Lífið samstarf

Locobase verndar og mýkir húðina

Locobase er mýkjandi og græðandi krem.
Locobase er mýkjandi og græðandi krem.
KYNNING Locobase eru mýkjandi krem fyrir þurra húð og exem. Þau gegna því hlutverki að viðhalda réttu rakastigi í húðinni og vernda gegn umhverfisáhrifum eins og kulda og vatni sem getur þurrkað húðina. 

Kremin innihalda engin ilm- eða litarefni og eru þekkt sem fjölskyldukrem því þau henta öllum, ungum sem öldnum,“ segir Jódís Brynjarsdóttir, markaðstengill hjá Vistor, sem sér meðal annars um markaðssetningu Locobase á Íslandi.

Locobase kremin henta einstaklingum með viðkvæma húð og hafa meðal annars hlotið viðurkenningu frá dönsku og sænsku astma- og ofnæmissamtökunum. Það eru þrjár mismunandi gerðir af Locobase kremum: Locobase Fedtcreme, Locobase Repair og Locobase LPL.

Jódís Brynjarsdóttir, markaðstengill hjá ­Vistor, segir að Locobase sé fjölskyldukrem.
Locobase Fedtcreme fyrir þurra og sprungna húð

Locobase Fedtcreme inniheldur 70% fitu og er helst notað til þess að þétta varnarlag húðarinnar, draga úr rakatapi og koma jafnvægi aftur á húðina.

Locobase Fedtcreme er mikið notað á þurra húð og exem. Kremið hentar bæði börnum og fullorðnum og er sérstaklega gott fyrir þá sem þurfa að verja húðina gegn kulda og bleytu. Fedtcreme er einnig hægt að nota á þurrar hendur, varir og þurrk í andliti og á augnlokum.

Locobase Repair fyrir þurra og skaddaða húð

Locobase Repair inniheldur 63% fitu og er mjög gott á þurra og skaddaða húð. Repair er einnig mjög græðandi og er því gott viðgerðarkrem á laskaða húð.

Húðsjúkdómalæknar mæla með Locobase Repair fyrir börn og fullorðna með exem og til að nota samhliða annarri húðmeðferð, til dæmis sterameðferð. Repair inniheldur sömu fituefni og húðin og hefur reynst vel við langvinnum húðvandamálum. Locobase Repair hefur verið mikið notað sem kuldakrem hjá börnum og útivistarfólki. Kremið hentar einnig afbragðsvel á aumar geirvörtur við brjóstagjöf og á rauða barnabossa. Líkt og önnur Locobase krem inniheldur Repair engin ilm- eða litarefni, en auk þess er það laust við paraben.

Locobase LPL fyrir harða húð

Locobase LPL inniheldur 49% fitu og er eingöngu ætlað á þykka, hreistraða og harða húð. LPL leysir upp og fjarlægir þykkt, hart hreisturlag eins og til dæmis á hælum og á olnbogum.

LPL inniheldur bæði mjólkursýru og própýlenglýkól sem leysir upp og mýkir harða húð. LPL má aðeins bera á þau svæði sem þarfnast meðferðar og því skal ekki bera kremið á heilbrigða húð.



Locobase fæst í öllum helstu apótekum. Locobase Fedtcreme fæst í 30 g og 100 g túpum og einnig í krukkum með 350 mg. Locobase Repair fæst í 30 g, 50 g og 100 g túpum. Locobase LPL fæst í 100 g túpum og 490 g flöskum með dælu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.