Tywin Lannister selur Mustanginn Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 10:47 Klassískur Mustang, árgerð 1967, verður ekki lengur í eigu Charles Dance. Autoblog Leikarinn Charles Dance er einna þekktastur fyrir að leika hinn miskunnarlausa Tywin Lannister í Game of Thrones þáttaröðinni. Hann virðist einnig hafa ágætan smekk fyrir bílum, ekki síst af eldri gerð þeirra. Hann hefur átt þennan Ford Mustang blæjubíl frá árinu 2002, en bíllinn er af árgerð 1967. Nú hefur Dance hinsvegar ákveðið að selja gripinn á Classic Car uppboðinu í Bretlandi. Þessi Mustang hans Charles Dance hefur ekki aðeins verið uppá punt í eigu leikarans því hann notaði bílinn sem sitt helsta farartæki frá 2002 til 2013, en þá fór bíllinn í allsherjar yfirhalningu. Er hann nú sem nýr og meðal annars með upptekna V8, 289 kúbiktommu vél. Búist er við því að Mustanginn fari á 25-30.000 bresk pund á uppboðinu, eða 5 til 6 milljónir króna. Game of Thrones Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent
Leikarinn Charles Dance er einna þekktastur fyrir að leika hinn miskunnarlausa Tywin Lannister í Game of Thrones þáttaröðinni. Hann virðist einnig hafa ágætan smekk fyrir bílum, ekki síst af eldri gerð þeirra. Hann hefur átt þennan Ford Mustang blæjubíl frá árinu 2002, en bíllinn er af árgerð 1967. Nú hefur Dance hinsvegar ákveðið að selja gripinn á Classic Car uppboðinu í Bretlandi. Þessi Mustang hans Charles Dance hefur ekki aðeins verið uppá punt í eigu leikarans því hann notaði bílinn sem sitt helsta farartæki frá 2002 til 2013, en þá fór bíllinn í allsherjar yfirhalningu. Er hann nú sem nýr og meðal annars með upptekna V8, 289 kúbiktommu vél. Búist er við því að Mustanginn fari á 25-30.000 bresk pund á uppboðinu, eða 5 til 6 milljónir króna.
Game of Thrones Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent