Sænsk einkafyrirtæki græða á flóttabörnum sem eru ein síns liðs Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. október 2015 07:00 Gríðarlegur skortur á dvalarstöðum fyrir börnin sem koma til Svíþjóðar. vísir/epa Fyrstu tvær vikurnar í október komu yfir 800 börn sem eru á flótta ein síns liðs til Stokkhólms. Opnað verður athvarf í þessari viku til bráðabirgða fyrir flóttabörn í einu úthverfa borgarinnar. Gríðarlegur skortur á dvalarstöðum fyrir börnin sem koma til Svíþjóðar hefur leitt til þess að einkafyrirtæki, sem eru milliliðir sveitarfélaga og fjölskyldna sem vilja hýsa börnin, hafa hækkað verð fyrir þjónustu sína umtalsvert. Sænska blaðið Dagens Nyheter segir að dæmi séu um að sveitarfélag borgi slíku einkafyrirtæki 3.600 sænskar krónur fyrir barn á sólarhring eða 54 þúsund íslenskar krónur. Fjölskyldan sem hefur flóttabarnið á heimili sínu fær um fimmtung þeirrar upphæðar. Haft er eftir fulltrúa eins sveitarfélagsins að vegna þess hversu fljótt þurfi að leysa vandann hafi menn ekki haft tíma til að leita að ódýrari þjónustu. Að mati sveitarfélaga er um þriðjungur af upphæðinni sem einkafyrirtækin fá greidda eðlilegur kostnaður. Talsmaður fyrirtækisins sem krefur sveitarfélag um 54 þúsund krónur á sólarhring fyrir milligöngu segir að kostnaður fyrir utan þær rúmlega 10 þúsund krónur á sólarhring sem fjölskylda fær fyrir að hafa barn á heimili sínu sé vegna skipulagningar, túlkaþjónustu og flutninga. Sveitarfélög í Svíþjóð hafa frá því í fyrra greitt slíkum miðlunum um húsnæði yfir hálfan milljarð sænskra króna eða 7,5 milljarða íslenskra króna. Sveitarfélögin geta síðan sótt um greiðslur vegna kostnaðarins hjá sænsku útlendingastofnuninni. Sænskir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að einstaklingar hafi hringt í sveitarfélög og spurt hversu mörg flóttabörn þeir megi hafa á heimilum sínum. Útlendingastofnunin í Svíþjóð áætlar að fjöldi flóttabarna sem koma ein síns liðs til landsins verði 30 þúsund í ár. Alls er gert ráð fyrir að 140 til 190 þúsund flóttamenn komi til Svíþjóðar í ár. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Flóttamenn sem breyttu heiminum Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklu vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þau geta að koma sér og sínum í öruggt skjól. 22. október 2015 17:30 Kveiktu í tjöldum til að mótmæla slæmum aðbúnaði Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu. 21. október 2015 21:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Fyrstu tvær vikurnar í október komu yfir 800 börn sem eru á flótta ein síns liðs til Stokkhólms. Opnað verður athvarf í þessari viku til bráðabirgða fyrir flóttabörn í einu úthverfa borgarinnar. Gríðarlegur skortur á dvalarstöðum fyrir börnin sem koma til Svíþjóðar hefur leitt til þess að einkafyrirtæki, sem eru milliliðir sveitarfélaga og fjölskyldna sem vilja hýsa börnin, hafa hækkað verð fyrir þjónustu sína umtalsvert. Sænska blaðið Dagens Nyheter segir að dæmi séu um að sveitarfélag borgi slíku einkafyrirtæki 3.600 sænskar krónur fyrir barn á sólarhring eða 54 þúsund íslenskar krónur. Fjölskyldan sem hefur flóttabarnið á heimili sínu fær um fimmtung þeirrar upphæðar. Haft er eftir fulltrúa eins sveitarfélagsins að vegna þess hversu fljótt þurfi að leysa vandann hafi menn ekki haft tíma til að leita að ódýrari þjónustu. Að mati sveitarfélaga er um þriðjungur af upphæðinni sem einkafyrirtækin fá greidda eðlilegur kostnaður. Talsmaður fyrirtækisins sem krefur sveitarfélag um 54 þúsund krónur á sólarhring fyrir milligöngu segir að kostnaður fyrir utan þær rúmlega 10 þúsund krónur á sólarhring sem fjölskylda fær fyrir að hafa barn á heimili sínu sé vegna skipulagningar, túlkaþjónustu og flutninga. Sveitarfélög í Svíþjóð hafa frá því í fyrra greitt slíkum miðlunum um húsnæði yfir hálfan milljarð sænskra króna eða 7,5 milljarða íslenskra króna. Sveitarfélögin geta síðan sótt um greiðslur vegna kostnaðarins hjá sænsku útlendingastofnuninni. Sænskir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að einstaklingar hafi hringt í sveitarfélög og spurt hversu mörg flóttabörn þeir megi hafa á heimilum sínum. Útlendingastofnunin í Svíþjóð áætlar að fjöldi flóttabarna sem koma ein síns liðs til landsins verði 30 þúsund í ár. Alls er gert ráð fyrir að 140 til 190 þúsund flóttamenn komi til Svíþjóðar í ár.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Flóttamenn sem breyttu heiminum Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklu vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þau geta að koma sér og sínum í öruggt skjól. 22. október 2015 17:30 Kveiktu í tjöldum til að mótmæla slæmum aðbúnaði Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu. 21. október 2015 21:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54
Flóttamenn sem breyttu heiminum Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklu vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þau geta að koma sér og sínum í öruggt skjól. 22. október 2015 17:30
Kveiktu í tjöldum til að mótmæla slæmum aðbúnaði Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu. 21. október 2015 21:05