Fótbolti

Manchester United fékk bara eitt stig í Moskvu | Sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Martial
Anthony Martial Vísir/EPA
Frakkinn Anthony Martial tryggði Manchester United 1-1 jafntefli á móti CSKA Moskvu í 3. umferð B-riðils Meistaradeildarinnar í Moskvu í kvöld.

Jafnteflið þýðir að Manchester United og CSKA Moskvu eru jöfn í 2. til 3. sæti riðilsins þegar riðlakeppnin er hálfnuð.

Anthony Martial fékk á sig klauflegt víti í fyrri hálfleiknum en bætti fyrir það með því að skora í þeim síðari.

Anthony Martial var að flækjast í vörninni þegar hann fékk boltann upp í höndina og dómari leiksins dæmdi víti. Mário Fernandes ætlaði að lyfta boltanum yfir Frakkann unga en Martial freistaðist til að slá í boltann.

David de Gea varði vítið vel frá Roman Eremenko en Seydou Doumbia var fyrstur á átta sig og sendi frákastið í markið. CSKA var því komið í 1-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik.

David de Gea varði einnig frábærlega lúmskt langskot frá Ahmed Musa á 31. mínútu en Musa reyndi þá að nýta sér það að De Gea var kominn aðeins út úr markinu  

Manchester United var miklu meira með boltann í fyrri hálfleiknum en gekk lítið sem ekkert í að skapa sér færi. Leikmenn CSKA voru nær því að komast í 2-0 í hálfleiknum en United-menn að jafna metin.

Anthony Martial bætti fyrir vítið þegar hann jafnaði metin á 65. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Antonio Valencia.

Manchester United náðí ekki að tryggja sér sigur og framundan er leikur liðanna á Old Trafford þar sem United-liðið verður bara að vinna.

Seydou Doumbia kemur CSKA Moskvu í 1-0 Anthony Martial jafnar fyrir Manchester United



Fleiri fréttir

Sjá meira


×