Lewis Hamilton vann og varð heimsmeistari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. október 2015 20:58 Þrefaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark eftir mikla baráttu. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes varð heimsmeistari ökumanna 2015 þegar hann kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Hann tryggði sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Hamilton er fyrsti Bretinn til að verja heimsmeistaratitil sinn. Liðsfélagi Hamilton, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari í hádramatískum kappakstri. Keppnin bauð upp á allt, öryggisbíllinn kom tvisvar út og sýndar öryggisbíll var tvisvar notaður. Allir ökumenn byrjuðu á milliregndekkjum, það var ekki rigning þegar keppnin hófst, í fyrsta skipti alla helgina. Hamilton tók forystuna strax í ræsingunni, hann þvingaði Rosberg út af brautinni í fyrstu beygju. Valtteri Bottas kom inn á fyrsta hring til að fá nýjan framvæng og hann skipti yfir á mjúk þurrdekk. Bottas hætti svo keppni á hring sex.Daniel Ricciardo tók fram úr Hamilton á 15. hring. Hann var búinn að elta Hamilton nokkra hringi. Þá var Rosberg næstur á eftir Hamilton. Rosberg tók svo fram úr Hamilton á hring 18. Þá fór Hamilton inn á þjónustusvæðið á þurrdekk. Þurrdekkin urðu mjög vinsæll kostur í kringum 20. hring. En á sama tíma og allir voru að skipta yfr á þurrdekk fór Kimi Raikkonen útaf og þurfti að koma inn til að fá ný dekk og framvæng. Rosberg tók forystuna af Ricciardo á 22. hring. Á sama tíma tók Hamilton fram úr Daniil Kvyat. Kvyat tapaði svo fjórða sætinu til Vettel skömmu seinna. Hamilton tók svo fram úr Ricciardo á hring 26 og var þá orðinn annar á eftir Rosberg. Á sama tíma hætti Raikkonen keppni, bíllinn hafði orðið fyrir meira tjóni en upprunalega var talið þegar hann fór útaf og lenti á veggnum. Öryggisbíllinn kom út þegar Marcus Ericsson stoppaði á brautinni á hring 27. Vettel tók þjónustuhlé á sama tíma með það að markmiði að keyra til loka þaðan í frá. Í endurræsingunni komst Vettel úr fimmta sæti í þriðja, hann komst fram úr báðum Red Bull bílunum. Max Verstappen á Toro Rosso fylgdi Vettel fram úr Red Bull.Nico Hulkenberg lenti í samstuði við Ricciardo, framvængurinn á Force India bílnum brotnaði af og endaði undir bíl Þjóðverjans. Kvyat lenti harkalega á varnarvegg á ráskafla brautarinnar og öryggisbíllinn kom út á hring 44. Staðan fyrir lokabaráttuna var Rosberg, Hamilton og Vettel. Vettel, Verstappen og Hamilton á glænýjum mjúku dekkjum og Rosberg á fimm hringjum eldri umgang. Verstappen var á næstum 20 hringja gömlum dekkjum. Vettel tók fljótlega fram úr Verstappen og hóf að elta Hamilton. Rosberg tapaði forystunni til Hamilton sem var þá kominn í stöðu sem myndi gera hann að heimsmeistara.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21 Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52 Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina? 22. október 2015 22:15 Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09 Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes varð heimsmeistari ökumanna 2015 þegar hann kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Hann tryggði sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Hamilton er fyrsti Bretinn til að verja heimsmeistaratitil sinn. Liðsfélagi Hamilton, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari í hádramatískum kappakstri. Keppnin bauð upp á allt, öryggisbíllinn kom tvisvar út og sýndar öryggisbíll var tvisvar notaður. Allir ökumenn byrjuðu á milliregndekkjum, það var ekki rigning þegar keppnin hófst, í fyrsta skipti alla helgina. Hamilton tók forystuna strax í ræsingunni, hann þvingaði Rosberg út af brautinni í fyrstu beygju. Valtteri Bottas kom inn á fyrsta hring til að fá nýjan framvæng og hann skipti yfir á mjúk þurrdekk. Bottas hætti svo keppni á hring sex.Daniel Ricciardo tók fram úr Hamilton á 15. hring. Hann var búinn að elta Hamilton nokkra hringi. Þá var Rosberg næstur á eftir Hamilton. Rosberg tók svo fram úr Hamilton á hring 18. Þá fór Hamilton inn á þjónustusvæðið á þurrdekk. Þurrdekkin urðu mjög vinsæll kostur í kringum 20. hring. En á sama tíma og allir voru að skipta yfr á þurrdekk fór Kimi Raikkonen útaf og þurfti að koma inn til að fá ný dekk og framvæng. Rosberg tók forystuna af Ricciardo á 22. hring. Á sama tíma tók Hamilton fram úr Daniil Kvyat. Kvyat tapaði svo fjórða sætinu til Vettel skömmu seinna. Hamilton tók svo fram úr Ricciardo á hring 26 og var þá orðinn annar á eftir Rosberg. Á sama tíma hætti Raikkonen keppni, bíllinn hafði orðið fyrir meira tjóni en upprunalega var talið þegar hann fór útaf og lenti á veggnum. Öryggisbíllinn kom út þegar Marcus Ericsson stoppaði á brautinni á hring 27. Vettel tók þjónustuhlé á sama tíma með það að markmiði að keyra til loka þaðan í frá. Í endurræsingunni komst Vettel úr fimmta sæti í þriðja, hann komst fram úr báðum Red Bull bílunum. Max Verstappen á Toro Rosso fylgdi Vettel fram úr Red Bull.Nico Hulkenberg lenti í samstuði við Ricciardo, framvængurinn á Force India bílnum brotnaði af og endaði undir bíl Þjóðverjans. Kvyat lenti harkalega á varnarvegg á ráskafla brautarinnar og öryggisbíllinn kom út á hring 44. Staðan fyrir lokabaráttuna var Rosberg, Hamilton og Vettel. Vettel, Verstappen og Hamilton á glænýjum mjúku dekkjum og Rosberg á fimm hringjum eldri umgang. Verstappen var á næstum 20 hringja gömlum dekkjum. Vettel tók fljótlega fram úr Verstappen og hóf að elta Hamilton. Rosberg tapaði forystunni til Hamilton sem var þá kominn í stöðu sem myndi gera hann að heimsmeistara.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21 Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52 Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina? 22. október 2015 22:15 Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09 Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira
Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21
Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52
Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina? 22. október 2015 22:15
Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09
Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44