Segir fjölda flóttamanna frá Afganistan óásættanlegan Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2015 13:31 Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Þýskalands segir fjölda flóttamanna frá Afganistan vera „óásættanlegan“. Thomas de Maiziere hvetur unga Afgana til að halda sig heima og hjálpa til við að endurbyggja landið. Yfirvöld í Slóveníu segjast ætla að setja upp girðingu á landamærum sínum við Króatíu, grípi Evrópusambandið ekki til aðgerða vegna flóttamannavandans. De Maiziere segir næst flesta flóttamenn koma frá Afganistan það sem af er af árinu. Þar á meðal séu meðlimir millistéttar Afganistan. „Við erum með samkomulag við stjórnvöld Afganistan um að meðlimir millistéttarinnar verði áfram í Afganistan og hjálpi til við uppbyggingu þar,“ hefur AFP fréttaveitan eftir honum. Hann sagði að þýskir hermenn og lögreglumenn hefðu verið sendir til Afganistan til að hjálpa til við að gera landið öruggt og að stjórnvöldu þar hefðu fengið mikla þróunaraðstoð. Því væri hægt að búast við því að Afganir myndu halda sig heima. „Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi,“ segir de Maiziere. Hann viðurkenndi þó að Afganistan geti ekki talist sem öruggt land og að öryggisástandið þar væri slæmt. Frá því í janúar og fram í september hafa 577.307 manns sótt um hæli í Þýskalandi. Þar af eru 51.643 frá Afganistan.105 ára á flótta frá Afganistan Meðal þeirra sem eru á flótta frá Afganistan hin 105 ára gamla Bibihal Uzbeki. Hún flúði ásamt 17 fjölskyldumeðlimum sínum frá borginni Kunduz sem féll í hendur Talibana fyrr í mánuðinum. Stjórnarherinn hefur nú náð tökum í borginni aftur. Hún sagði við AP fréttaveituna að henni væri illt í fótunum en annars væri hún við tiltölulega góða heilsu. Hins vegar hafi hún dottið og meitt sig á höfðinu. Fjölskyldan hefur verið á ferðinni í tuttugu daga og 67 ára gamall sonur hennar og 19 ára sonarsonur hafa borið hana langar leiðir á bakinu.Girðingar rísa Stjórnvöld í Slóveníu hótuðu í dag að byggja girðingu á landamærum þeirra og Króatíu, bregðist Evrópusambandið ekki við flóttamannavandanum og framfylgi áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn. Síðustu tíu daga hafa minnst 85 þúsund flóttamenn komið til Slóveníu. Nágrannar þeirra í norðri tilkynntu í dag að þeir ætluðu að byggja girðingu til að stjórna flæði flóttamanna frá Slóveníu. Samkvæmt áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn ætlar ESB að setja upp móttökumiðstöðvar á Balkanskaganum og senda 400 öryggisverði til Slóveníu. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. 26. október 2015 22:39 Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00 Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Þjóðverjar eiga von á 800 þúsund hælisleitendum í ár. 25. október 2015 23:46 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Innanríkisráðherra Þýskalands segir fjölda flóttamanna frá Afganistan vera „óásættanlegan“. Thomas de Maiziere hvetur unga Afgana til að halda sig heima og hjálpa til við að endurbyggja landið. Yfirvöld í Slóveníu segjast ætla að setja upp girðingu á landamærum sínum við Króatíu, grípi Evrópusambandið ekki til aðgerða vegna flóttamannavandans. De Maiziere segir næst flesta flóttamenn koma frá Afganistan það sem af er af árinu. Þar á meðal séu meðlimir millistéttar Afganistan. „Við erum með samkomulag við stjórnvöld Afganistan um að meðlimir millistéttarinnar verði áfram í Afganistan og hjálpi til við uppbyggingu þar,“ hefur AFP fréttaveitan eftir honum. Hann sagði að þýskir hermenn og lögreglumenn hefðu verið sendir til Afganistan til að hjálpa til við að gera landið öruggt og að stjórnvöldu þar hefðu fengið mikla þróunaraðstoð. Því væri hægt að búast við því að Afganir myndu halda sig heima. „Ég er að segja hreint út að hælisleitendur frá Afganistan mega búast við því að fá ekki að vera áfram í Þýskalandi,“ segir de Maiziere. Hann viðurkenndi þó að Afganistan geti ekki talist sem öruggt land og að öryggisástandið þar væri slæmt. Frá því í janúar og fram í september hafa 577.307 manns sótt um hæli í Þýskalandi. Þar af eru 51.643 frá Afganistan.105 ára á flótta frá Afganistan Meðal þeirra sem eru á flótta frá Afganistan hin 105 ára gamla Bibihal Uzbeki. Hún flúði ásamt 17 fjölskyldumeðlimum sínum frá borginni Kunduz sem féll í hendur Talibana fyrr í mánuðinum. Stjórnarherinn hefur nú náð tökum í borginni aftur. Hún sagði við AP fréttaveituna að henni væri illt í fótunum en annars væri hún við tiltölulega góða heilsu. Hins vegar hafi hún dottið og meitt sig á höfðinu. Fjölskyldan hefur verið á ferðinni í tuttugu daga og 67 ára gamall sonur hennar og 19 ára sonarsonur hafa borið hana langar leiðir á bakinu.Girðingar rísa Stjórnvöld í Slóveníu hótuðu í dag að byggja girðingu á landamærum þeirra og Króatíu, bregðist Evrópusambandið ekki við flóttamannavandanum og framfylgi áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn. Síðustu tíu daga hafa minnst 85 þúsund flóttamenn komið til Slóveníu. Nágrannar þeirra í norðri tilkynntu í dag að þeir ætluðu að byggja girðingu til að stjórna flæði flóttamanna frá Slóveníu. Samkvæmt áætluninni sem samþykkt var á sunnudaginn ætlar ESB að setja upp móttökumiðstöðvar á Balkanskaganum og senda 400 öryggisverði til Slóveníu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. 26. október 2015 22:39 Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00 Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Þjóðverjar eiga von á 800 þúsund hælisleitendum í ár. 25. október 2015 23:46 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54
Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. 26. október 2015 22:39
Rúmlega 700 þúsund hafa farið yfir Miðjarðarhafið í ár Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um fimmtung þeirra vera börn. 27. október 2015 12:00
Funda stíft um flóttamannavandann í Evrópu Þjóðverjar eiga von á 800 þúsund hælisleitendum í ár. 25. október 2015 23:46