Fótbolti

Van Gaal: Heimskulegt hjá Martial en hann er bara mannlegur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester United er í smá basli í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, en liðið gerði aðeins jafntefli við CSKA Mosvku á útivelli þegar þriðja leikvikan kláraðist í gær.

Rússarnir komust yfir með marki Seydou Doumbia þegar hann fylgdi eftir vítaspyrnu Romans Ermenko sem David De Gea varði.

Vítaspyrnan var dæmd á Frakkann unga, Anthony Martial, sem sló boltann ansi augljóslega í baráttunni við Mario Fernandes inn í teignum.

„Þeir fengu að gjöf þetta víti frá Martial. Martial er mannlegur. Hann bregst bara við og stundum eru það heimskuleg viðbrögð en þetta gerist,“ sagði Van Gaal eftir leikinn í gærkvöldi. „Hann sagði við mig að þetta væri í fyrsta skipti sem þetta kæmi fyrir hann.“

Það var svo Martial sem bjargaði stiginu fyrir Manchester United með fallegu skallamarki í seinni hálfleik. „Ég er mjög sáttur við frammistöð míns liðs. Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur því CSKA er skipulagt lið og verst vel,“ sagði Loui van Gaal.

Vítaspyrnuatvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×