Dagur Kári hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2015 19:58 Dagur Kári Pétursson þakkar hér fyrir sig á samkomu Norðurlandaráðs í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Vísir/Anton Brink Dagur Kári Pétursson hlaut í kvöld kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndina Fúsa. Benedikt Erlingsson afhenti Degi Kára verðlaunin en hann hlaut fyrstur Íslendinga kvikmyndaverðlaunin í fyrra fyrir myndina Hross í oss. Dagur Kári fær að launum 7,5 milljónir íslenskra króna að launum fyrir að hljóta þessi verðlaun. Hann sagði verðlaunaféð hafa komið á besta tíma því hann skuldi svo mikið skatt.Eftirfarandi hlutu verðlaun Norðurlandaráðs í kvöld:Bókmenntaverðlaun NorðurlandaráðsJon Fosse hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verkið Trilogien:Andvake. Olavs draumar. Kveldsvævd. Í rökstuðningi dómnefndar sagði m.a.: „Verkið sem hlýtur bókmenntaverðlaunin að þessu sinni er óvenju gott dæmi um formræna nýsköpun og umfjöllunarefni sem snertir lesandann þvert á tíma og rúm. Hér er á ferð tímalaus ástarsaga; prósi sem hefur greinilega ljóðræna eiginleika og jafnframt meðvitaða og gáskafulla afstöðu til mannkynssögunnar.“Tónlistarverðlaun NorðurlandaráðsSvante Henryson hreppti tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs og hafði dómnefndin m.a. þetta að segja: „Hinn sænski Svante Henryson, sellóleikari, bassaleikari og tónskáld, hefur sýnt einstaka sköpunargáfu og þróað afburðatækni á sérsviðum sínum á viðburðaríkum tónlistarferli.“Barna- og unglingabókmenntaverðlaun NorðurlandaráðsSvíinn Jakob Wegelius hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Mördarens apa. Í rökstuðningi dómnefndar sagði m.a.: „Með Mördarens apa blæs Jakob Wegelius nýju lífi í hið sígilda ævintýraform. Lesandinn slæst í för með górillunni Sallý Jones um sóðalegt hafnarhverfi Lissabon-borgar … Listilega gerðar myndskreytingar höfundar og póstkortin, þar sem ævintýrum Sallýjar eru gerð skil, innsigla heildræna upplifun lesandans.“Kvikmyndaverðlaun NorðurlandaráðsLeikstjórinn og handritshöfundurinn Dagur Kári og framleiðendurnir Baltasar Kormákur og Agnes Johansen hlutu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrirFúsa. Í rökstuðningi dómnefndar sagði: „Myndin er fáguð, stílhrein og full af myndrænni hugmyndaauðgi og fjallar um mikilvægi þess að varðveita gæsku sína og sakleysi í óárennilegum heimi. Fúsieftir Dag Kára er grípandi og listilega upp byggð kvikmynd sem bregður upp trúverðugri mynd af blíðum risa og hnitmiðuðum lýsingum á konunum sem standa honum næst.“Náttúru- og umhverfisverðlaun NorðurlandaráðsHákun Djurhuus, framkvæmdastjóri færeyska orkufyrirtækisins SEV, tók við náttúru- og umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir nýskapandi starf að metnaðarfullum markmiðum um græna raforku í Færeyjum. Verðlaun Norðurlandaráðs nema 350 þúsund dönskum krónum. Þau voru afhent í Hörpu í Reykjavík í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Menning Tengdar fréttir Fúsi sópaði til sín verðlaunum Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk þrjú helstu verðlaun Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York í gær. 24. apríl 2015 07:03 Fúsi fær frábæra dóma úti í Danmörku „Dagur Kári minnir á sig með sinni fjórðu kvikmynd heima á Íslandi þar sem hann kynnir einfalt meistarverk frá norður Atlantshafi sem snertir við áhorfendum.“ 15. apríl 2015 11:23 Fúsi fékk áhorfendaverðlaun í Kaupmannahöfn Annað árið í röð sem íslensk mynd vinnur til verðlauna á CHP:PIX. 17. apríl 2015 16:51 Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndanna Gunnar Jónsson leikari er í aðalhlutverki í nýrri kvikmynd Dags Kára, Virgin Mountain eða Fúsi, sem verður frumsýnd í Berlín um helgina. Hann segist aldrei hafa fengið jafn langan tíma til þess að undirbúa sig fyrir eitt hlutverk. 7. febrúar 2015 10:00 Fúsi fæddur á flugvelli Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi. 27. mars 2015 09:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Dagur Kári Pétursson hlaut í kvöld kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndina Fúsa. Benedikt Erlingsson afhenti Degi Kára verðlaunin en hann hlaut fyrstur Íslendinga kvikmyndaverðlaunin í fyrra fyrir myndina Hross í oss. Dagur Kári fær að launum 7,5 milljónir íslenskra króna að launum fyrir að hljóta þessi verðlaun. Hann sagði verðlaunaféð hafa komið á besta tíma því hann skuldi svo mikið skatt.Eftirfarandi hlutu verðlaun Norðurlandaráðs í kvöld:Bókmenntaverðlaun NorðurlandaráðsJon Fosse hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verkið Trilogien:Andvake. Olavs draumar. Kveldsvævd. Í rökstuðningi dómnefndar sagði m.a.: „Verkið sem hlýtur bókmenntaverðlaunin að þessu sinni er óvenju gott dæmi um formræna nýsköpun og umfjöllunarefni sem snertir lesandann þvert á tíma og rúm. Hér er á ferð tímalaus ástarsaga; prósi sem hefur greinilega ljóðræna eiginleika og jafnframt meðvitaða og gáskafulla afstöðu til mannkynssögunnar.“Tónlistarverðlaun NorðurlandaráðsSvante Henryson hreppti tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs og hafði dómnefndin m.a. þetta að segja: „Hinn sænski Svante Henryson, sellóleikari, bassaleikari og tónskáld, hefur sýnt einstaka sköpunargáfu og þróað afburðatækni á sérsviðum sínum á viðburðaríkum tónlistarferli.“Barna- og unglingabókmenntaverðlaun NorðurlandaráðsSvíinn Jakob Wegelius hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Mördarens apa. Í rökstuðningi dómnefndar sagði m.a.: „Með Mördarens apa blæs Jakob Wegelius nýju lífi í hið sígilda ævintýraform. Lesandinn slæst í för með górillunni Sallý Jones um sóðalegt hafnarhverfi Lissabon-borgar … Listilega gerðar myndskreytingar höfundar og póstkortin, þar sem ævintýrum Sallýjar eru gerð skil, innsigla heildræna upplifun lesandans.“Kvikmyndaverðlaun NorðurlandaráðsLeikstjórinn og handritshöfundurinn Dagur Kári og framleiðendurnir Baltasar Kormákur og Agnes Johansen hlutu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs fyrirFúsa. Í rökstuðningi dómnefndar sagði: „Myndin er fáguð, stílhrein og full af myndrænni hugmyndaauðgi og fjallar um mikilvægi þess að varðveita gæsku sína og sakleysi í óárennilegum heimi. Fúsieftir Dag Kára er grípandi og listilega upp byggð kvikmynd sem bregður upp trúverðugri mynd af blíðum risa og hnitmiðuðum lýsingum á konunum sem standa honum næst.“Náttúru- og umhverfisverðlaun NorðurlandaráðsHákun Djurhuus, framkvæmdastjóri færeyska orkufyrirtækisins SEV, tók við náttúru- og umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir nýskapandi starf að metnaðarfullum markmiðum um græna raforku í Færeyjum. Verðlaun Norðurlandaráðs nema 350 þúsund dönskum krónum. Þau voru afhent í Hörpu í Reykjavík í tengslum við þing Norðurlandaráðs.
Menning Tengdar fréttir Fúsi sópaði til sín verðlaunum Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk þrjú helstu verðlaun Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York í gær. 24. apríl 2015 07:03 Fúsi fær frábæra dóma úti í Danmörku „Dagur Kári minnir á sig með sinni fjórðu kvikmynd heima á Íslandi þar sem hann kynnir einfalt meistarverk frá norður Atlantshafi sem snertir við áhorfendum.“ 15. apríl 2015 11:23 Fúsi fékk áhorfendaverðlaun í Kaupmannahöfn Annað árið í röð sem íslensk mynd vinnur til verðlauna á CHP:PIX. 17. apríl 2015 16:51 Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndanna Gunnar Jónsson leikari er í aðalhlutverki í nýrri kvikmynd Dags Kára, Virgin Mountain eða Fúsi, sem verður frumsýnd í Berlín um helgina. Hann segist aldrei hafa fengið jafn langan tíma til þess að undirbúa sig fyrir eitt hlutverk. 7. febrúar 2015 10:00 Fúsi fæddur á flugvelli Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi. 27. mars 2015 09:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fúsi sópaði til sín verðlaunum Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, fékk þrjú helstu verðlaun Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York í gær. 24. apríl 2015 07:03
Fúsi fær frábæra dóma úti í Danmörku „Dagur Kári minnir á sig með sinni fjórðu kvikmynd heima á Íslandi þar sem hann kynnir einfalt meistarverk frá norður Atlantshafi sem snertir við áhorfendum.“ 15. apríl 2015 11:23
Fúsi fékk áhorfendaverðlaun í Kaupmannahöfn Annað árið í röð sem íslensk mynd vinnur til verðlauna á CHP:PIX. 17. apríl 2015 16:51
Ég er bara lítill strákur í hinum stóra heimi kvikmyndanna Gunnar Jónsson leikari er í aðalhlutverki í nýrri kvikmynd Dags Kára, Virgin Mountain eða Fúsi, sem verður frumsýnd í Berlín um helgina. Hann segist aldrei hafa fengið jafn langan tíma til þess að undirbúa sig fyrir eitt hlutverk. 7. febrúar 2015 10:00
Fúsi fæddur á flugvelli Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi. 27. mars 2015 09:30