SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Karl Lúðvíksson skrifar 28. október 2015 16:44 Mynd: www.svfr.is Uppskeruhátíð Veiðimannsins fer fram í Þróttaraheimilinu fimmtudaginn 29. október milli kl. 20-24. Á hátíðinni munu veiðimenn fagna frábæru veiðisumri saman, segja sögur og hafa gaman. SVFR hvetur veiðimenn til að deila skemmtilegum veiðimyndum frá sumrinu á uppskeruhátíðinni en besta myndin verður valin og hlýtur að launum 50.000 króna inneign upp í veiðileyfi á svæðum SVFR veiðisumarið 2016. Sendu okkur mynd á netfang ritstjóra Veiðimannsins,herrvilberg@gmail.com, segðu okkur hver er á myndinni , hvar hann var að veiða og hvað fiskurinn tók. Veiðilegustu myndirnar verða birtar í jólablaði Veiðimannsins sem kemur út í desember. Hver er stórlax ársins 2015?Stórlax ársins fær sérstaka viðurkenningu á uppskeruhátíðinni en dregið verður úr nöfnum veiðimanna sem slepptu tveggja ára laxi á svæðum SVFR í sumar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur veiðimenn til að sleppa stórlöxum sem þeir veiða til að efla stofn þeirra en veiðimönnum sem leggja stund á veiða og sleppa á Íslandi fer fjölgandi. Stærsti lax sem veiddist á svæðum SVFR veiðisumarið 2015 kom úr Haukadalsá og var 102 cm en allir þeir sem slepptu stórlaxi á svæðum SVFR í sumar koma til greina sem stórlax árins! Sá sem hreppir hnossið fær að launum 50.000 króna inneign upp í veiðileyfi á svæðum SVFR veiðisumarið 2016. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur alla veiðimenn til að mæta á uppskeruhátíð Veiðimannsins og gera veiðisumarið upp á léttu nótunum í góðum félaxskap. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði
Uppskeruhátíð Veiðimannsins fer fram í Þróttaraheimilinu fimmtudaginn 29. október milli kl. 20-24. Á hátíðinni munu veiðimenn fagna frábæru veiðisumri saman, segja sögur og hafa gaman. SVFR hvetur veiðimenn til að deila skemmtilegum veiðimyndum frá sumrinu á uppskeruhátíðinni en besta myndin verður valin og hlýtur að launum 50.000 króna inneign upp í veiðileyfi á svæðum SVFR veiðisumarið 2016. Sendu okkur mynd á netfang ritstjóra Veiðimannsins,herrvilberg@gmail.com, segðu okkur hver er á myndinni , hvar hann var að veiða og hvað fiskurinn tók. Veiðilegustu myndirnar verða birtar í jólablaði Veiðimannsins sem kemur út í desember. Hver er stórlax ársins 2015?Stórlax ársins fær sérstaka viðurkenningu á uppskeruhátíðinni en dregið verður úr nöfnum veiðimanna sem slepptu tveggja ára laxi á svæðum SVFR í sumar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur veiðimenn til að sleppa stórlöxum sem þeir veiða til að efla stofn þeirra en veiðimönnum sem leggja stund á veiða og sleppa á Íslandi fer fjölgandi. Stærsti lax sem veiddist á svæðum SVFR veiðisumarið 2015 kom úr Haukadalsá og var 102 cm en allir þeir sem slepptu stórlaxi á svæðum SVFR í sumar koma til greina sem stórlax árins! Sá sem hreppir hnossið fær að launum 50.000 króna inneign upp í veiðileyfi á svæðum SVFR veiðisumarið 2016. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur alla veiðimenn til að mæta á uppskeruhátíð Veiðimannsins og gera veiðisumarið upp á léttu nótunum í góðum félaxskap.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði