Liverpool náði ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2015 17:03 Emre Can fagnar marki sínu. Vísir/Getty Liverpool var manni fleiri í 53 mínútur en tókst samt ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn þýska knattspyrnustjórans Jürgen Klopp í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni. Liverpool náði ekki að nýta sér liðsmuninn eða fjölda færa sinna í leiknum og Rússarnir náðu að taka með sér stig heim þrátt fyrir að missa mann af velli í fyrri hálfleiknum. Liverpool hefur þar með gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp sem og að liðið hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni til þessa. Liverpool er með 3 stig í 2. sæti riðilsins en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í riðlinum eftir útisigur á Bordeaux í kvöld. Emre Can átti mjög gott skot á 9. mínútu og Liverpool-liðið var með frumkvæðið frá upphafi leiksins. Fyrsti heimaleikurinn byrjaði ekki vel því Rubin Kazan skoraði úr sínu fyrsta færi á 15. mínútu. Marko Devich skoraði markið með laglegum hætti eftir að hafa farið illa með Nathaniel Clyne, bakvörð Liverpool. Blagoy Georgiev var næstum því búinn að koma Rubin Kazan liðinu í 2-0 á 34. mínútu en Simon Mignolet varði þá vel frá honum. Oleg Kuzmin átti stoðsendinguna á Devich en hann lenti í vandræðum í framhaldinu. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir brot á Alberto Moreno á 19. mínútu og svo braut hann á Emre Can á 37. mínútu og fékk sitt annað gula spjald. Liverpool var ekki lengi að strá salt í sárið því Emre Can skoraði jöfnunarmarkið eftir umrædda aukaspyrnu. Divock Origi skallaði þá aukaspyrnu Philippe Coutinho fyrir fætur hans í markteignum og Emre Can kom boltanum yfir marklínuna. Liverpool reyndi síðan allan seinni hálfleikinn að ná inn sigurmarkinu manni fleiri Philippe Coutinho var nálægt því á 61. mínútu skömmu áður en Jürgen Klopp tók hann af velli fyrir Christian Benteke og Benteke var líka nálægt því að skora en ekkert gekk. Christian Benteke átti skot í stöngina eftir undirbúning Adam Lallana á 80. mínútu og pressan jókst með hverri mínútunni. Liverpool tókst hinsvegar ekki að ná markinu og gerðu því enn eitt jafnteflið í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn unnið leik er Liverpool en meðal tveggja efstu liða í riðlinum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira
Liverpool var manni fleiri í 53 mínútur en tókst samt ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn þýska knattspyrnustjórans Jürgen Klopp í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni. Liverpool náði ekki að nýta sér liðsmuninn eða fjölda færa sinna í leiknum og Rússarnir náðu að taka með sér stig heim þrátt fyrir að missa mann af velli í fyrri hálfleiknum. Liverpool hefur þar með gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp sem og að liðið hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni til þessa. Liverpool er með 3 stig í 2. sæti riðilsins en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í riðlinum eftir útisigur á Bordeaux í kvöld. Emre Can átti mjög gott skot á 9. mínútu og Liverpool-liðið var með frumkvæðið frá upphafi leiksins. Fyrsti heimaleikurinn byrjaði ekki vel því Rubin Kazan skoraði úr sínu fyrsta færi á 15. mínútu. Marko Devich skoraði markið með laglegum hætti eftir að hafa farið illa með Nathaniel Clyne, bakvörð Liverpool. Blagoy Georgiev var næstum því búinn að koma Rubin Kazan liðinu í 2-0 á 34. mínútu en Simon Mignolet varði þá vel frá honum. Oleg Kuzmin átti stoðsendinguna á Devich en hann lenti í vandræðum í framhaldinu. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir brot á Alberto Moreno á 19. mínútu og svo braut hann á Emre Can á 37. mínútu og fékk sitt annað gula spjald. Liverpool var ekki lengi að strá salt í sárið því Emre Can skoraði jöfnunarmarkið eftir umrædda aukaspyrnu. Divock Origi skallaði þá aukaspyrnu Philippe Coutinho fyrir fætur hans í markteignum og Emre Can kom boltanum yfir marklínuna. Liverpool reyndi síðan allan seinni hálfleikinn að ná inn sigurmarkinu manni fleiri Philippe Coutinho var nálægt því á 61. mínútu skömmu áður en Jürgen Klopp tók hann af velli fyrir Christian Benteke og Benteke var líka nálægt því að skora en ekkert gekk. Christian Benteke átti skot í stöngina eftir undirbúning Adam Lallana á 80. mínútu og pressan jókst með hverri mínútunni. Liverpool tókst hinsvegar ekki að ná markinu og gerðu því enn eitt jafnteflið í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn unnið leik er Liverpool en meðal tveggja efstu liða í riðlinum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira