kom boltanum í markið. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn á fjórðu mínútu í uppbótartíma, Manuel Neuer hélt að hann hefði varið en dómarinn dæmdi að boltinn hafi farið inn fyrir línuna.Tvö frábær tilþrif Bæjara í fyrri hálfleik Mark Olivier Giroud Mark Mesut Özil Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Arsenal var gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Bayern München á Emirates-leikvanginum í Meistaradeildinni í kvöld en þetta voru fyrstu stig Arsenal í Meistaradeildinni á leiktíðinni eftir töp í tveimur fyrstu leikjum sínum. Varamaðurinn Olivier Giroud var hetja Arsenal en hann kom Arsenal í 1-0 aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Manuel Neuer, markvörður Bayern München, átti eina af markvörslum tímabilsins í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í marki Giroud. Leikmenn Bayern München voru mun meira með boltann í upphafi leiks en Arsenal-liðið datt aftarlega og beið átekta. Thiago fékk ágætt færi á 12. mínútu en Petr Cech varði og Douglas Costa var nálægt því að skora á 19. mínútu eftir skemmtilega gabbhreyfingu á vinstri vængnum en aftur kom Cech til bjargar. Arsenal-liðið óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Alexis Sánchez fékk ágætt skotfæri í teignum en hitti ekki markið og Theo Walcott var ógnaði. Theo Walcott hélt síðan að hann væri að koma Arsenal í 1-0 á 34. mínútu en Manuel Neuer varði þá skalla frá honum á ótrúlegan hátt en tilþrifin minntu á heimsfræga markvörslu Gordon Banks frá Pele á HM 1970. Alexis Sánchez var næstum því búinn að leggja upp mark fyrir Douglas Costa rétt fyrir hálfleikinn eftir tap hann tapaði boltanum á mjög slæmum stað en Douglas Costa skaut yfir. Manuel Neuer gerði frábærlega í fyrri hálfleik en hann gerði slæm mistök í þeim síðari sem kostaði liðið sigurinn. Manuel Neuer átti þá skelfilegt úthlaup í aukaspyrnu Santi Cazorla og varamaðurinn Olivier Giroud nýtti sér það og kom boltanum í markið. Mesut Özil innsiglaði síðan sigurinn á fjórðu mínútu í uppbótartíma, Manuel Neuer hélt að hann hefði varið en dómarinn dæmdi að boltinn hafi farið inn fyrir línuna.Tvö frábær tilþrif Bæjara í fyrri hálfleik Mark Olivier Giroud Mark Mesut Özil
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira